Myndir frá Fjölnishlaupi Olís
Myndir frá Fjönishlaupi Olís 2020 sem fór fram miðvikudaginn 17. júní í dásamlegu veðri.
Við viljum þakka bakhjörlum hlaupsins fyrir frábært samstarf.
Smellið HÉR til að skoða myndir frá hlaupinu.
Ljósmyndari: Baldvin Berndsen
#FélagiðOkkar
Fjölnisfólk sigursælt á Reykjarvíkurmeistaramóti í tennis
Nú á dögunum var haldið Reykjarvíkurmeistaramót í tennis og tennisleikarar Fjölnis stóðu sig með prýði.
- Eva Diljá Arnþórsdóttir varð Reykjarvíkurmeistari í meistaraflokk einliða sem og U18 einliða, ásamt því að sigra í U16 tvíliðaleik ásamt Eygló Dís Ármannsdóttur
- Eygló Dís Ármannsdóttir sigraði einnig í flokkum U14 og U16 í einliðaleik.
- Saule Zukauskaite hafnaði í öðru sæti í meistaraflokk, þriðja sæti í U16 og 3-4. sæti í U14.
- Björn August Björnsson Schmitz varð Reykjarvíkurmeistari í flokki U10 í einliðaleik, og lenti í öðru sæti í flokki U12.
- Sigríður Sigurðardóttir var Reykjarvíkurmeistari í flokk 30 ára og eldri.
- Hrafn Hauksson lenti í 3. sæti í flokk 50 ára og eldri.
Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur!
Fyrsti heimaleikur sumarsins: Fjölnir - Stjarnan
Pepsi Max deild karla
2. umferð
Fjölnir – Stjarnan
Sunnudaginn 21. júní kl. 16:45 á Extra vellinum
Eins og flestum Fjölnismönnum er kunnugt hófst tímabilið með 1-1 jafntefli gegn Víkingi. Af þeim fjórtán leikmönnum Fjölnis sem komu við sögu í leiknum voru fimm að þreyta frumraun sína í efstu deild, þeir Atli Gunnar Guðmundsson, Valdimar Ingi Jónsson og Orri Þórhallsson voru allir í byrjunarliðinu. Inn af varamannabekknum í sínum fyrstu leikjum í efstu deild komu Lúkas Logi Heimisson og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson. Leikurinn var einnig frumraun Lúkasar í meistaraflokki. Þá lék Grétar Snær Gunnarsson sinn fyrsta leik í gulu treyjunni.
Á milli leikja hefur einn leikmaður bæst við í hóp Fjölnis. Í vikunni gengu Fjölnir og Víkingur R. frá samkomulagi um félagaskipti Örvars Eggertssonar sem skrifaði undir samning við Fjölni sem gildir út tímabilið 2021. Örvar er 21 árs kanntmaður sem leikið hefur 44 leiki fyrir Víking og skorað í þeim fjögur mörk. Örvar á það sameiginlegt með Valdimar Inga Jónssyni og Arnóri Breka Ásþórssyni að hafa þótt gríðarlega efnilegur í frjálsum íþróttum.
Andstæðingurinn
Stjarnan hóf tímabilið með því að leggja Fylki 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Stjarnan hefur á að skipa reyndu liði sem litlum breytingum hefur tekið á síðustu árum. Rúnar Páll Sigmundsson er á sínu sjöunda tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. Í vetur bættist Ólafur Jóhannesson inn í þjálfarateymið og eru þeir Rúnar báðir aðalþjálfarar. Stjarnan endaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð. Fjölnir og Stjarnan mættust í Lengjubikarnum í febrúar. Heilt yfir var var jafnræði með liðunum í þeim leik en voru Fjölnismenn rækilega minntir á gæði Hilmars Árna Halldórssonar sem óumdeilanlega hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins síðustu ár. Hilmar Árni gerði bæði mörk þeirra bláklæddu gegn engu marki Fjölnismanna.
Hvað segir sagan?
Fjölnir og Stjarnan hafa nítján sinnum mæst í deildar- og bikarkeppni. Liðin hafa unnið sitt hvora sjö leikina og fimm leikir endað með jafntefli. Fjölnir hefur átt undir högg að sækja gegn Stjörnunni á síðustu árum. Fjölnir hefur ekki borið sigurorð á Stjörnnunni síðan Mark Charles Magee lék á alls oddi í 1-3 sigri Fjölnismanna fyrir fimm árum síðan. Með Ásmund Arnarsson í brúnni hefur Fjölnismönnum gengið vel gegn Stjörnunni; fjórir sigrar, þrjú jafntefli og ekkert tap.
Einn eftirminnilegasti leikur liðanna var í bikarkeppninni árið 2007. Torsóttasti sigur Fjölnis á leið sinni í bikarúrslit það ár var 2-3 sigur á Stjörnunni í 16-liða úrslitum keppninnar. Stjarnan komst í 2-0 með mörkum frá Guðjóni Baldvinssyni. Pétur Markan minnkaði muninn fyrir Fjölni áður en Ómar Hákonarson jafnaði undir lok venjulegs leiktíma. Ómar sem hafði farið úr axlarlið í leiknum innsigldi svo 2-3 sigur Fjölnis í framlengingu. Auk Guðjóns Baldvinssonar spiluðu tveir aðrir núverandi leikmenn Stjörnunnar umræddan leik, þeir Halldór Orri Björnsson og Daníel Laxdal. Leikurinn er einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann er einn af fáum leikjum þar sem núverandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, Gunnar Már Guðmundsson, kom inná sem varamaður. Ásmundur Arnarsson stýrði Fjölni á þessum tíma.
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
27 – Dagur Ingi Axelsson
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
33 – Eysteinn Þorri Björgvinsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson
Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.
Sjáumst á vellinum. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Sjá einnig:
Fyrri viðureiginir liðanna
Fjölnir á Facebook og Twitter
Fjölnir – Stjarnan á Facebook
Vorhátíð handknattleiksdeildar
Það voru hressir iðkendur sem mættu á Vorhátíð Fjölnis og Fjölnirs/Fylkis til að fagna lokum handboltatímabilsins í Dalhúsum 3. júní sl. Vorhátíðin er árlegur viðburður sem handhnattleiksdeildin stendur fyrir og var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana.
Iðkendum var skipt upp í þrjá hópa og komu yngstu iðkendurnir fyrstir. Veðrið leik við okkur þennan daginn og hægt var að njóta útverunnar í skemmtilegum leikjum. Flestir spreyttu sig á hraðskotamælingu og skemmtu sér vel í hoppukastalanum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og með því og því engin átt að fara svangur heim.
Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjöl og einnig voru veittar einstaklings viðkenningar m.a. fyrir góðar framfarir, ástundun og fyrir að skara fram úr á öðrum sviðum. Þeir iðkendur sem voru valdir í afrekshópa á vegum HSÍ og í landsliðshópa á tímabilinu voru heiðraðir með rós fyrir góða frammistöðu.
Handknattleiksdeild Fjölnis óskar iðkendum og forráðamönnum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá alla aftur í ágúst.
Upphitunarpistill - Víkingur R. - Fjölnir
Pepsi Max deild karla
1. umferð
Víkingur R. – Fjölnir
Mánudaginn 15. júní kl. 18:00 á Víkingsvelli
Biðin eftir endurkomu Fjölnis í efstu deild karla tekur loks enda mánudaginn 15. júní kl. 18:00 þegar við Fjölnismenn bregðum okkur í Fossvoginn og etjum kappi við Víking. Fjölnir og Víkingur komu saman upp úr B-deild sumarið 2013 og hefur Fossvogsliðið haldið sér í efstu deild æ síðan.
Á síðustu leiktið endaði Víkingur í 7. sæti og varð auk þess bikarmeistari. Bæði Fjölnir og Víkingur hafa efnilega leikmenn innan sinna raða sem reikna má með að spili stórt hlutverk í sumar. Þekktustu leikmenn Víkings eru þó án nokkurs vafa reynsluboltarnir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason. Þjálfari Víkings er Arnar Gunnlaugsson.
Eftir að hafa leikið í B-deild frá 2010 til 2013 átti Fjölnir endurkomu í deild þeirra bestu sumarið 2014. Fyrsti leikur Fjönis í endurkomunni það sumar var einnig gegn Víkingi. Leikið var á Fjölnisvelli og enduðu leikar með 3-0 sigri Fjölnis.
Fjölnir hefir haft nokkuð gott tak á Víkingi í efstu deild. Í tíu viðureignum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir unnið sex leiki og Víkingur þrjá. Jafntefli var niðurstaðan í síðasta leik liðanna í efstu deild.
Leikir þessara liða í efstu deild hafa jafnan verið besta skemmtun. Í átta viðureignum af tíu hafa veirð skoruð þrjú mörk eða fleiri. Hvorugu liðinu hefur tekist að halda hreinu í viðureignum liðanna síðustu fimm ár. Í viðureginum félaganna í efstu deild hafa Fjölnismenn skorað 19 mörk gegn 14 mörkum Víkings.
Í ljósi sögunnar er tilefni til bjarsýni. Af síðstu 7 leikjum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir fagnað sigri fimm sinnum. Sagan vinnur hins vegar ekki leiki en vonandi tekst okkur Fjölnismönnum að viðhalda góðu taki sem við höfum haft á Víkingum.
Aðrir fróðleiksmolar
- Ásmundur Arnarsson stýrir Fjölni í efstu deild í fyrsta sinn í ellefu ár.
- Hans Viktor Guðmundsson mun leiða Fjölnisliðið til leiks sem nýr fyrirliði liðsins.
- Meðal leikmanna sem leikið hafa bæði fyrir Fjölni og Víking eru Þórður Ingason, Davíð Þór Rúnarsson og Pétur Georg Markan.
- Í fyrsta sinn er enginn leikmaður í meistaraflokkshóp hjá Fjölni eldri en félagið. Elsti leikmaður liðsins er Guðmundur Karl Guðmundsson, fæddur árið 1991.
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
2 – Eysteinn Þorri Björgvinsson
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
21 – Grétar Snær Gunnarsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
27 – Dagur Ingi Axelsson
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér. Sjáumst á vellinum í sumar. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Æfingatafla fyrir uppbótartímabil - Fimleikadeild
Hér má sjá breytta æfingatíma í uppbótartímabili 8.-20.júní fyrir grunn- og æfingahópa hjá Fimleikadeild Fjölnis
Grunnhópar
Grunnhópar
Iðkendur mæta áþeim dögum sem þau eru vön að mæta
æfingar .
9.júní þriðjudagur 17:30-18:30
11.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 17:30-18:30
18.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
Framhaldshópar
8.júní mánudagur 16:30-17:30
10.júní miðvikudagur 16:30-17:30
15.júní mánudagur 16:30-17:30
20.júní laugardagur 9:30-10:30
Undirbúningshópar
9.júní þriðjudagur 16.30-17.30
11.júní fimmtudagur 16.30-17.30
16.júní þriðjudagur 16.30-17.30
18.júní fimmtudagur 16.30-17.30
Æfingahópar
Byrjendahópur
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
AH 2 og AÁ 2
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
A 20 og A 21
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 11:30-12:30
AÁ 1 / AH 1
8.júní mánudagur 14:00-15:30
10.júní miðvikudagur 14:00-15:30
11.júní fimmtudagur 17:30-19:00
15.júní mánudagur 14:00-15:30
18.júní fimmtudagur 17:30-19:00
P3 og P4
9.júní þriðjudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 16:30-17:30
16.júní þriðjudagur 18:30-19:30
19.júní föstudagur 16:30-17:30
P1 og P2
9.júní þriðjudagur 19:30-20:30
11.júní fimmtudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 19:30-20:30
18.júní fimmtudagur 19:30-20:30
19.júní föstudagur 17:30-18:30
Skákheimsókn í Kelduskóla KORPU

Fjölnishlaup Olís 2020
ATH! Skráningafrestur er til miðnættis þriðjudaginn 16. júní. Þetta á við um allar vegalengdir.
Skráning á netskraning.is.
Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson til liðs við tennisdeild Fjölnis
Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson hafa gengið til liðs við tennisdeild Fjölnis. Bæði eru þau efnilegir spilarar sem æfa með afrekshópi unglinga hjá TSÍ
Eva Diljá er fædd árið 2004 og hefur náð mjög góðum árangri síðustu ár. Þar ber helst að nefna: Tenniskona Kópavogs 2019, þrefaldur Íslandsmeistari innanhúss 2019 í U16 tvíliða, U16 og U18 einliða, 3. sætí meistarflokk, Íslandsmeistari utanhúss 2019 í U16. Einnig byrjaði hún að æfa með kvennalandsliðinu nú á þessu ári.
Björn August Björnsson Schmitz er fæddur árið 2010. Hann lenti í 2. sæti á Stórmóti TSÍ 2019 í U10 og 2. sæti í U12 á Íslandsmóti utanhúss 2019.
Fjölnir fagnar þessum liðsauka og býður þau velkomin til félagsins.
Dusan Ivkovic tekur við meistaraflokki kvenna
Dusan Ivkovic tekur við meistaraflokki kvenna.
Það er knattspyrnudeildinni sönn ánægja að tilkynna Dusan Ivkovic sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks kvenna en hann tekur við af Helenu Ólafsdóttur sem lét af störfum nýverið.
Dusan er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til innan félagsins og innviða þess en hann þjálfaði síðast árið 2018 hjá Fjölni. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu og býr yfir alþjóðlegri þjálfarareynslu en áður en kom að Covid þá var hann m.a. þjálfari í knattspyrnuakademíu í Peking í Kína.
Axel Örn Sæmundsson og Arnór Ásgeirsson verða vitanlega áfram í teyminu og munu sinna sínum hlutverkum áfram af festu sem aðstoðarþjálfari og styrkarþjálfari liðsins.
Knattspyrnudeildin fagnar þessari ráðningu og hlakkar til samstarfsins og getur jafnframt ekki beðið eftir því að keppnistímabilið hefjist.
#FélagiðOkkar