Gildi


Virðing

Við berum virðingu fyrir félaginu okkar, iðkendum hjá félaginu, samherjum sem og mótherjum. Við berum virðingu fyrir starfi allra deilda innan okkar raða, búningum félagsins og eigum.

Að sjálfsögðu berum við almennt virðingu fyrir umhverfi okkar. Við erum einnig stolt af félaginu okkar og við erum stolt af þeim afrekum sem allar deildir eru að vinna. Við erum stoltir meðlimir UMFÍ.

Heilbrigði

Við viljum hvetja alla félaga í Fjölni til heilbrigðs lífernis. Við berjumst gegn misnotkun allra skaðnautna, tóbaks, áfengis og eiturlyfja.

Við viljum hvetja alla félaga í Fjölni og þá sem tengjast félaginu til holls mataræðis og aukinnar almennrar íþróttaiðkunar.

Samkennd

Við viljum auka samkennd og samvinnu innan félagsins. Nýtum stærð okkar á réttan hátt og lærum af afrekum og vandamálum hvers annars. Höfum gaman að því sem við erum að gera, það einfaldar allt starf og leiðir til betri afreka.

Félagsstarf verður að vera mikilvægt öllum þeim, sem að félaginu komu.

Metnaður

Við höfum mikinn metnað fyrir framgangi félagsins og stefnum að því að gera Fjölni að enn frekara stórveldi í íþróttastarfi.

Við höfum metnað fyrir afrekum allra iðkenda í öllum deildum félagsins.