Fjölskyldutímar í tennis / Parent-child tennis classes

Enn er hægt að skrá sig í fjölskyldutíma í tennis sem eru fyrir foreldri og barn sem eru á dagskrá á sunnudögum kl. 17:30. Tíminn er hugsaður fyrri yngri börn á byrjendastigi. Örfá pláss í boði.

Þjálfari: Sindri
Verð: 22 þúsund fyrir parið

Frekari upplýsingar hjá Carolu yfirþjálfara tennisdeildarinnar: brazilian_2001@hotmail.com

////

There are still a few available slots in the new PARENT-CHILD group for parents with young children (at beginner level). The classes are given on Sundays in Tennishöllin.

Coach: Sindri
Price: 22.000 kr. per pair

More info: Carola at brazilian_2001@hotmail.com


Góður árangur á Íslandsmótinu utanhúss 2020

Tennisfólk Fjölnis stóð sig með miklum ágætum á nýafstöðnu Íslandsmóti utanhúss.

Hera Björk Brynjarsdóttir vann í tviliðaleik (með Birki Gunnarssyni) og tvennda (með Önnu Soffiu Grönholm) og var 2. sæti í einliðaleik.

Eva Diljá Arnþórsdóttir vann Georginu Aþenu Erlendsdóttur (báðarhjá  Fjölni) í einliðaleik U-18. Eva Diljá og Eygló Dís Ármannsdóttir voru í 2. sæti í tviliðaleik U-18.

Eva Diljá vann á móti Eygló í einliða U-16 og þá var Eygló í 2. sæti U-16 og Saule Zukauskaite í 3.sæti.

Þá varð Eygló Dís Ármannsdóttir Íslandsmeistari í U-14 og lenti Saulé  í 2.sæti.

Eygló og Saulé voru Íslandsmeistarar U-14 í tviliða. Saule Zukauskaite var svo Íslandsmeistari í U12. Í flokk stráka  U10 var Björn August Björnsson Schmitz í 2.sæti , á meðan Eyja Linares Autrey var í 2.sSæti í einliða U-10 stelpur.

Óskar Knudsen og Guðrún Þóra Magnusdóttir voru í 3. sæti í 30+ tvenndarleik. Reynir Eyvindsson hreppti 2. sæti í +50 einliða og 3. sæti í +30 tviliða. Loks varð Ólafur Helgi Jónsson  Íslandsmeistari í +50 einliða og var í 3. sæti í +40 einliða.

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn


Fjölnisfólk sigursælt á Reykjarvíkurmeistaramóti í tennis

Nú á dögunum var haldið Reykjarvíkurmeistaramót í tennis og tennisleikarar Fjölnis stóðu sig með prýði.

  • Eva Diljá Arnþórsdóttir varð Reykjarvíkurmeistari í meistaraflokk einliða sem og  U18 einliða, ásamt því að sigra í U16 tvíliðaleik ásamt Eygló Dís Ármannsdóttur
  • Eygló Dís Ármannsdóttir sigraði einnig í flokkum U14 og U16 í einliðaleik.
  • Saule Zukauskaite hafnaði í öðru sæti í meistaraflokk, þriðja sæti í U16 og 3-4. sæti í U14.
  • Björn August Björnsson Schmitz varð Reykjarvíkurmeistari í  flokki U10 í einliðaleik, og lenti í öðru sæti í flokki U12.
  • Sigríður Sigurðardóttir var Reykjarvíkurmeistari í flokk 30 ára og eldri.
  • Hrafn Hauksson lenti í 3. sæti í flokk 50 ára og eldri.

Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur!


Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson til liðs við tennisdeild Fjölnis

Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson hafa gengið til liðs við tennisdeild Fjölnis. Bæði eru þau efnilegir spilarar sem æfa með afrekshópi unglinga  hjá TSÍ

Eva Diljá er fædd árið 2004 og hefur náð mjög góðum árangri síðustu ár. Þar ber helst að nefna: Tenniskona Kópavogs 2019, þrefaldur Íslandsmeistari innanhúss 2019 í U16 tvíliða, U16 og U18 einliða, 3. sætí meistarflokk, Íslandsmeistari utanhúss 2019 í U16. Einnig byrjaði hún að æfa með kvennalandsliðinu nú á þessu ári.

Björn August Björnsson Schmitz er fæddur árið 2010. Hann lenti í 2. sæti á Stórmóti TSÍ 2019 í U10 og 2. sæti í U12 á Íslandsmóti utanhúss 2019.

Fjölnir fagnar þessum liðsauka og býður þau velkomin til félagsins.


Tennisnámskeið og æfingar Fjölnis og Þróttar á tennisvöllum Þróttar í Laugardal sumarið 2020

FJÖLNIR OG ÞRÓTTUR  halda tennisnámskeið og æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna í sumar. Allir velkomnir. Yfirþjálfari er: Carola Frank

Carola Frank er doktor í hreyfifræði (Movement Analysis and Motor Development) og með meistarapróf í sérkennslu í íþróttafræði. Hún keppti í Brasilíu þegar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskóla tennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ.

Þriðjudaga og miðvikudaga frá 1.-14. júní og mánudaga og miðvikudaga frá 15. júní – 14. ágúst.

Tuesday and Wednesdays from June 1st to 14th and Mondays and Wednesdays from June 15th to August 14th  

16:30 - 17:30 - Advanced young competition players

17:30 - 18:30 - Intermmediate and advanced players

 

Mánudaga og miðvikudaga frá 1. júlí til 10. ágúst.

Mondays and Wednesdays from July 1st to August 10th.

18:30 to 19:30 6-week Beginner adult course

 

The following costs apply for Summer practices:

 

1 x week - 1 month: 13.000 kr.

2 x week - 1 month: 24.000 kr.

 

1 x week - 2 months: 24.000 kr.

2 x week - 2 months: 32.000 kr

 

1 x week - 2,5 months (until August 14th): 32.000 kr

2 x week - 2,5 months (until August 14th): 40.000 kr

Beginner Adult Course: 26.000 kr

 

Þrek einkaþjálfun/conditioning personal training practice for competition players – scheduled twice a month on an individual basis with coach Alana Elín:

Fjölnir/þróttur players: 9,000 kr for entire Summer           Other club players: 12,000 for entire Summer

NO-SHOWS in personal training conditioning are charged the actual value of the session (i.e: 6000 kr). Cancellations must be done with a minimum of 24-hour advance notice.

 

Þjálfari metur hvaða hópur hentar hverjum og einum.
Einnig er hægt að fá tennis einkaþjálfun á öðrum tímum.

Skráning og fyrirspurnir: brazilian_2001@hotmail.com eða skrifstofa Fjölnis - skrifstofa@fjolnir.is – 578-2700

 

Þeir sem sækja námskeið fá 50% afslátt af árgjaldi tennisdeildar Þróttar, sem veitir aðgang að völlum Þróttar í Laugardalnum. Upplýsingar um tennisdeild Þróttar veitir Bragi Leifur Hauksson, bragihauksson@gmail.com, s. 864-2273.

Þess verður gætt að fylgja fyrirmælum íþróttahreyfingarinnar og sótttvarnarlæknis!


Góður árangur Eygló Dísar og Saule á síðustu tennismótum ársins

Tennisspilararnir  frá Fjölni Eygló Dís Ármannsdóttir og Saule Zukauskaite stóðu sig vel á stórmóti TSÍ sem haldið var í nóvember, og eins Jólabikarmóti Tennishallarinnar, haldið í desember.

Á stórmóti TSÍ lenti Eygló Dís í 1. sæti í einliðaleik U14, og Saule í 1. sæti í einliðaleik U12 og 2. sæti einliða U14.

Á jólabikarmótinu lenti Saule í 1. sæti einliða U12, 1. sæti tviliða U14 og 1. sæti einliða U-14. Eygló Dís lenti í 1. sæti í einliðaleik U16 og 2. sæti í einliðaleik U14.

Við óskum þessum flottu stúlkum innilega til hamingju með árangurinn!

 


Tennisæfingar á vorönn

Nú eru tennisæfingar á vorönn hafnar og verða eftirfarandi æfingar í boði:

Mánudagar:
16:30-18:30 – Afrekshópur barna
18:30 – Framhaldshópur fullorðinna

Fimmtudagar
16:30-18:30 – Afrekshópur barna
18:30 – Keppnishópur (blandaður hópur unglinga og fullorðinna)

Laugardagar
9:30 – Framhaldshópur fullorðinna

Sunnudagar
16:30 – Yngsti afrekshópur
17:30 – Keppnishópur (blandaður hópur unglinga og fullorðinna)
18:30 – Byrjendahópur fullorðinna

Þrekæfingar fyrir afreksspilara verða einnig í boði (verð 10 þús fyrir alla önnina).

Verðskrá (öll önnin):
1x í viku 30.000
2x í viku 51.400
3x í viku 65.000
4x í viku 68.000

Vinsamlegast hafið samband við Carolu ef spurningar vakna: brazilian_2001@hotmail.com


Tennisæfingar fyrir byrjendur

Nú eru æfingar vetrarins að hefjast og á sunnudögum verða í boði æfingar fyrir byrjendur í tennis: kl. 16:30 fyrir börn og kl. 18:30 fyrir fullorðna. Æfingarnar verða haldnar í Tennishöllinni í Kópavogi og verður fyrsta æfingin 1. september. Verð fyrir önnina er 29.400 kr.

Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt. Skráning og frekari upplýsingar  hjá Carolu: brazilian_2001@hotmail.com.

 

 


Fjölnisfólk á ITF Icelandic Senior Championships

ITF (International Tennis Federation) Icelandic Senior Championships var haldið nú á dögunum en þetta er þriðja árið sem mótið er haldið hérlendis. Um er að ræða mót sem gefur stig á alþjóðlegum stigalista ITF og er eingöngu fyrir leikmenn 35 ára og eldri. Fjölniskonurnar Carola Frank og Sigríður Sigurðardóttir sigruðu í tvíliðaleik eftir úrslitaleik við Ingu Lind Karlsdóttur og Ólöfu Loftsdóttur sem fór 7-6(5) og 6-4. Í úrslitaleik í einliðaleik karla keppti Milan Kosicky á móti Teiti Ólafi Marshall. Fjölnismaðurinn Teitur sigraði 6-3, 6-4 og hreppti þar með sinn þriðja ITF titil.


Góður árangur á Íslandsmótinu utanhúss

Íslandsmót utanhúss í tennis 2019 var haldið í júní. Fulltrúar Fjölnis á mótinu stóðu sig vel:
Hera Björk Brynjarsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliða í meistaraflokki og hafnaði í 2. sæti í einliðaleik.
Eygló Dís Ármannsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U-14, 2. sæti í U-16 í einliðaleik og 2. sæti í B keppni meistaraflokks.
Paul Martin Cheron lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik og 2. sæti í U-14 í einliðaleik.
Helgi Espel Lopez lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik.
Saule Zukauskaite lenti 3. sæti í U-14 einliðaleik.
Daniel Pozo lenti í 3. sæti í U-12 einliðaleik.
Carola Frank og Óskar Knudsen urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik í flokki 30 +.

Við óskum þessu flotta Fjölnisfólki til hamingju með árangurinn.