Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
15/07/2020Listskautar,Íshokkí,Frjálsar,Karate,Félagið okkar,Haustönn,Fimleikar,Knattspyrna,Handbolti,Körfubolti,TennisSund
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.
Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!
Októberfest Grafarvogs
Við bjóðum haustið velkomið á Októberfest Grafarvogs laugardaginn 26. september.
Borðapantanir á vidburdir@fjolnir.is.
Glæsileg dagskrá, frábær matur frá Múlakaffi og tryllt ball með Magna í Á móti sól, Jónsa Í svörtum fötum og Sölku Sól. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!
Matur + ball: kr. 8.900.-
Ball: kr. 3.900.- í forsölu.
kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
Það eru 12 sæti á borði.
Reynslan sýnir að þar sem Grafarvogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!
Knattspyrnudeildin auglýsir tvö störf
Knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir tvö spennandi þjálfarastörf: Yfirþjálfari yngri flokka karla 2-8.fl. og Yfirþjálfari yngri flokka kvenna 2-8.fl. Fjölnir er ein fjölmennasta knattspyrnudeild landsins. Um er að ræða tvö 100% stöðugildi.
Viðkomandi heyrir undir barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið fotbolti@fjolnir.is eða inni á Alfred.is
Sjá nánar hér:
https://alfred.is/starf/yfirthjalfari-yngri-flokka-karla
https://alfred.is/starf/yfirthjalfari-yngri-flokka-kvenna
Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Steindór Birgisson, formaður BUR, í síma 661-4236 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is
Upphitun. KA - Fjölnir
Pepsi Max deild karla
6. umferð
KA – Fjölnir
Mánudaginn 13. júlí kl. 18:00 á Akureyrarvelli
Eftir tapið gegn Gróttu í síðustu umferð situr Fjölnir í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, einu stigi á eftir KA sem er komið í fallsæti eftir 4-1 tap gegn Fylki í síðustu umferð. Það er öllum Fjölnismönnum ljóst að upphaf tímabilsins hefur verið gríðarleg vonbrigði. Eftir fimm umferðir hefur Fjölnir náð í eitt stig, það er versta stigasöfnun Fjölnis á þessum tímapunkti í Íslandsmóti a.m.k. frá aldamótum (undirrituðum gafst ekki tími til að grafa upp úrslit fyrir aldamót). Við enda ganganna hlýtur að leynast ljós. Andstæðingar okkar í næsta leik hafa heldur ekki hafið Íslandsmótið með neinum glæsibrag. KA tapaði í síðustu umferð fyrir Fylki, 4-1. Hinn tapleikur KA í sumar kom gegn ÍA. Báðir heimaleikir KA í sumar hafa endað með jafntefli, gegn Víkingi og Breiðabliki. KA hefur leikið leik færra en flest önnur lið. Það er morgunljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða á mánudaginn kemur. Reikna má með því að fyrirliði Fjölnis, Hans Viktor Guðmundsson, byrji leikinn gegn KA. Leikurinn verður hundraðasti leikur hans á ferlinum. Hans Viktor hefur alla tíð leikið með Fjölni.
Fyrri viðureignir félaganna
Fjölnir þekkir það ágætlega að snúa við afleitri byrjun með sigri á Akureyrarvelli. Tímabilið 2007, þegar Fjölnir tryggði sér sæti í A-deild í fyrsta sinn, hófst með miklum vonbrigðum. Eftir að Fjölnir hafði einungis nælt sér í eitt stig í fyrstu þremur leikjum Íslandsmótsins árið 2007 unnu okkar menn stórsigur á KA, 0-6. Eftir þann sigur var ekki aftur snúið. Fjölnir flaug upp um deild og í bikarúrslit það ár. Nú er ekki annað í boði en að endurtaka leikinn frá árinu 2007 og gera ferð á Akureyrarvöll að vendipunkti tímabilsins. Þá er tími til kominn að Fjölnir leggi KA í efstu deild. KA, og nú Grótta, eru þau lið sem Fjölnir hefur mætt í A-deild en aldrei unnið á þeim vettvangi. KA og Fjölnir hafa mæst fjórum sinnum í A-deild. Báðir leikirnir í Grafarvogi hafa endað með jafntefli en KA unnið leikina tvo á Akureyri. Í deildarkeppnum hafa KA og Fjölnir leikið átján leiki. Liðin hafa unnið sitt hvora sjö leikina. Fjórar viðureignir Fjölnis og KA hafa endað með jafntefli.
Tengingar á milli Fjölnis og KA
Nokkur tengsl eru á milli Fjölnis og KA. Þjálfari KA-manna, Óli Stefán Flóventsson, lék með Fjölni með góðum árangri tímabilið 2008. Tíu árum síðar lék núvernadi fyrirliði KA, Almarr Ormarsson, með Fjölni. Tveir fyrrverandi formenn knattspyrnudeildar Fjölnis, þeir Árni Hermannsson og Kristján Einarsson ólust upp í KA og léku með félaginu. Þá lék Torfi Tímoteus Gunnarsson með KA sem lánsmaður á síðustu leiktíð. Ekki er hægt að minnast á tengingar KA og Fjölnis án þess að nefna Gunnar Val Gunnarsson sem ólst upp hjá Akureyrarliðinu. Að frátöldum tveimur tímabilum með KA og nokkrum leikjum með Vængjum Júpíters lék Gunni Valur allan sinn meistaraflokksferil með Fjölni. Aðeins Guðmundur Karl Guðmundsson og Gunnar Már Guðmundsson hafa leikið fleiri leiki fyrir félagið okkar en Gunni Valur. Alls lék Gunnar Valur 204 leiki fyrir Fjölni og er nú einn liðstjóra Fjölnisliðsins. Í baráttunni sem framundan er á yfirstandandi tímabili er nauðsynlegt að Fjölnismenn tileinki sér leikstíl Gunnars Vals Gunnarssonar sem einkenndist af þrautsegju, fórnfýsi og ástríðu.
Snúum bökum saman og styðjum lið okkar til sigurs. Áfram Fjölnir!
Miðasala á leikinn er hafin. Nánar hér.
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
21 – Christian Sivebæk
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson
Sjá einnig:

Rafíþróttahópur Fjölnis keppti í Rocket League
Fjölnir átt eitt lið á 3v3 móti í Rocket League hjá Rocket League Ísland (RLÍS) sem fór fram sunnudaginn 31. maí síðastliðinn. Mótið er hluti af sumarmótaröð RLÍS.
Þetta höfðu okkar menn að segja eftir mótið:
„Við kláruðum riðilinn okkar í öðru sæti með fjóra sigra og eitt tap, og vorum svo naumlega slegnir út í fyrsta leik útsláttarkeppninnar. Sú leikjasería var sýnd í beinni með lýsendum. Að ná í útsláttarkeppnina var lágmark sem við vildum fyrir mót, þó við virkilega vildum ná í undanúrslit“.
Hér má sjá Facebook síðu Rocket League Ísland: https://www.facebook.com/RocketLeagueIceland
Hér má sjá stöðuna eftir riðlakeppnina.
Liðið skipuðu þeir Smívar, Scooby og HemmiGumm.
#FélagiðOkkar

Mynd fengin frá Facebook síðu Rocket League Ísland.
Þrjár Fjölnisstúlkur í landsliðshóp EM
Þrjár frá Fjölni í landsliðshóp fyrir EM 2021 í hópfimleikum.
Hópfimleikastúlkurnar Kristín Sara Stefánsdóttir, Sunna Lind Bjarkadóttir og Guðrún Hrönn Sigurðardóttir voru allar valdar í landsliðshópa fyrir Evrópumótið í Danmörku 2021. Mótið mun fara fram 14. – 17 apríl í Kaupmannahöfn.
Kristín Sara var valin í blandað lið fullorðinna, Sunna Lind í stúlknalið og Guðrún Hrönn í blandað lið unglinga.
Einnig erum við stolt af því að Katrín Pétursdóttir okkar er þjálfari blandaðs liðs fullorðina.
Við óskum þessum flottu fulltrúum okkar innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessari vegferð.
Verkefninu var formlega hrint af stað með fyrstu æfingarviku liðanna sem hófst í gær.
Hér má sjá landsliðshópana í heild sinni ásamt þjálfurum liðanna
Upphitun: Fjölnir - Grótta
Pepsi Max deild karla
5. umferð
Fjölnir – Grótta
Miðvikudaginn 8. júlí kl. 19:15 á Extra vellinum
Eftir vonbrigði síðustu umferðar situr Fjölnir enn í 11. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir KA sem er í 10. sæti. KA hefur leikið einum leik færra en flest önnur lið deildarinnar. Næsti andstæðingur Fjölnis, Grótta, situr í neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Fjölnir en lakara markahlutfall. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki í sumar. Óþarfi er að eyða mörgum orðum í mikilvægi leiksins gegn Gróttu. Fjölnir og Grótta sitja í fallsætum deildarinnar og eru án sigurs að fjórum umferðum loknum. Í 2-1 tapinu gegn Fylki í síðustu umferð byrjaði Jón Gísli Ström sinn fyrsta leik í sumar. Nýju leikmennirnir Christian Sivebæk og Péter Zachán þreyttu frumraun sína er þeir komu inná sem varamenn eftir um sextíu mínútna leik gegn Fylki.
Andstæðingurinn
Fjölnir og Grótta komu saman upp úr B-deild síðasta sumar. Eins og flestum er kunnugt er Grótta nýliði í efstu deild. Grótta skoraði sín fyrstu mörk í og náði í sitt fyrsta stig í A-deild í síðustu umferð þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við HK. Grótta og Fjölnir hafa sjö sinnum mæst í deildar- og bikarkeppnum. Fjölnir hefur unnð fjóra leiki og þrír leikir hafa endað með jafntefli. Báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð enduðu með markalausu jafntefli. Ágúst Gylfason, þjálfara Gróttu, þarf vart að kynna fyrir Fjölnismönnum. Ágúst lék á sínum tíma 22 leiki fyrir Fjölni áður en hann stýrði Fjölni í 145 leikjum. Ágúst hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarmaður Ásmundar Arnarssonar hjá Fjölni. Þrátt fyrir að hafa stýrt Fjölni yfir langt tímabil á Ágúst þó töluvert langt í land með að ná Ásmundi Arnarssyni sem stýrt hefur Fjölni í tæplega 200 leikjum.
Eftir magra stigasöfnun í upphafi móts er tími til kominn að hefja stigasöfnun í deildinni fyrir alvöru. Mætum sem flest á völlinn á miðvikudag og styðjum okkar lið til sigurs. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
21 – Christian Sivebæk
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson
Grétar Atli Davíðsson
Sjá einnig:

Upphitun. Fjölnir - Fylkir
Pepsi Max deild karla
4. umferð
Fjölnir - Fylkir
Laugardaginn 4. júlí kl. 14:00 á Extra vellinum
Fjölnir situr í 11. sæti deildarinnar með eitt stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Fylki. Fjölnir hefur eingöngu leikið gegn liðum sem búsit er við að verði í efri hluta deildarinnar í sumar. Fyrir tímabilið var hvorki búist við Fjölni né Fylki í efri hluta deildarinnar. Það er því ljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða. Fylkismenn fengu sín fyrstu stig í sumar með sigri á Gróttu í síðustu umferð. Fjölnir tefldi fram óbreyttu byrjunarliði í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar. Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu í 1-3 tapinu gegn Blikum í síðustu umferð. Valdimar Ingi Jónsson fór úr byrjunarliðinu og inn kom Örvar Eggertsson. Hinn tvítugi Kristófer Óskar Óskarsson sneri til baka úr meiðslum í leiknum gegn Blikum og lék sinn fyrsta leik í efstu deild er hann kom inná sem varamaður. Kristófer, sem skoraði fjögur mörk í sautján leikjum á síðasta tímabili, getur leikið bæði sem kanntmaður og framherji.
Breytingar á leikmannahópi
Tveir leikmenn hafa bæst við leikmannahóp Fjölnis frá síðasta leik. Danski kanntmaðurinn Christian Sivebæk kom til Fjölnis frá danska liðinu Viborg. Christian er 32 ára hávaxinn reynslumikill leikmaður sem á að baki fjölmarga leiki í tveimur efstu deildunum í Danmörku með Viborg, Velje og Midtjylland. Auk þess var hann áður á mála hjá Seattle Sounders í MLS deildinni. Í fyrstu upphitunarfærslu sumarsins var fjallað um þá staðreynd að í fyrsta sinn væri enginn í leikmannahópi Fjölnis eldri en félagið okkar. Sú staðreynd hefur ekki breyst. Christian er átta dögum yngri en Fjölnir.
Einnig samdi Fjölnir við ungverska varnarmanninn Péter Zachán. Péter er 22 ára hávaxinn réttfættur leikmaður sem á leiki með U-21 landsliði Ungverjalands. Péter var síðast á mála hjá Paksi FC í efstu deild í heimalandinu en hefur einnig verið á láni hjá VLS Veszprém og Szekszárdi UFC þar í landi. Bæði Péter og Christian sömdu við Fjölni um að leika með liðinu út yfirstandandi leiktíð. Á sama tíma og Fjölnir fékk til sín tvo leikmenn var varnarmaðurinn Eysteinn Þorri Björgvinsson lánaður í Þrótt Vogum sem leikur í 2. deild. Eysteinn hafði ekkert komið við sögu það sem af er tímabili.
Hvað segir sagan?
Fjölnir og Fylkir hafa mæst 15 sinnum í deildar- og bikarkeppnum. Fjölnir hefur yfirhöndina í sögulegu ljósi. Fjölnir hefur sigrað sex leiki og Fylkir fjóra. Fimm viðureignir liðanna hafa endað með jafntefli. í 32 ára sögu Fjölnis má færa rök fyrir því að tveir af stærstu sigrum Fjölnis hafi verið gegn Fylki. Félagið okkar tryggði sér sæti í bikarúrslitum árin 2007 og 2008 með því að leggja Fylki í undanúrslitum bæði árin. Fjölnismenn hafa því miður ekki alltaf farið glaðir heim eftir viðureignir sínar við Fylki. Segja má að Fjölnir eigi harma að hefna eftir síðustu viðureigna liðanna sem fram fór í lokaumferð Íslandsmótsins 2018. Á vef Knattspyrnusambands Íslands er að finna upplýsingar um allar viðureignir liðanna frá árinu 2001. Séu úrslit skoðuð í öllum flokkum, í öllum mótum og hjá báðum kynjum kemur í ljós að gríðarlegt jafnfræði er með liðunum. Frá árinu 2001 hafa liðin mæst rúmlega 700 sinnum. Fjölnir hefur unnið 237 leiki, Fylkir 238 og 235 leikir hafa endað með jafntefli.
Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.
Sjáumst á vellinum. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 - Péter Zachán
21 - Christian Sivebæk
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
27 – Dagur Ingi Axelsson
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson
Grétar Atli Davíðsson
Sjá einnig
Fyrri viðuregnir liðanna í deidarkeppni og í bikar
Ferilsyfirlit Christian Sivebæk
Ferlisyfirlit Péter Zachán
Fjölnir á Facebook og Twitter
Fylkir - Fjölnir á Facebook
Góður árangur á Íslandsmótinu utanhúss 2020
Tennisfólk Fjölnis stóð sig með miklum ágætum á nýafstöðnu Íslandsmóti utanhúss.
Hera Björk Brynjarsdóttir vann í tviliðaleik (með Birki Gunnarssyni) og tvennda (með Önnu Soffiu Grönholm) og var 2. sæti í einliðaleik.
Eva Diljá Arnþórsdóttir vann Georginu Aþenu Erlendsdóttur (báðarhjá Fjölni) í einliðaleik U-18. Eva Diljá og Eygló Dís Ármannsdóttir voru í 2. sæti í tviliðaleik U-18.
Eva Diljá vann á móti Eygló í einliða U-16 og þá var Eygló í 2. sæti U-16 og Saule Zukauskaite í 3.sæti.
Þá varð Eygló Dís Ármannsdóttir Íslandsmeistari í U-14 og lenti Saulé í 2.sæti.
Eygló og Saulé voru Íslandsmeistarar U-14 í tviliða. Saule Zukauskaite var svo Íslandsmeistari í U12. Í flokk stráka U10 var Björn August Björnsson Schmitz í 2.sæti , á meðan Eyja Linares Autrey var í 2.sSæti í einliða U-10 stelpur.
Óskar Knudsen og Guðrún Þóra Magnusdóttir voru í 3. sæti í 30+ tvenndarleik. Reynir Eyvindsson hreppti 2. sæti í +50 einliða og 3. sæti í +30 tviliða. Loks varð Ólafur Helgi Jónsson Íslandsmeistari í +50 einliða og var í 3. sæti í +40 einliða.
Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn
Áminning á tímum Covid-19
Uppfært 29.06.20 kl. 10:00:
Við viljum minna þá á sem sækja svæði Fjölnis að virða tilmæli Almannavarna, huga að handþvotti og almennu hreinlæti ásamt því virða 2 metra regluna fyrir þá sem þess óska. Þeir sem finna fyrir einkennum eða eru slappir eru hvattir til að vera heima og gera ráðstafanir s.s. að fara í skimun.
Höldum FÓKUS og stöndum saman!