Foreldrafundir og ráð


Foreldraráð

Ákjósanlegast er að hver flokkur hafi starfandi foreldraráð. Foreldraráð hvers flokks er hugsað sem stuðningur  við þjálfara til að efla liðsheild flokksins t.d. með því að standa fyrir skemmtunum flokksins fyrir utan æfingar eða kalla til fyrirlesara eða eitthvað annað sem ráðinu dettur í hug. Foreldraráðinu er ekki upplagt að koma að þjálfun eða skipun liða á mótum eða almennt að mótahaldi nema þá að aðstoða þjálfara við að skipuleggja ferðalag til og frá keppnisstöðum ef farið er út á land, sé þess óskað.

Foreldraráð er sjálfboðastarf. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fjölnis er einnig eingöngu skipuð sjálfboðaliðum. Enginn starfsmaður er launum hjá deildinni en starfsmenn á skrifstofu Fjölnis liðsinna sjálfboðaliðum deilda.

Foreldrafundir

Þjálfarar eru hvattir til að halda einn foreldrafund í byrjun haustannar þar sem farið er yfir þjálfun og mótin framundan auk þess sem foreldraráð eru skipuð. Þjálfari kallar til fundanna á Facebook síðu flokksins.