Stundaskrá sunddeildar Fjölnis haust 2022

*Birt með fyrirvara um breytingar.

Hér fyrir neðan er tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamanns. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund

HópurAldur
Garpar18 ára og eldri
A - hópur Hákarlar10-15 ára
B - hópur Háhyrningar8-12 ára
C - hópur Höfrungar7-11 ára
D - hópur Sæljón7-9 ára
Selir6-8 ára
Skjaldbökur5-6 ára
Sæhestar4-5 ára
Síli með foreldrum2-3 ára

Ný sundnámskeið að hefjast og ný sundlaug tekin í notkun

Í vikunni hefjast ný sundnámskeið í Grafarvogs- og Dalslaug. Námskeiðin henta bæði byrjendum og lengra komnu sundfólki.

Hvað er í boði?

Síli (krílahópur) – Foreldrar með ofan í – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku er 1×40 mínútur (tvö námskeið yfir önnina). Viðmiðunaraldur er 2 ára og er fjöldi hópa 1 í hvorri laug.
 • Staður: Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal.

Krossfiskar (Byrjendahópur 1. stig) – Foreldrar með ofaní – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 1×40 mínútur (tvö námskeið á hvorri önn)
 • Viðmiðunaraldur: 3-4 ára, Fjöldi hópa: 2
 • Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug í Úlfarsárdal

Sæhestar (Sundskóli 2. stig) – Án foreldra – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 1×40 mínútur
 • Viðmiðunaraldur: 4-5 ára, Fjöldi hópa: 2
 • Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug Úlfarsárdal.

Skjaldbökur (Sundskóli 3. stig) – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 2×40 mínútur. Skráning er í önnum.
 • Viðmiðunaraldur: 5-6 ára, Fjöldi hópa: 2
 • Staður: Innilaug í Grafarvogi og Dalslaug í Úlfarsárdal.

Selir (Byrjenda Æfingahópur) – sjá hér

 • Fjöldi æfinga á viku: 2x40mínútur. Skráning er í önnum
 • Viðmiðunaraldur: 6-8ára, Fjöldi hópa: 2, Selir 1 byrjenda- og Selir 2 framhaldshópur
 • Staður: Innilaug í Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal. Selir 2 eru eingöngu í Grafarvogslaug og eru bæði í inni og útilaug í Grafarvogi.

Kolkrabbar 1 og 2 sjá hér

 • Fjöldi æfinga í viku : 1x 45 mínútur
  Nýr hópur sérsniðinn fyrir börn í 1.-4. bekk sem vilja bæta sundfærni sína.
  VIðmiðunaraldur: 1. -4. Bekkur
  Staður: Innilaug í Dalslaug

Garpar – sjá hér

 • Garpar eru fullorðins æfingar 1-2 x í viku þar sem árhersla er lögð á allar tegundir sunds. Einnig er hægt að skrá sig á skriðsundsnámskeið og eru þau auglýst sérstaklega.


Landsátak í sundi

Syndum – landsátak í sundi er hafið

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja. Þetta átak er framhald af Íþróttaviku Evrópu sem tókst einkar vel í ár. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Munum eftir því hvað sund er frábært!

Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá síðan sínar sundvegalengdir. Þeir sem eiga notendanafn í Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.

 

Sunddeild Fjölnis býður upp á opnar æfingar miðvikudaginn 3. nóvember kl. 19:30-20:30 og hvetjum við unga sem aldna til að taka fram græjurnar og mæta í laugina, okkar laug auðvitað í Grafarvogslaug í Dalhúsum. Þjálfari og reyndir iðkendur verða til leiðsagnar og ekki síður hvatningar.

Syndum saman hringinn í kringum Ísland. Þeir metrar sem þú syndir safnast saman og á forsíðu www.syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt.

Á heimasíðu Syndum www.syndum.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið auk ýmiss annars fróðleiks og upplýsingum um sundlaugar landsins.

Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga.


Sundnámskeið í júlí

Næsta námskeið hefst 12. júlí.

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug fyrir börn 4 – 10 ára. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Vekjum athygli á að: Börnum á aldrinum 7-10 ára er boðið að koma og taka þátt með þeim formerkjum að hægt er að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

Skráning fer fram í vefversluninni okkar og má smella á hana HÉR. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is.


Sundfólk Reykjavíkur 2020

Sundfólk Reykjavíkur 2020 útnefnt af Sundráði Reykjavíkur
Sundkona Reykjavíkur:
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Fjölni (Jacky Pellerin tók við verðlaunum fyrir hana)
Sundkarl Reykjavíkur:
Kristinn Þórarinsson, Fjölni
Sundkona Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
Sundkarl Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Kristján Helgi Jóhannsson, Fjölni

Landslið Sundsambandsins

Þessir tveir öðlingar, Ingvar Orri og Kristinn eru fulltrúar sunddeildarinnar í landsliðsverkefnum Sundsambandsins. Æfingadagur landsliða verður haldinn í Reykjanesbæ laugardaginn 16. janúar. Yfirþjálfarinn okkar mun fylgja þeim í verkefnið


Stundaskrá Sunddeildar Fjölnis

*Birt með fyrirvara um breytingar.

Hér er svo tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamans. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund

Hópur Aldur
Garpar 18 ára og eldri
A – hópur Hákarlar 10-15 ára
B – hópur Háhyrningar 8-12 ára
C – hópur Höfrungar 7-11 ára
D – hópur Sæljón 7-9 ára
Selir 6-8 ára
Skjaldbökur 5-6 ára
Sæhestar 4-5 ára
Síli með foreldrum 2-3 ára


Keppni í armbeygjum

Í dag tóku sundmenn úr afrekshópum deildarinnar áskorun yfirþjálfarans sem fólst í því að gera 3000 armbeygjur á innan við klukkutíma. Ellefu sundmenn tóku þátt og urðu armbeygjurnar 3275 í heildina. Bæði eldri og yngri sundmenn úr Afrekshópunum tóku þátt og má sjá hér fyrir neðan hvað hver og einn tók margar armbeygjur.
Áskorunin var í boðsundsformi þ.e. að hver sundmaður átti að taka 15 armbeygjur í einu og svo tók næsti sundmaður við og svo næsti og svo framvegis. Gríðarlegt skemmtilegt framtak hjá þessum flottu krökkum og þjálfaranum þeirra.