Við sjáumst helgina 19. – 20. nóvember 2022
Mótsgjald:
Mótsgjald er kr. 6.500 á hvern þátttakanda.
Greiðsla mótsgjalds:
Við viljum vinsamlega biðja ykkur að safna saman þátttökugjaldi fyrir hvert lið.
Það er tvennt í boði:
- Millifæra á Fjölni (sem væri frábær kostur til að létta á mótsdegi)
- Greiða fyrir liðin við komu á mótið, tekið á móti greiðslum á staðnum til kl 13.00 á laugardeginum á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll
Athugið – mikilvægt : Við tökum eingöngu við greiðslum fyrir hvert lið, ekki einstaklinga.
Reikningsupplýsingar:
Kt: 631288-7589, banki 133-15-200688
Vinsamlega sendið kvittun á netfangið karfa@fjolnir.is
Það eru fjölmargir sem hjálpa okkur að gera Fjölnsmótið bæði glæsilegt og eftirminnilegt.
Við þökkum Lýsi fyrir að hjálpa okkur að stuðla að bættri heilsu og auknum styrk með gamla góða lýsinu, en allir iðkendur frá Þorskalýsisperlur sem við hvetjum þá til að innbyrða og fá sér síðan meira.
Mjólkusamsalan hefur stutt við okkar starf með sínum frábæru vörum og við þökkum mikið vel fyrir.
Kærar þakkir til Madenta tannlækna sem hjálpa okkur með gjöf mótsins
Fjölnismótið 19. – 20. nóvember 2022
Laugardagur 19. nóvember
Kl. 07:15 – 13:00 >>> Skráning liða
Innskráning allra liða á mótið er í Egilshöll – skrifstofu Fjölnis
Þar verður tekið við greiðslum þeirra sem ekki hafa greitt með millifærslu áður og armbönd afhent. Posar á staðnum. Næsti hraðbanki er í Spönginni.
Kl. 08:00 >>> Leikir hefjast samkvæmt leikjaplani
Leikir hefjast samkvæmt leikjaplani í Egilshöll og Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum
Mikilvægt að liðin verði mætt á réttan stað og klár í búningum 15 mínútum fyrir leik.
Sjá vallarnúmer í leikjaplani. Vellir 1.2.3.4 eru í Dalhúsum. Vellir A.B.C.D eru í Egilshöll
Kl. 09:00 – 17:00 >>>
Myndataka – Sport Hero verður á báðum stöðum báða daga og tekur myndir á leikjunum sem verða til sýnis og sölu í Egilshöll og á www.sporthero.is.
Kl. 13.00 – 15:00 >>> Fyrri bíósýningin
Fyrri bíósýningin í Sambíó Egilshöll
Verð á litlum popp og Floridana kr. 670, með miðstærð af poppi kr 790
Athugið að liðið, ásamt liðsstjóra fer saman í bíó á fyrirfram ákveðnum tíma sem fram kemur í leikjaplani. Armband er ígildi bíómiða. Aðrir sem vilja með í bíó kaupa sér miða hjá Sambíóinu.
Val um þrjár myndir
Kl. 15:00 – 17:00 >>> Seinni bíósýningin
Verð á litlum popp og Floridana kr. 670, með miðstærð af poppi kr 790
Seinni bíósýningin í Sambíó Egilshöll –
Ath að liðið, ásamt liðsstjóra fer saman í bíó á fyrirfram ákveðnum tíma sem fram kemur í leikjaplani. Armband er ígildi bíómiða. Aðrir sem vilja með í bíó kaupa sér miða hjá Sambíóinu.
Val um þrjár myndir
Kl. 18.15 >>> Blysförin
Blysförin fer af stað frá Egilshöll að Dalhúsum
Munið að klæða ykkur eftir veðri! Krakkar komi með vasaljós ef þeir vilja
Kl. 19.00 – 20.00 >>> Kvöldvaka –
Kvöldvaka í Dalhúsum
Lalli töframaður heldur uppi stuðinu.
Toppklassa töfrabrögð, söngur, leikir og sprell
Sunnudagur 20. nóvember
Kl. 08:00 >>> Leikir hefjast skv. leikjaplani
Leikir hefjast samkvæmt leikjaplani í Egilshöll og Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum
Mikilvægt að liðin séu mætt á réttan stað og klár í búningum 15 mínútum fyrir leik.
Sjá vallarnúmer í leikjaplani
Kl. 08:00 – 16:00 >>> Frítt í sund
Frítt í sund fyrir þátttakendur í sundlaug Grafarvogs, Dalhúsum.
Sýnið mótsarmböndin
Kl. 09:45 – 16:00 >>> Verðlaunaafhending og liðsmyndataka
Verðlaunaafhending fer fram í Egilshöll og þá eru teknar liðsmyndir
Þegar lið hafa lokið keppni eiga þau að koma saman til verðlaunafhendingar þar sem einnig verður tekin liðsmynd. Liðin fá afhenta verðlaunapeninga og glaðning frá Fjölni.
ÁFRAM KÖRFUBOLTI !
Keppnisstaðir
Keppt er í Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum og Fjölnishöllinni Egilshöll.
- Dalhús – 4 vellir
- Fjölnishöllin – 4 vellir
Íþróttahús Grafarvogs Dalhúsum:
- Skóhirslur eru í inngangi við fótboltavöll.
-
Veitingasala í veislusal á annari hæð, gengið upp stiga að aftanverðu
Fjölnishöllin í Egilshöll:
- Gengið er inn um aðalinngang Egilshallar
- Keppnishús til hægri við skrifstofu Egilshallar
-
Veitingasala í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.
- Liðsmyndataka
- Verðlaunaafhending í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.
- Móttaka liða í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.
Leikjaniðurröðun er hér Nýtt skjal frá 16.11
Leikjafyrirkomulag:
-
- Spilað er á 8 körfuboltavöllum í tveimur íþróttahúsum.
- Fjórum völlum í Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum.
- Fjórum völlum í Fjölnishöllinni í Egilshöll (A, B, C og D)
- Ekki er talið í leikjunum og því ætti leikgleðin að vera í fyrirrúmi – á Fjölnismótinu vinna allir 🙂
- Mikilvægt er að lið séu mætt að leikvelli 15 mínútum fyrir ásettan tíma því ein klukka tekur tímann í hverju húsi.
- Spilað verður samkvæmt 41. grein reglugerðar KKÍ um minniboltamót þó með þeirri undantekningu að leiktími verður 2×10 mínútur líkt og síðustu ár.
- Spilað er á 8 körfuboltavöllum í tveimur íþróttahúsum.