Hér fyrir neðan má finna allar upplýsingar um Fjölnismótið 2023 sem fer fram helgina 11.-12. nóvember!

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða þurfið að ná á körfuknattleiksdeildina er hægt að senda póst á karfa@fjolnir.is eða hringja í númerið 844-1421

Breyting á bíómyndum í boði og sýningartíma

Tvær myndir í boði – Hvolpasveit og svo splunkuný mynd Trolls 3 sem er frumsýnd núna um helgina

Laugardagur sýningartímar:

  Trolls – kl. 15:20

Hvolpasveit – kl. 15:20

Sunnudagur sýningartímar:

Trolls – 13:00 – 15:20 – 17:40

  Hvolpasveit – 13:00 – 15:20

Skref til að fá frían bíómiða:

  • Hópurinn velur sýningartíma og mætir saman með liðsstjóra.
  • Fer í miðasölu Sambíóa Egilshöll.
  • Sýna armböndin og einn liðstjóri fer með í bíó.
  • Sambíóin merkja við armbandið að búið sé að nota það.

Hægt er að mæta á almenna sýningartíma í Egilshöll á ofangreindar myndir sunnudaginn 12/11.
https://www.sambio.is/ 

Greiðslupplýsingar

Við óskum eftir því að fólk leggi inn heildarupphæð fyrir liðin á reikning 0133-15-200688, kt. 631288-7589.
Mótagjald: 6.990 kr per iðkanda.

Vinsamlegast sendið staðfesting á greiðslu á netfangið karfa@fjolnir.is með kvittun og nafni liðs.

ATH! Það er ekki hægt að greiða fyrir einn iðkenda í einu, þetta verður að koma fyrir allt liðið.

Það verður einnig hægt að greiða með korti á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

 

Innifalið mótsgjaldi

Bíó verður í boði fyrir alla hópa í Sambíóunum Egilshöll. Bíótímarnir ættu að vera í leikjaskjalinu sem þátttakendur hafa fengið afhent.

Myndirnar sem eru í boði eru Hvolpasveitin og Elements.

Einn liðstjóri má fylgja hverju liði í bíó.

Sundlaug Grafarvogs er opin fyrir iðkendur og liðstjóra alla helgina á meðan á mótinu stendur.

Frítt verður á skautasvellið í Egilshöll fyrir krakkana milli 13 og 16 báða dagana. Við vekjum athygli á því að það kostar þó 500 kr að leigja skauta svo ef einhver á par heima endilega taka það með.

Ásamt verðlaunapeningum fara allir krakkarnir á mótinu heim með gjafapoka.

 

Skemmtunin á laugardeginum

Smá breyting verður á skemmtuninni á laugardeginum þetta árið en við ætlum að færa skemmtunina fyrr um daginn svo fleiri mótsgestir hafi möguleika á að koma á hana

Skemmtunin verður klukkan 17:00 í Dalhúsum.

Á skemmtuninni verður:

  • Troðslusýning frá meistaraflokki karla
  • Trúðurinn Valli sýnir listir sínar
  • Skemmtanastjóri heldur uppi stuðinu með allskonar þrautum og gleði
  • Klói og Lukkudýr Fjölnis mæta á svæðið

Myndataka og þáttur um mótið

Sporthero verða á svæðinu og myndar krakkana, bæði einstaklingsmyndir og liðsmyndir

Kvikmyndaskóli Íslands verður á svæðinu og ætlar að gera þátt um mótið eins og við höfum séð um símamótið hjá Breiðablik í fótboltanum.

Ef það eru einhverjar upplýsingar sem vantar eða ykkur langar bara aðeins að heyra í okkur ekki hika við að senda á okkur línu í gegnum karfa@fjolnir.is eða hringja í númerið 844-1421

HÉR er hægt að sjá leikjaplan

 

Leikskipulag í MB6-9 ára

Keppt verður í Fjölnishöll og Dalhúsum. ATH að mb 8 ára karla eru einu liðin sem keppa í báðum húsunum annars ættu hin árin að keppa á sama stað.

Ekki var næg skráning í flokkana byrjendur og lengra komnir svo allir hópar eru blandaðir.

Hver leikur er 1×10 og eru 3 mín á milli leikja. Þess vegna getur oft myndast fyndinn leiktími á leikina.

Spilað er eftir helstu reglum sem KKÍ gefa út fyrir minnibolta nema á mótinu verður spiluð vörn fyrir aftan miðju. Einnig fyrir yngri iðkendur og nýliða munu dómarar reyna að kenna krökkunum á skref, tvígrip og aðrar reglur með því að leiðbeina þeim og líka dæma leikinn. Munum samt að dómarar hjá okkur eru á öllum aldri, þið megið endilega nota reynslu ykkar í hreyfingunni og leiðbeina ungum dómurum á góðu nótunum. Öll erum við þarna fyrir krakkana sem eru að stíga sín fyrstu skref í körfubolta.

Leikskipulag í MB10 ára mótinu

Nýtt fyrirkomulag hjá okkur í ár er að vera með bikarkeppni í MB10 ára. Það eru 14 lið skráð til leiks í karla flokki en engin í kvenna.

Mótið verður spilað sem hraðmót. Hver leikur er einnig 1×10 en spilað verður 6 leiki í riðli. 2 riðlar með 7 liðum eru á mótinu.

Skráð verða úrslit leiksins en stigin verða talin og ritaraborð verður á þessum leikjum. Í lok móts verður síðan spilað upp á brons sætið og gull sætið.

Aðalstöð mótsins

Bækistöðvar skipuleggjenda verða á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll, mjög auðvelt er að finna okkur þar en þetta er fyrsta sem þið sjáið þegar þið komið inn um aðalinnganginn.

Þar getið þið komið og náð í armbönd fyrir liðin og liðstjórana.

Einnig mun verðlaunaafhending fara þar fram ásamt myndatöku frá Sporthero.

 

Leikstaðir

Keppt er í Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum og Fjölnishöllinni Egilshöll.

Dalhús – 4 vellir

Fjölnishöllin – 4 vellir

 

Dalhús

Veitingasala í veislusal á annarri hæð, gengið upp stiga að aftanverðu

Best er að finna bílastæði á bílastæðinu við fótboltavöllinn eða hjá Húsaskóla

 

Fjölnishöllin í Egilshöll:

Gengið er inn um aðalinngang Egilshallar

Keppnishús til hægri við skrifstofu Egilshallar

Veitingasala í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.

Verðlaunaafhending og liðsmyndatakan er í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.

Móttaka liða í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.

Nóg er um bílastæði allstaðar í kringum Egilshöllina

 

Empty tab. Edit page to add content here.

Við þökkum styrktaraðilum mótsins kærlega fyrir stuðninginn!