Tennisfólk Fjölnis stóð sig með miklum ágætum á nýafstöðnu Íslandsmóti utanhúss.

Hera Björk Brynjarsdóttir vann í tviliðaleik (með Birki Gunnarssyni) og tvennda (með Önnu Soffiu Grönholm) og var 2. sæti í einliðaleik.

Eva Diljá Arnþórsdóttir vann Georginu Aþenu Erlendsdóttur (báðarhjá  Fjölni) í einliðaleik U-18. Eva Diljá og Eygló Dís Ármannsdóttir voru í 2. sæti í tviliðaleik U-18.

Eva Diljá vann á móti Eygló í einliða U-16 og þá var Eygló í 2. sæti U-16 og Saule Zukauskaite í 3.sæti.

Þá varð Eygló Dís Ármannsdóttir Íslandsmeistari í U-14 og lenti Saulé  í 2.sæti.

Eygló og Saulé voru Íslandsmeistarar U-14 í tviliða. Saule Zukauskaite var svo Íslandsmeistari í U12. Í flokk stráka  U10 var Björn August Björnsson Schmitz í 2.sæti , á meðan Eyja Linares Autrey var í 2.sSæti í einliða U-10 stelpur.

Óskar Knudsen og Guðrún Þóra Magnusdóttir voru í 3. sæti í 30+ tvenndarleik. Reynir Eyvindsson hreppti 2. sæti í +50 einliða og 3. sæti í +30 tviliða. Loks varð Ólafur Helgi Jónsson  Íslandsmeistari í +50 einliða og var í 3. sæti í +40 einliða.

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn