Vorsýning fimleikadeildar

Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis 31. maí

Nú fer að koma að því að við förum að setja okkur í vorsýningarstellingar.

ATHUGIÐ

Æfingar eru ekki endilega á hefðbundnum tímum og því mikilvægt að foreldrar og iðkendur fylgist vel með æfingaskipulagi næstu daga inná XPS.  Hér fyrir neðan má síðan finna samæfingaskipulag fyrir alla hópa.

 

Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri

 

Miðasala er hafin á Stubb.is

Smellið á sýningarnar til þess að fara beint á miðasölu – Athugið að það getur verið misjafnt á hvaða hópar sýna

Sýning 1  (kl 10:00) 

Sýning 2 (kl 12:00)

Sýning 3 (kl 14:00)

Sýning 4 (kl 16:00)

 

Miðaverð

Miðaverð 

  • 16 ára og eldri 2.750 kr 
  • 6-15 ára 1.750 kr
  • 5 ára og yngri Frítt *

    *ætlast til þess að setið sé undir börnum undir 5 ára


Ársskýrsla Fjölnis 2024

Á aðalfundi Fjölnis sem haldinn var þann 8. apríl sl. var samkvæmt venju kynnt skýrsla stjórnar ásamt ársreikningi félagsins. Í ársreikningnum sem finna má í nýútkominni ársskýrslu félagsins má sjá að gríðarlegur viðsnúningur varð á rekstri félagsins á milli áranna 2023 og 2024. Árið 2023 var félagið í heild rekið með tæplega 88 m.kr. tapi sem helst skýrðist af rekstri meistaraflokka félagsins í boltagreinum auk reksturs skautadeildanna tveggja. Eftir að hafa gripið til ýmissa aðgerða til að snúa rekstrinum við varð niðurstaðan sú að félagið var árið 2024 rekið með rúmlega 6 m.kr. afgangi sem gerir viðsnúning upp á um 94 m.kr. á milli ára.

Ljóst er að slíkur árangur næst ekki nema með því að allir lögðust á eitt með að finna nýjar leiðir í öflun fjár sem og að skera niður kostnað eins og hægt var. Er þar fjölmörgum sjálfboðaliðum félagsins ásamt starfsfólki þess fyrir að þakka.

Aðalstjórn Fjölnis vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg ásamt þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu félagið með ýmsum hætti fyrir þeirra framlag. Það er hins vegar ljóst að verkefninu er ekki lokið, það tekur tíma að vinna sig að fullu til baka eftir taprekstur og því verður haldið áfram á sömu braut þ.e. að hafa allar klær úti við að ná í fjármagn til rekstursins ásamt því að halda kostnaði niðri eins og kostur er.

Starfsemi Fjölnis er samfélagslega mikilvægt verkefni í Grafarvogi og nágrenni enda býður félagið upp á afar fjölbreytt íþróttastarf fyrir íbúa hverfisins á öllum aldri. Iðkendur félagsins í dag eru um 3.500 talsins og fer fjölgandi.

Félagið biðlar því áfram til íbúa hverfisins og annarra velunnara félagsins að taka vel á móti hinum ýmsu fjáröflunum sem iðkendur standa fyrir sem og er fólk hvatt til að mæta á viðburði félagsins hvort sem eru íþróttaleikir, sýningar, mót eða viðburðir eins og þorrablót, herra- og konukvöld, skötuveisla o.s.frv. Allt eru þetta mikilvægar tekjulindir fyrir félagið auk þess að vera hinar bestu skemmtanir.

Þá skorar aðalstjórn félagsins á fyrirtæki í Grafarvogi og nágrenni að standa við bakið félaginu og fjölbreyttu starfi þess.

Stöndum saman og eflum blómlegt íþróttalíf í hverfinu okkar.

Áfram Fjölnir - #félagiðokkar

 

Ársskýrslu félagsins fyrir árið 2024 er hægt að lesa hér:


Sumarskákmót Fjölnis 2025

Okkar glæsilega sumarskákmót Fjölnis 2025 verður haldið í Rimaskóla fimmtudaginn 8. maí frá kl. 16:00 - 19:00 
Dagskrá:

🕓 Kl. 16:00 – Skráning hefst
Kl. 16:00 – Helgi Áss Grétarsson, Íslandsmeistari, teflir fjöltefli á meðan skráning fer fram
🏆 Kl. 16:45 – Heiðursgestur afhendir verðlaunagripi Rótarý fyrir Æfingameistarann 2024–2025
Kl. 16:45 – 5 umferðir tefldar – Skákstjórar: Helgi Árnason og Gauti Páll
Kl. 18:00 – Ókeypis veitingar í boði Skákdeildar Fjölnis
🎁 Kl. 18:30 – Verðlaunaflóð:

  • 40 vinningar
  • Happdrætti
  • 3 verðlaunagripir til eignar

🔚 Kl. 19:00 – Mótinu lýkur


Mikilvægar dagsetningar framundan

Mikilvægar dagsetningar 

Nú er farið að síga á seinnihluta vorannarinnar með tilheyrandi fimmtudags frídögum – gott að vera með þessa frídaga á hreinu.

Vorönninni lýkur hjá grunnhópum og æfingahópum með pompi og prakt á vorsýningu 31. maí

Sumaræfingatöflur hjá keppnishópum verða von bráðum klárar og birtar á heimasíðu en sérstakur sumaræfingatími tekur við 10. júní

Bangsar – Kríli – Stubbar – Síðasta æfing annarinnar verður sunnudaginn 25. maí


Vinningsnúmer úr Sumarhappdrætti Fjölnis

🎉 Vinningsnúmer úr Sumarhappdrætti Fjölnis eru komin í hús! 🎉
Sjáðu vinningsnúmerin á meðfylgjandi mynd 📸
🎁 Vinninga má sækja á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll frá og með mánudeginum 28. apríl til og með 30. maí.
📧 Þau sem unnu árskort á heimaleiki meistaraflokka í knattspyrnu geta sent póst á arna@fjolnir.is til að fá vinninginn sinn.
Takk fyrir frábæran stuðning 💛

Fjögur ný námskeið hjá skautadeild

Námskeið í skautahlaupi

Langar þig að bæta hraðann, tækni og þol á skautum? Komdu og æfðu skautahlaup með okkur í vor! Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja styrkja sig á skautasvellinu, bæta færni sína og njóta skemmtilegra æfinga í góðum hópi.

Listskautadeild Fjölnis í samstarfi við Skautasamband Íslands heldur námskeið í skautahlaupi fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Farið er yfir helstu atriði tengslum við skautahlaup og hvað helst þarf að hafa í huga við skautaiðkun.

Hlaupanámskeiðin henta vel sem grunnur fyrir byrjendur eða lengra komna sem langar til að fræðast og ná meiri hraða og úthaldi.

Námskeiðið er líka frábær viðbót fyrir alla þá sem stunda listskauta og íshokkí til að byggja upp hraða og snerpu.

Þjálfari er Andri Freyr Magnússon,  er hann fyrir löngu búinn að byggja upp langan þjálfara feril í íshokkí SA-SR-Fjölni sem og listskauta hjá Öspinni.

  • Tímabil: 23. apríl – 28. maí
  • Fyrir: Skautara fædda 2000 og eldri
  • Æfingatímar:
  • Miðvikudagar 21:00-21:40
  • Föstudagar 6:30-7:30
  • Staðsetning: Skautasvellið í Egilshöll
  • Verð: 28.310 kr

Frábært tækifæri til að þróa skautahreyfingar, þol og hraða undir handleiðslu þjálfara!

Ekki er gerð krafa á að vera á skautahlaupsskautum

Tökum hraðann á þetta – sjáumst á svellinu!

⛸ 6 vikna skautanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna! ⛸

Viltu bæta þig á skautum eða prófa eitthvað nýtt? Þetta 6 vikna námskeið er fyrir fædda 2011 og eldri, bæði byrjendur og þá sem vilja þróa færni sína enn frekar í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi!

  • 📅 Tímabil: 23. apríl – 31. maí (6 vikur)
  • 📍 Staðsetning: Skautasvellið í Egilshöll
  • 💰 Verð: Frá 15.000 kr
  • 👥 Fyrir: 2011 og eldri

🕒 Æfingatímar:

  • ➡️ Miðvikudagar
  • 🔹 20:00-20:50 (afís)
  • 🔹 21:00-21:40 (á svellinu)

🔥 Hægt er að velja námskeið með eða án afís æfinga!

Á námskeiðinu verður unnið með:

  • ✅ Grunnatriði skauta- og jafnvægistækni
  • ✅ Tækniæfingar fyrir stöðugleika og stjórn á hreyfingum
  • ✅ Framfarir út frá færnistigi hvers og eins
  • ✅ Skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar fyrir alla
  • Skautar og hjálmar eru í boði fyrir þá sem vilja fá lánað!

Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða vilt bæta þig enn frekar, þá er þetta námskeið fyrir þig! Komdu með og finndu gleðina á ísnum! ❄️💙

⛸ Skautaskólinn – 6 vikna námskeið hefst 23. apríl!

Langar barninu þínu að læra að skauta? Skautaskólinn er fullkominn fyrir börn á aldrinum 3-12 ára sem vilja læra grunnatriðin á ísnum í skemmtilegu og öruggu umhverfi! ❄️

  • 📅 Tímabil: 23. apríl – 31. maí (6 vikur)
  • 📍 Staðsetning: Skautasvellið í Egilshöll
  • 💰 Verð frá 15.000 kr
  • 👦👧 Fyrir börn fædd 2012-2021

🕒 Æfingatímar:

  • ➡️ Miðvikudagar kl. 16:20-17:00
  • ➡️ Laugardagar kl. 12:20-13:00
  • 🔹 Hægt er að skrá sig á miðvikudaga, laugardaga eða báða daga!

📩 Skráning fer fram á XPS!

Í skautaskólanum læra börn:

  • ✅ Fyrstu skrefin á ísnum
  • ✅ Jafnvægisæfingar
  • ✅ Að skauta áfram og aftur á bak
  • ✅ Að stoppa á öruggan hátt

Skautar og hjálmar eru í boði fyrir öll sem vilja fá lánað!

Komdu og prófaðu – skautagleðin bíður! ⛸💙

Námskeið í samhæfðum skautadansi (Synchro)! ⛸

Langar þig að prófa samhæfðan skautadans? Nú hefur þú tækifæri til að læra og bæta þig í þessari skemmtilegu og lifandi íþrótt!

  • 📅 Tímabil: 23. apríl – 31. maí
  • 👥 Fyrir: Skautara fædda 2000-2012

📍 Æfingatímar:

  • ➡️ Miðvikudagar
    • 🔹 19:15-19:45 (afís)
    • 🔹 20:05-21:00 (á svellinu)
  • ➡️ Laugardagar
    • 🔹 9:40-10:30 (á svellinu)

💰 Verð: 35.813 kr

Komdu og taktu þátt í frábæru námskeiði þar sem við vinnum saman í liðsheild, skemmtilegum mynsturum og öflugri tækni!


Við hlökkum til að sjá þig á svellinu! ⛸❄️


Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna – Skráning hafin!

🏊‍♀️ Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna

Langar þig að læra skriðsund frá grunni eða fínpússa tækni og takt? Fjölnir býður upp á öflugt námskeið fyrir fullorðna, kennt af reyndum kennara í Grafarvogslaug.

 
📅 Dagsetningar: 22. apríl – 29. maí
📍 Staðsetning: Grafarvogslaug
🕗 Tímar: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 20:00–21:00
💰 Verð: 20.000 kr.
🚫 Aðgangur í laugina er ekki innifalinn
 
📩 Skráning og nánari upplýsingar á XPS!
 
Vertu með og styrktu sundtæknina þína með okkur! 💦
 

#FélagiðOkkar 💛💙


Ungbarnasund hjá Fjölni - skráning hafin

👶💦 Ungbarnasund hjá Fjölni 💙

Við bjóðum upp á skemmtilegt og öruggt ungbarnasund fyrir börn á aldrinum 0–18 mánaða í innilaug Grafarvogslaugar! Námskeiðið er frábær leið til að styrkja tengsl og skapa jákvæða upplifun í vatni frá unga aldri.

 
📅 Dagsetningar: 27. apríl – 25. maí
🕙 Tími: Sunnudagar kl. 10:00–10:40
📍 Staðsetning: Innilaug Grafarvogslaugar
💰 Verð: 15.000 kr.
👨‍👩‍👧 Forráðamenn greiða aðgang inn í laugina
📸 Ljósmyndari mætir í síðasta tímanum – dýrmætar minningar fangaðar á mynd!
 
📩 Skráning og nánari upplýsingar á XPS!
 
Við hlökkum til að sjá ykkur í lauginni! 💦✨
 

#FélagiðOkkar 💛💙


Glæsilegur árangur tennisdeildar Fjölnis á Íslandsmóti TSÍ innanhúss 2025

Tennisdeild Fjölnis skilaði frábærum árangri á Íslandsmóti TSÍ innanhúss sem haldið var dagana 27. mars til 2. apríl í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppendur félagsins unnu til fjölda verðlauna í ýmsum aldurs- og keppnisflokkum, sem endurspeglar öflugt starf deildarinnar.

Ungt efni skín skært

Hinn 15 ára Daniel Pozo vakti mikla athygli með því að ná 3. sæti í meistaraflokki karla einliða eftir að hafa sigrað Raj Kumar, einn af sterkustu tennisspilurum landsins, með settaúrslitunum 4–6, 7–5, 6–0. Daniel tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitil í U16 flokki og hafnaði í 4. sæti í meistaraflokki karla tvíliða.

Sterk frammistaða kvenna

Í meistaraflokki kvenna einliða náði Íva Jovisic 3. sæti og Eygló Dís Ármannsdóttir 4. sæti.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Íva og Saule Zukauskaite til silfurverðlauna.

Árangur í yngri flokkum

Systkinin Paula Marie og Juan Pablo Moreno Monsalve sýndu einnig styrk sinn; Paula varð Íslandsmeistari í U12 stelpur einliða og Juan Pablo hafnaði í 2. sæti í U14 strákar einliða.

Frábær árangur í 30+ flokkum

Ólafur Helgi Jónsson náði 4. sæti í 30+ karla einliða og 2. sæti í 30+ karla tvíliða.

Í 30+ kvenna tvíliða unnu Rebekka Pétursdóttir og Sigríður Sigurðardóttir til gullverðlauna og urðu þar með Íslandsmeistarar í þeim flokki.

Þessi árangur endurspeglar metnaðarfullt og faglegt starf tennisdeildar Fjölnis og lofar góðu fyrir framtíðina.

Til hamingju öll með árangurinn!


Verkefnastjóri óskast

Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn verkefnastjóra á skrifstofu félagsins í Egilshöllinni í Grafarvogi.

Við leitum að skipulögðum einstaklingi með frumkvæði og góða samskiptahæfni sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í fjölbreyttum verkefnum félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

🔹Umsjón með skráningu iðkenda og innheimtu æfingagjalda
🔹Aðstoð og upplýsingagjöf til stjórna deilda vegna daglegs reksturs
🔹Samskipti við og upplýsingagjöf til samtaka innan íþróttahreyfingarinnar
🔹Skipulagning og aðstoð við viðburði og önnur verkefni á vegum félagsins
🔹Greiðsla reikninga í samvinnu við framkvæmdastjóra
🔹Umsjón með innkaupum á rekstrarvöru
🔹Móttaka, símsvörun og almenn skrifstofustörf

Hæfniskröfur og menntun:

🔹Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfinu
🔹Reynsla af störfum innan íþróttahreyfingarinnar er kostur
🔹Þekking á iðkendakerfum eins og XPS eða Abler er æskileg
🔹Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
🔹Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur:

Umsóknir berist í gegnum Alfreð - https://alfred.is/.../verkefnastjori-oskast-a-skrifstofu...
Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2025.
Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi.
Athugið að unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.