Um deildina


Iðkendur íshokkídeildarinnar eru yfir 100 talsin. Íshokkídeildin býður upp á þjálfun fyrir börn frá 2 ára aldri.

Íshokkídeildin heldur ýmis mót yfir veturinn og má þar nefna íslandsmót 4.flokks, barnamót 5.,6.,7. og krílahóps ásamt einstaka leikjum í íslansmóti eldri flokka. Eins hefur myndast hefð fyrir því að halda erlend heldri iðkenda mót (old-boys/girls) þar sem fjöldi erlendra liða með meðalaldurinn yfir 40 koma til landsins til að keppa í íshokkí. Eins leitast deildin við að halda erlend barnamót þar sem 3.flokkur og jafnvel 4.flokkur fær að spreyta sig gegn erlendum liðum.