Willem Cornelis Verheul

Willem er yfirþjálfari karatedeildar og hefur verið frá árinu 2011. Hann hefur einnig setið í stjórn deildarinnar bæði sem formaður og gjaldkeri. Hann er virkur aðili innan Karatesambands Íslands og hefur sinnt þar ýmsum störfum m.a. sem stjórnarmaður, gjaldkeri, Norðurlandadómari og formaður dómaranefndar sambandsins. Hann hefur unnið til verðlauna á mótum hérlendis og tekið þátt í fjölda móta hér- og erlendis sem dómari, meðal annars heimsmeistaramóti KOI 2007 í Varna, Búlgaríu og 2008 Latína, Ítalíu. Á mótum fylgir hann keppendum sem liðsstjóri. Willem kennir öllum flokkum/aldurshópum og er prófdómari á beltaprófum fyrir hönd alþjóðlegs karatesambands, Kobe Osaka International á Íslandi. Hann er með 3. Dan svart belti. Willem leggur niður línurnar fyrir alla þjálfara deildarinnar, sér um afreksþjálfun í keppnisgrein KATA og er með nokkra iðkendur í landsliði Íslands. Hann hefur lokið 2. stigs þjálfararéttindum ÍSÍ og sækir reglulega skyndihjálparnámskeið.

Netfang: willem@cu2.is

Símanúmer: 661-0863

Snæbjörn Willemsson Verheul

Snæbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari síðan árið 2009 og tók svo við sem þjálfari árið 2011. Hann hefur stundað karate frá árinu 2004 og er enn að. Hann er með 3. dan svart belti og hefur unnið til margra verðlauna sem keppandi bæði hérlendis og erlendis. Hann varð m.a. Reykjavíkurmeistari í kumite árin 2004 og 2005. Snæbjörn hefur verið liðsstjóri fyrir keppendur Fjölnis á mótum og að auki starfað sem karatedómari. Hann hefur lokið 1. stigs þjálfararéttindum frá ÍSÍ og réttindum sem styrktarþjálfari frá ÍAK. Snæbjörn var handhafi silfurmerkis Fjölnis árið 2019.

Netfang: snaeji10@gmail.com

Símanúmer: 616-6493

Baldur Sverrisson

Baldur hefur starfað við deildina síðan 2016 og hefur hann stundað karate um langt skeið. Hann hefur keppt á ýmsum mótum, meðal annars Reykjavík International Games. Hann hefur lokið 1. stigi þjálfaranáms frá ÍSÍ og er á lokaári sínu í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís er aðstoðarþjálfari í karatedeild. Hún hefur æft karate í 7 ár og hefur svart belti. Hún er í landsliðinu í kata. Eydís hefur tekið þátt á fjölmörgum mótum og lenti m.a. í 1. sæti í hópkata á Smáþjóðaleikunum, 3. sæti á Norðurlandamóti í Caded kvenna og vann til silfurverðlauna í U16 og bronsverðlauna í U18 á Helsinki Open 2019. Eydís er karatekona Fjölnis 2020.

Guðbjörg Rún Gyðud. Vestmann

Gugga hefur starfað við deildina síðan í janúar 2017. Hún byrjaði sjálf að æfa karate hjá Fjölni haustið 2008 og hefur æft síðan þá. Árið 2016 fluttist hún til Nýja Sjálands þar sem hún dvaldi í eitt ár sem skiptinemi og æfði hún karate með nýsjálensku félagi og fór hún að þjálfa fyrir sama félag stuttu eftir komuna þangað. Árið 2017 fór hún til Ástralíu með Nýsjálenska félaginu þar sem hún tók þátt í æfingabúðum og heimsóttu önnur félög og lærðu kennsluaðferðir fyrir mismunandi aldurs- og þekkingarhópa. Gugga hefur einnig tekið þátt í mörgum æfingabúðum hér heima, m.a. hjá Steven Morris. Hún lenti í 2. sæti í kata á móti í Ástralíu 2017 og í 2. sæti í hópkata á sama móti. Einnig hefur hún unnið til verðlauna á mótum hér heima. Hún hefur lokið 1. stigi þjálfararéttinda frá ÍSÍ og er með dómararéttindi frá Karatesambandinu, hún hefur m.a. starfað sem dómari á Reykjavík International Games.

Hákon Bjarnason

Hákon hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá karatedeild Fjölnis frá árinu 2018 og hefur hann 1. dan svart belti. Hann leggur áherslu á að öllum líði vel á æfingum og nái árangri. Hákon hefur sjálfur æft karate í 10 ár og keppt á mörgum mótum bæði innanlands og utan með góðum árangri. Hákon stundar nám við Menntaskólann við Sund.

Pathipan Kristjánsson

Pathipan er aðalþjálfari í kumite og hefur starfað sem þjálfari við karatedeild Fjölnis síðan 2008. Hann er með 1. dan. Hann byrjaði að æfa taekwondo í Tælandi árin 2000-2002 og æfði svo karate í 9 ár. Hann hefur unnið til margra verðlauna á sínum ferli bæði hérlendis og erlendis, m.a. gull- og silfurverðlaun á Íslandsmeistaramótum fullorðinna, Tælandsmeistaramóti, Grand Prix mótum í kumite og kata, KobeOsaka.

Páll Haraldsson

Páll hefur starfað við deildina síðan 2016 og byrjaði þá sem aðstoðarþjálfari en hefur starfað sem aðalþjálfari síðan 2018. Hann hefur æft karate í 13 ár og hefur 2. dan svart belti. Hann hefur lokið 1. stigi þjálfaranáms frá ÍSÍ og útskrifaðist frá Borgarholtsskóla 2020. Páll var valinn karatekarl Fjölnis árið 2020.

Rán Ægisdóttir

Rán er aðstoðarþjálfari byrjendahópa og hefur starfað við deildina síðan í byrjun árs 2020. Hún hefur sjálf æft karate frá árinu 2007 og er hún með 1. dan. Hennar keppnisferill hefur verið í kumite og hefur hún unnið þar ein gullverðlaun, fjögur silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.

Sigríður Þórdís Pétursdóttir

Sigríður hefur starfað við deildina síðan 2014 og þjálfar nú unglinga og fullorðna í framhaldshóp. Hún leggur áherslu á styrktarþjálfun, tækni og fjölbreytileika í þjálfun. Sigríður æfði karate hjá Fjölni síðan árið 2006 og er með 2. dan svart belti. Hún hefur keppt á fjölmörgum mótum og unnið til verðlauna, m.a. var hún Íslandsmeistari í kata. Hún hefur lokið 1. og 2. stigi þjálfararéttinda frá ÍSÍ og stundar nú nám við Háskóla Íslands í sjúkraþjálfunarfræði.

Sunna Rut Guðlaugardóttir

Sunna hefur æft karate í 9 ár og er hún aðstoðarþjálfari í karatedeild. Hún er með svart belti, 1. dan. Sunna varð Íslandsmeistari í kumite 2016 og 2017 í sínum aldursflokki og varð í 1. sæti í hópkata á Smáþjóðaleikunum 2019 í sínum flokki.

Ylfa Sól Þorsteinsdóttir

Ylfa er aðstoðarþjálfari í karatedeild og hefur æft karate í rúm 8 ár og hefur 1. dan svart belti. Hún hefur keppt á mörgum mótum í karate og varð m.a. Íslandsmeistari í kata í sínum aldursflokki 2018, keppti á Smáþjóðaleikunum árið 2019 og lenti í 3. sæti. Hún var í Unglingalandsliði Íslands í kata.