Hlutverk stjórnarmanna


Helstu verkefni

 • Vinna að hagsmunum deildarinnar með hagsmuni félagsins alls að leiðarljósi.
 • Styðja við innheimtu æfingagjalda og skráningu iðkenda.
 • Vinna við viðburði, mót og leiki hjá deildinni.
 • Skipuleggja og halda utan um fjáraflanir.
 • Tala fyrir og mæta á viðburði, mót og leiki hjá félaginu.
 • Koma upplýsingum á framfæri á heimasíðu félagsins og öðrum samfélagsmiðlum.
 • Halda fundargerðir
 • Vinna að framgangi og uppbyggingu deildarinnar sem og félaginu.
 • Hafa ánægju og gleði að leiðarljósi við starfið.

Fyrirmyndarhegðun stjórnarmanna

 • Stattu vörð um grunngildi íþróttahreyfingarinnar.
 • Stuðlaðu að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í íþróttum.
 • Stuðlaðu að því að sameiginlegum markmiðum íþrótta verði náð
 • Stuðlaðu að því að formlegum og siðferðislegum reglum og venjum sé fylgt.
 • Virtu lýðræðisreglur og gagnsæi við ákvarðanatöku og stjórnaðu samkvæmt
  reglum um ábyrga fjármálastjórn.
 • Vertu til fyrirmyndar í framkomu.
 • Leystu ágreining og árekstra á sanngjarnan hátt og til samræmis við reglur og venjur hreyfingarinnar.
 • Misnotaðu aldrei aðstöðu þína til að koma eigin hagsmunum á framfæri ákostnað íþróttahreyfingarinnar.