Knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir tvö spennandi þjálfarastörf: Yfirþjálfari yngri flokka karla 2-8.fl. og Yfirþjálfari yngri flokka kvenna 2-8.fl. Fjölnir er ein fjölmennasta knattspyrnudeild landsins. Um er að ræða tvö 100% stöðugildi.

Viðkomandi heyrir undir barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið fotbolti@fjolnir.is eða inni á Alfred.is 

Sjá nánar hér:

https://alfred.is/starf/yfirthjalfari-yngri-flokka-karla

https://alfred.is/starf/yfirthjalfari-yngri-flokka-kvenna

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Steindór Birgisson, formaður BUR, í síma 661-4236 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is