Meistaraflokkur kvenna


Meistaraflokkur kvenna


Meistaraflokkur kvenna

Mánudagar kl. 19:30-20:45 / Dalhús

Þriðjudagar kl. 19:00-20:30 / Fjölnishöll

Fimmtudagar kl. 17:00-18:30 / Dalhús

Föstudagar kl. 19:00-20:30 / Fjölnishöll

Sunnudagar kl. 11:30-13:00 / Fjölnishöll

  • Halldór Karl Þórsson

Nánari upplýsingar um þjálfara má finna hér.

Æfingagjöld körfuboltadeildar má finna hér.

HÉR má finna tölfræði liðsins í 1. deildinni í vetur.

 

Stelpurnar rétt misstu af sæti í Dominos deildinni sl. vor þegar liðið tapaði á móti reynslumiklu liði Grindavíkur. “Væntingarnar verða að leggja sig fram og spila sem lið í allan vetur”, segir Halldór Karl þjálfari liðsins, og nefnir jafnframt að hópurinn þurfi að spila að krafti og vilja í öllum leikjum.

Liðið býr að sterkum grunni frá síðasta vetri. Þar má helst nefna Fanney Ragnarsdóttur og Huldu Ósk Bergsteinsdóttur. Hulda Ósk er sterkur leikmaður sem spilar undir körfunni. Hún kom til liðsins um áramótin, og styrkti liðið um leið þó um munar. Hún meiddist hinsvegar í úrslitaseríunni í vor og munaði um minna. Hulda er fædd árið 2000 og á margra leiki með yngri landsliðum undir beltinu. Hún var með 9.4 stig og 6.4 fráköst að meðaltali í 12 leikjum sl. vetur. Fanney er Fjölnisfólki kunnug, enda uppalin og eins sú allra sneggsta í deildinni. Fanney er 22 ára og spilar sem bakvörður eða lítill framherji. Hún var með 10.1 stig að meðaltali í vetur og skoraði mest 30 stig á móti Njarðvík í nóvember 2018.

Fyrir tímabilið skrifuðu þær Andrea Björt Ólafsdóttir og Elfa Falsdóttir undir samning við félagið. Andrea Björt er kraftframherji sem kemur frá Snæfell þar sem hún var í lykilhlutverki og var hluti af liðinu þegar þær urðu Íslandsmeistarar 2016. Hún er körfuboltadeildinni kunnug þar sem hún þjálfaði minnibolta kvenna sl. vetur við góðan orðstýr og heldur þjálfun áfram í vetur.
Elfa er varnarsinnaður leikstjórnandi sem kemur frá Val eftir að hafa farið í gegnum yngri flokka Keflavíkur. Síðasta vetur var Elfa au-pair hjá Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari NBA liðsins Dallas Mavericks.

Einnig verður gaman að sjá hvernig Fanndís María Sverrisdóttir stígur upp í vetur en hún var erlendis í allt sumar með u18 ára landsliðinu og kemur fersk inn í tímabilið eftir bæði Norðurlanda- og Evrópumót. Fanndís átti virkilega góðar innkomur síðasta tímabil og var með að meðaltali 6.9 stig og 4.3 fráköst, en skoraði mest 28 stig og reif niður 12 fráköst á móti Tindastól í desember 2018. 

Þá munu þær Magdalena Gísladóttir og Stefanía Ósk Ólafsdóttir spila með liðinu á venslasamning frá Haukum. Magdalena fékk ung mikilvæg hlutverk í ungu úrvalsdeilarliði Hauka síðastliðin tímabil, svo þessi 21 árs gamli leikmaður kemur með reynslu í leikina til okkar. Stefanía er aðeins 18 ára en spilaði með Fanndísi Maríu og u-18 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu og Evrópumótinu í sumar.

„Við erum nýtt lið með sama kjarna og sl. 2-3 ár og tvær uppaldar stelpur að koma upp í meistaraflokk úr yngri flokka starfinu, sem er meiriháttar“, segir Margrét Ósk Einarsdóttir, fyrirliði liðsins. Hún er spennt fyrir vetrinum og segir stelpurnar hafa verið duglegar að æfa á undirbúningstímabilinu „þrátt fyrir nýtt lið eru háleit markmið og allar staðráðnar í að gera betur en í fyrra. Það er Dominos deildin 2020!“.

Leiki þeirra í 1.  deildinni má finna HÉR.

  • Axel Örn Sæmundsson
  • Þrymill Þursi Arason
  • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér