Þrjú ungmenni frá Fjölni í úrvalshóp FRÍ

FRÍ hefur birt nýjan úrvalshóp ungmenna og að þessu sinni eru þrír Fjölnisiðkendur í hópnum. FRÍ skilgreinir ákveðin lágmörk sem þarf að ná til að komast í hópinn. Þau sem eru í hópnum eru:

 

Kjartan Óli Ágústsson 18 ára fyrir góðan árangur í 800 m hlaupi.

Sara Gunnlaugsdóttir 15 ára fyrir góðan árangur í 400 m hlaupi.

Katrín Tinna Pétursdóttir 17 ára fyrir góðan árangur í hástökki og langstökki.

 

Greinilega efnilegt íþróttafólk þarna á ferðinni en fleiri hafa tækifæri fram á vorið til að ná lágmörkunum og komast inn í hópinn.

Listinn í heild sinni er hér.

Lágmörkin má finna hér.


Stórmót ÍR 2020

Stórmót ÍR var haldið helgina 18. til 19. janúar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Að þessu sinni átti Fjölnir 22 keppendur á mótinu á aldrinum 13 til 25 ára. Stóðu þeir sig mjög vel og komu alls 14 medalíur í hús; 5 gull, 4 silfur og 5 brons. Þeir sem komust á verðlaunapall voru:

Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,73 sem er persónuleg bæting hjá honum og einnig sigraði hann í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:19,74.

Katrín Tinna Pétursdóttir vann silfur í hástökki stúlkna 16-17 ára með stökk yfir 1,71 m sem er persónuleg bæting hjá henni og einnig vann hún silfur í langstökki með stökk uppá 5,10 m. Hún vann svo brons í 60 m hlaupi á tímanum 8,47 sek.

Sara Gunnlaugsdóttir sigraði í 400 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 62,89 sek og hún vann brons í 200 m hlaupi á tímanum 28,14 sek.

Guðný Lára Bjarnadóttir vann silfur í 400 m hlaupi stúlkna 16-17 ára á tímanum 64,95 og brons í 200 m hlaupi á tímanum 29,17 sek sem er persónuleg bæting hjá henni.

Bjarni Anton Theódórsson sigraði í 400m hlaupi karla á tímanum 51,51 sek.

Sólon Blumenstein sigraði í 800 m hlaupi 14 ára pilta á tímanum 2:30,47.

Birkir Einar Gunnlaugsson vann silfur í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:21,83.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir vann brons í hástökki kvenna með stökk yfir 1,56 m.

Pétur Óli Ágústson vann brons í 60 m hlaupi 13 ára pilta á tímanum 8,76 sek.

Þetta er mjög góður árangur og þess má geta að aðrir keppendur voru margir að bæta sinn persónulega árangur.

 

Öll úrslit mótsins eru hér.

Vídeó o.fl. frá mótinu eru á facebook síðu frjálsíþróttadeildar ÍR.


Örugg og einföld viðskipti í vefsölu Fjölnis

Fjölnir Pei er ný greiðslulausn sem veitir þér 14 daga greiðslufrest og færi á að dreifa greiðslunum í allt að 48 mánuði.

Öruggari leið til að versla á netinu.

Sæktu appið hér og fáðu frekari upplýsingar https://pei.is/#.


Tennisæfingar á vorönn

Nú eru tennisæfingar á vorönn hafnar og verða eftirfarandi æfingar í boði:

Mánudagar:
16:30-18:30 – Afrekshópur barna
18:30 – Framhaldshópur fullorðinna

Fimmtudagar
16:30-18:30 – Afrekshópur barna
18:30 – Keppnishópur (blandaður hópur unglinga og fullorðinna)

Laugardagar
9:30 – Framhaldshópur fullorðinna

Sunnudagar
16:30 – Yngsti afrekshópur
17:30 – Keppnishópur (blandaður hópur unglinga og fullorðinna)
18:30 – Byrjendahópur fullorðinna

Þrekæfingar fyrir afreksspilara verða einnig í boði (verð 10 þús fyrir alla önnina).

Verðskrá (öll önnin):
1x í viku 30.000
2x í viku 51.400
3x í viku 65.000
4x í viku 68.000

Vinsamlegast hafið samband við Carolu ef spurningar vakna: brazilian_2001@hotmail.com


Þorrablótið og helstu upplýsingar

Nú styttist heldur betur í þorrablót Grafarvogs sem haldið er í Fjölnishöll laugardaginn 25.janúar.

Við viljum tryggja að allar helstu upplýsingar liggi fyrir með góðum fyrirvara og hvetjum ykkur til að deila þessu með vinum og vandamönnum sem sitja á sama borði og þið.

–> Veislustjóri verður brekkusöngsmeistarinn INGÓ.

kl. 18:30 – Húsið opnar

kl. 19:15 – Margrét Eir mætir á svæðið og spilar létt lög

kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti – MÆTA TÍMANLEGA – VINAHÓPARNIR Í MYNDATÖKU FYRIR MAT

kl. 20:01 Intró

kl. 20:05 Þorrablótsnefnd opnar partíið

kl. 20:40 – Borðhald hefst

Kl. 21:30 Keyrum dagskránna í gang

kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti, geggjaðir söngvarar og leynigestur trylla mannskapinn með sínum bestu slögurum)

kl. 02:00 – Blóti lýkur

Við minnum á BOND þemað okkar. 


Æfingar falla niður í Fjölnishöll

Allar æfingar falla niður í Fjölnishöll vegna þorrablótsins, föstudaginn 24.janúar og laugardaginn 25.janúar.

Æfingar geta hafist að nýju eftir hádegi sunnudaginn 26.janúar


Frítt að æfa handbolta í janúar

HSÍ í samstarfi við aðildafélögin á landinu, þar með talið Fjölni, býður öllum nýjum krökkum að æfa frítt í janúar. Við hvetjum alla krakkar til að koma og prófa æfingar í handboltanum í Fjölni. Þjálfarar deildarinnar munu taka vel á móti þeim !


Frábært Skólamót Fjölnis í handbolta

Skólamót Fjölnis í handbolta fór fram í gær og segja má að það hafi slegið í gegn. Tæplega 300 krakkar úr öllum skólum Grafarvogs komu, skemmtu sér og spiluðu í Fjölnishöllinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Skólamót Fjölnis fer fram í softball-formi þar sem skemmtanagildið er haft í hávegum. Það er klárt mál að um árlegan viðburð verður að ræða héðan af.

Handknattleiksdeild Fjölnis langar að þakka þessum frábæru krökkum sem komu og voru sér og sínum til mikillar sóma. Enn fremur langar Fjölni að þakka þessum drífandi íþróttakennurum í skólunum sem mættu með liðin úr skólunum.

Búningaverðlaun voru afhend í mótslok og voru þau lið leyst út með Huppuís. Sigurvegari Skólamóts Fjölnis 2020 var síðan Vættaskóli.

Öllum krökkum er boðið að prófa handboltann í Fjölni sér að kostnaðarlausu næstu daga og vonum við að sem flestir nýti sér það !

Áfram Fjölnir og áfram handbolti !

#FélagiðOkkar


Æfingar fyrir alla í frjálsum

Æfingar á vorönn í frjálsum íþróttum eru byrjaðar. Gaman er að segja frá því að flott, ný aðstaða hefur verið tekin í notkun í Egilshöll þar sem frjálsar íþróttir eru í forgangi. Frjálsíþróttadeildin er með æfingar fyrir allan aldur. Æfingatímar á vorönn eru þessir:

6-10 ára – 1.-4. bekkur:

Þriðjudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15

Fimmtudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11

11-14 ára – 5.-8. bekkur:

Mánudagar í Egilshöll kl 15:30-16:30

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30

Föstudagar í Egilshöll kl 15:30-16:30

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-11:30

15 ára og eldri:

Mánudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Föstudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00

Laugardagar í Laugardalshöll kl 11:00-13:00

Fullorðnir:

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20:00

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20:00

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-12:00

Hlaupahópur:

Mánudagar við Foldaskóla kl 17:30-19:00

Miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19:00

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:15-19:00

Laugardagar – breytilegur tími og staðsetning

 

Allar upplýsingar um æfingatíma er að finna hér.

Allar upplýsingar um þjálfara er að finna hér.

Allar upplýsingar um æfingagjöld er að finna hér.


Fríir prufutímar í karate

Vertu velkomin til okkar í næstu viku til að prófa nýja og spennandi íþrótt.