Okkar helstu samstarfsaðilar eru

Vilt þú styðja við félagið?

Auglýsingaskjáir

Við erum með þrjá risaskjái í okkar æfingaaðstöðunni okkar, í Dalhúsum, Fjölnishöll og á skautasvellinu í Egilshöll. Þar að auki erum við með auglýsingaskjái í anddyri Grafarvogslaugar og Egilshallar. Hægt er að kaupa auglýsingar á skjáina og styðja þannig við félagið. Hafið samband við skrifstofa@fjolnir.is til að fá nánari upplýsingar

Frádráttarbærir styrkir til íþróttafélaga

Með lögum sem samþykkt voru þann 1. nóvember 2021 geta einstaklingar og fyrirtæki nú fengið endurgreiðslu frá skatti ef þau styrkja íþróttafélög.

Einstaklingar geta fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattstofni) með því að styrkja Fjölni um allt að 350.000 kr. en að lágmarki 10.000 kr.
Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 30.000 kr. styrk til Fjölnis fær skattafslátt að fjárhæð 9.435 kr. og greiðir þannig í raun 20.575 kr. fyrir 30.000 kr. styrk til félagsins.

Fyrirtæki geta líka fengið skattafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Fjölni um 500.000 kr. getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk til Fjölnis.

Svona gengur ferlið fyrir sig:
• Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki 10.000 kr. og sendir kvittun á skrifstofa@fjolnir.is.
• Fjölnir sendir kvittun til baka á greiðanda þar sem fram kemur nafn og kennitala greiðanda ásamt upphæð styrks.
• Fjölnir sendir upplýsingar um styrki til skattsins, sem kemur skattafslættinum til skila til þín.

Til þess að geta nýtt heimildina þarf greiðsla að hafa borist fyrir 30. desember ár hvert.

Reikningsupplýsingar:
0114-26-155
kt 631288-7589
Kvittun sendist á skrifstofa@fjolnir.is

Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum kærlegar þakkir til allra þeirra sem veitt okkur ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.