Þjálfarar


Carola Moreno Frank

Carola hefur starfað hjá félaginu síðan 2001 og er hún yfirþjálfari tennisdeildar. Carola hefur PhD gráðu í Hreyfigreiningafræði og Snemmtækri íhlutun í hreyfiþroska, M.Sc. gráðu í sérkennslu í íþróttafræði, og B.Sc. gráðu í íþróttakennslu. Hún starfar einnig hjá lyfjafyritæki sem framkvæmdastjóri. Carola kemur frá Brasilíu og keppti þar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskólatennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery, Alabama. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ.

Netfang: brazilian_2001@hotmail.com

Símanúmer: 840-3249

Alana Elín Steinarsdóttir

Alana hefur starfað við deildina frá vorinu 2018 og starfar sem þrekþjálfari tennisdeildar. Alana er í meistaraflokki kvenna í handbolta og spilar með Vikingi. Hún spilaði síðasta tímabil með Fjölni. Hún er línumaður og hefur verið í handboltalandsliði Bandaríkjanna (USA Team Handball). Hún var líka valin mörgum sinnum í Afrekshóp og Unglingalandslið HSÍ. Á yngri árum var hún líka í fótbolta og var líka valin í Afrekshóp unglinga KSÍ. Hún er alin upp í Hafnarfirði og spilaði á yngri árum með FH og hefur mikla reynslu í afreks- og þrekæfingum.

Netfang: alanasteinars@gmail.com

Símanúmer: 699-2252

Sindri Snær Svanbergsson

Sindri hefur starfað við tennisdeildina síðan haustið 2020. Hann leggur áherslu á þjálfun barna með það að markmiði að auka hreyfifærni og ánægju í íþróttum. Hann hefur lokið B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði, einnig er hann lærður ISSA einkaþjálfari og starfaði sem fimleikaþjálfari hjá Gróttu 2016-2018. Sindri hefur spilað tennis af kappi í 6 ár og tekið þátt á fjölmörgum mótum í íþróttinni. Hann hefur einnig lokið dómaranámskeiði í tennis.

Irka Caciedo Jaroszynska

Irka hóf störf hjá Fjölni í janúar 2020 og starfar hún sem aðstoðarþjálfari tennisdeildar. Irka er frá Spáni og hefur verið að spila og keppa í tennis síðan hún var ung. Hún er líka Padel spilari og þjálfari. Irka er einnig lærður dýralæknir.

Daníel Ísak Steinarsson

Þrekþjálfari sem hefur tekið á móti Alönu, sem er í námi í Utah Valley University, USA. Alana er samt ennþá að þjálfa þegar hún er á Íslandi, sem hún gerir um jólin og þegar hún kemur heim á sumrin. Daníel er Afrekskylfingur í golfi og er í íslenska golf landsliðinu. Þegar hann var yngri, var hann líka í badminton landsliðinu og er margfaldur Íslandsmeistari í mörg greinum, bæði í badminton og golf. Einnig spilaði hann háskólagolf í University of Texas, Arlington og var (og er ennþá) að læra sálfræði.

Birkir Gunnarsson

Birkir hefur verið að þjálfa hjá okkur síðan byrjun 2022 og hann er að þjálfa fullorðins hópana okkar. Hann er einn af okkar bestu tennisspilurum á Íslandi og er ennþá í karlalandsliðinu. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða og tvíliða/tvennda. Hann spilaði háskóla tennis í Auburn University, Montgomery.