Skilmálar


Með samþykkt skilmála er verið að fallast á meðhöndlun upplýsinga til starfs og stuðnings félagsins.

ÆFINGAGJÖLD

Eftirfarandi skilmálar gilda um æfingagjöld hjá öllum deildum Fjölnis.

  • Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils. Greiðsla æfingagjalda er forsenda fyrir þátttöku á æfingum, námskeiðum og mótum sem flokkur/hópur eða einstaklingur fer á.
  • Ef iðkandi mætir á æfingar og forráðamaður gengur ekki frá æfingagjöldum innan þriggja vikna frá upphafi námskeiðs er sendur rafrænn greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum enda er litið svo á að forráðamaður vilji nýta sér þjónustu Fjölnis. Ef forráðamaður vill breyta þeim greiðslumáta leggst á umsýslugjald 2.000 kr og einnig ef breyta þarf æfingagjaldi eða greiðslumáta eftir á. Ef breyting er gerð á greiðslumáta og / eða iðkandi er forskráður þarf forráðamaður að klára skráninguna með greiðslusamþykki innan fjögurra sólarhringa. Eftir það stofna starfsmenn skrifstofu greiðsluseðil fyrir gjaldinu sem ekki verður bakfærður og forráðamenn geta ekki sjálfir afskráð eða afpantað.
  • Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að námskeið er hafið. Kjósi iðkandi að hætta við æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang Fjölnis skrifstofa@fjolnir.is. Úrsögn er einungis afgreidd af starfsfólki skrifstofu Fjölnis. Skilyrði til endurgreiðslu eru ef um búferlaflutning og/eða um alvarleg veikindi eða meiðsli er að ræða.
  • Mér er kunnugt að Ungmennafélagið Fjölnir tryggir ekki iðkendur.
  • Æfingatöflur eru birtar með fyrirvara og áskilja deildir sér rétt til breytinga á tímabilinu.
  • Greiðslumátar sem boðið er upp í skráningakerfi félagsins XPS eru frístundastyrkur (6-18 ára), greiðsluseðlar, kreditkort og Síminn Pay.
  • Eingöngu er hægt að ráðstafa frístundastyrk til félagsins í gegnum skráningakerfi þess.
  • Hvorki má flytja frístundastyrk milli systkina né milli ára.
  • Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.
  • Veittur er 5% systkina afsláttur innan deilda og er hann rafrænn í skráningakerfi. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef hann virkjast ekki.
  • Mikilvægt að hafa samband við skrifstofu ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
  • Greiðslukostirnir eru þrír sem Fjölnir býður upp á, greiðsluseðlar, greiðslukort og Síminn Pay ef dreifa þarf greiðslum. Teya sér um hirðingu greiðslukorta. Lendi forráðamenn í vanskilum, vilji semja um greiðslukjör eftir á eða vilja borga inn á dreifingar verða þeir að snúa sér til Símans Pay.
  • Það er með öllu óheimilt að blanda æfingagjöldum inní aðra starfsemi hjá félaginu, stjórnarfólk, starfsfólk, þjálfara eða aðrir velunnarar félagsins fá engan afslátt af æfingagjöldum umfram þann sem almennt er veittur. Skrifstofa félagsins sér alfarið um allt (verklag, tæknibúnað, tengingar við frístund, afsláttarkjör, innheimtu sem er unnin í samráði við gjaldkera deilda þegar við á og úrlausn til þeirra sem eiga fjárhagslega erfitt með að borga fyrir börnin sín sem tengist æfingagjöldum nema að ákveða upphæð hvers æfingagjalds. Hér sitja því allir við sama borð hvað æfingagjöld varðar.

FPERSÓNUUPPLÝSINGAR

Eftirfarandi skilmálar gilda um félagatal hjá öllum deildum Fjölnis.

  • Eftirfarandi skilmálar gilda um félagatal hjá öllum deildum Fjölnis. Ég sem foreldri/forráðamaður viðkomandi einstaklings samþykki að hann gerist iðkandi í Ungmennafélaginu Fjölnir. Jafnframt lýsi ég því yfir að ég muni leggja mitt að mörkum til að styðja iðkandann í starfi hans.
  • Ég samþykki að Ungmennafélagið Fjölnir hafi heimild til að nota þær myndir sem kunna að verða teknar af iðkandanum í starfi með félaginu, til birtingar í útgáfum félagsins, á hvaða formi sem það kann að vera, þ.m.t., bæði á prenti og á vef. Óski forráðamenn eftir því að myndir verði ekki notaðar skulu þeir hafa samband við skrifstofu Fjölnis í gegnum skrifstofa@fjolnir.is.
  • Farið er með þær upplýsingar sem safnað er sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar sem slíkar. Upplýsingarnar verða ekki látnar þriðja aðila í té. Upplýsingum er safnað til að tryggja öryggi iðkanda í starfi.
  • Vegna XPS: Ég samþykki að Ungmennafélagið Fjölnir hafi heimild til að nota þær upplýsingar sem gefnar eru upp í þessari skráningu, til að tengjast XPS forritinu en það er notað af þjálfurum deildarinnar við mætingaskráningu, áætlanagerð og almenn samskipti við iðkendur og forráðamenn.