Þrjár frá Fjölni í landsliðshóp fyrir EM 2021 í hópfimleikum.
Hópfimleikastúlkurnar Kristín Sara Stefánsdóttir, Sunna Lind Bjarkadóttir og Guðrún Hrönn Sigurðardóttir voru allar valdar í landsliðshópa fyrir Evrópumótið í Danmörku 2021. Mótið mun fara fram 14. – 17 apríl í Kaupmannahöfn.
Kristín Sara var valin í blandað lið fullorðinna, Sunna Lind í stúlknalið og Guðrún Hrönn í blandað lið unglinga.

Einnig erum við stolt af því að Katrín Pétursdóttir okkar er þjálfari blandaðs liðs fullorðina.

Við óskum þessum flottu fulltrúum okkar innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessari vegferð.
Verkefninu var formlega hrint af stað með fyrstu æfingarviku liðanna sem hófst í gær.

Hér má sjá landsliðshópana í heild sinni ásamt þjálfurum liðanna