Þjálfarar


Carola Moreno Frank

Carola hefur starfað hjá félaginu síðan 2001 og er hún yfirþjálfari tennisdeildar. Carola hefur PhD gráðu í Hreyfigreiningafræði og Snemmtækri íhlutun í hreyfiþroska, M.Sc. gráðu í sérkennslu í íþróttafræði, og B.Sc. gráðu í íþróttakennslu. Hún starfar einnig hjá lyfjafyritæki sem framkvæmdastjóri. Carola kemur frá Brasilíu og keppti þar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskólatennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery, Alabama. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ.

Netfang: brazilian_2001@hotmail.com

Símanúmer: 840-3249

Alana Elín Steinarsdóttir

Alana hefur starfað við deildina frá vorinu 2018 og starfar sem þrekþjálfari tennisdeildar. Alana er í meistaraflokki kvenna í handbolta og spilar með Vikingi. Hún spilaði síðasta tímabil með Fjölni. Hún er línumaður og hefur verið í handboltalandsliði Bandaríkjanna (USA Team Handball). Hún var líka valin mörgum sinnum í Afrekshóp og Unglingalandslið HSÍ. Á yngri árum var hún líka í fótbolta og var líka valin í Afrekshóp unglinga KSÍ. Hún er alin upp í Hafnarfirði og spilaði á yngri árum með FH og hefur mikla reynslu í afreks- og þrekæfingum.

Netfang: alanasteinars@gmail.com

Símanúmer: 699-2252

Sindri Snær Svanbergsson

Sindri hefur starfað við tennisdeildina síðan haustið 2020. Hann leggur áherslu á þjálfun barna með það að markmiði að auka hreyfifærni og ánægju í íþróttum. Hann hefur lokið B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði, einnig er hann lærður ISSA einkaþjálfari og starfaði sem fimleikaþjálfari hjá Gróttu 2016-2018. Sindri hefur spilað tennis af kappi í 6 ár og tekið þátt á fjölmörgum mótum í íþróttinni. Hann hefur einnig lokið dómaranámskeiði í tennis.

Irka Caciedo Jaroszynska

Irka hóf störf hjá Fjölni í janúar 2020 og starfar hún sem aðstoðarþjálfari tennisdeildar. Irka er frá Spáni og hefur verið að spila og keppa í tennis síðan hún var ung. Hún er líka Padel spilari og þjálfari. Irka er einnig lærður dýralæknir.