Mót


Mörg sundmót eru haldin yfir veturinn og standa þau yfirleitt frá föstudegi til sunnudags.  Skipulag mótsins ræður því hvernig sundmenn mæta og oft er mótið aldursskipt þannig að sundmenn mæta á ákveðnum tímum en þurfa ekki að hafa fulla viðveru.  Sundfélög halda mótin og bjóða til sín öðrum félögum.  Mjög oft eru mætingarverðlaun veitt fyrir 10 ára og yngri.  Fjölnir hefur haldið 2 almenn mót og eitt innanfélagsmót.

Búningar og búnaður

Sundmenn eiga ávallt að mæta til keppnisstaðar í Fjölnisgalla.  Fyrir innisundmót þarf að hafa:

 • Tvenn eða þrenn handklæði
 • sundfatnaðinn, þ.e.
 • sundgleraugu,
 • sundhettu,
 • sundbol eða skýlu,
 • gott að hafa fleiri en eitt sett til að geta farið í þurrt eftir upphitun.
 • Fatnaður á bakka er auk sundfata: Fjölnisgallinn eða stuttbuxur, fjölnisbolur, sokkar og skór. Nesti sem má hafa með sér á sundmót:

Keppendur mega hafa með sér eftirfarandi mat á sundmót:

 • ávexti,
 • grænmeti og
 • korný stykki.
 • Ekki má hafa kex eða önnur sætindi meðferðis og orkudrykkir eru ekki leyfðir.

Í gistimótum þarf almennt:

 • Dýna,
 • svefnpoki eða sæng,
 • koddi og sængurföt,
 • Ipod með heyrnartólum,
 • bækur og spil
 • Tannbursti, tannkrem,
 • tvenn eða þrenn handklæði,
 • sundfatnaðinn, þ.e. sundgleraugu, sundhettu, sundbol eða skýlu,
 • gott að hafa fleiri en eitt sett til að geta farið í þurrt eftir upphitun.

Gistimót í innilaug: Fatnaður á bakka er auk sundfata: stuttbuxur, fjölnisbolur, sokkar og skór. Ipod með heyrnartólum.

Gistimót í útilaug: Hlý útiföt á sundlaugarbakkann, Flíspeysu, húfu, vettlinga, úlpu og kuldabuxur eða kuldagalla, ullasokka og góða skó.

Ef sundmaður er með vindsæng er nauðsynlegt að koma með aukalak til að setja undir vindsængina.

Upplýsingar og úrslit í mótum

Hér er aukasíða um framkvæmd og stöðu sundmóta, ef þau eru í gangi.