Skilmálar
Með samþykkt skilmála er verið að fallast á meðhöndlun upplýsinga til starfs og stuðnings félagsins.
ÆFINGAGJÖLD
Eftirfarandi skilmálar gilda um æfingagjöld hjá öllum deildum Fjölnis.
- Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils.
- Ef iðkandi mætir á æfingar og forráðamaður gengur ekki frá æfingagjöldum innan þriggja vikna frá upphafi námskeiðs er sendur rafrænn greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum. Enda litið svo á að forráðamaður vilji nýta sér þjónustu Fjölnis. Ef forráðamaður vill breyta þeim greiðslumáta leggst á umsýslugjald 1.500 kr og einnig ef breyta þarf æfingagjaldi eða greiðslumáta eftirá.
- Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að námskeið er hafið.
- Greiðsla æfingagjalds er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur/hópur eða einstaklingur fer á.
- Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki er hægt að afskrá/afpanta á netinu.
- Kjósi iðkandi að hætta við æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang Fjölnis skrifstofa@fjolnir.is.
- Úrsögnin er einungis afgreidd á skrifstofu Fjölnis og verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang Fjölnis skrifstofa@fjolnir.is . Skrifstofa í samráði við viðkomandi deild afgreiðir slíkar umsóknir.
- Mér er kunnugt að Ungmennafélagið Fjölnir tryggir ekki viðkomandi iðkanda í starfi hans.
- Ég skuldbindi mig til að sækja barnið í ferðir á vegum félagsins ef það verður uppvíst að agabrotum, eða greiða þann kostnað sem af heimferðinni hlýst.
- Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef um búferlaflutning og/eða alvarleg veikindi eða meiðsli er að ræða.
- Æfingatöflur eru birtar með fyrirvara og áskilja deildir sér rétt til breytinga á tímabilinu.
- Ef forráðamaður getur ekki greitt í félagagjaldakerfinu með greiðsluseðli eða kreditkorti, þá þarf viðkomandi að ganga frá gjöldum á skrifstofu Fjölnis.
- Til þess að ráðstafa frístundastyrk verður að skrá sig inn í félagagjaldakerfið með Ís-lykli eða stafrænum kennilykli í snjallsíma.
- Ekki má flytja frístundakort milli systkina né milli ára.
- Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.
- Veittur er 5% systkina afsláttur innan deilda.
- Mikilvægt að hafa samband við skrifstofu ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þáttöku iðkandans.
- Allir greiðsluseðlar eru í kröfukaupum hjá Greiðslumiðlun og því verða forráðamenn að snúa sér þangað ef þeir lenda í vanskilum eða vilja semja um greiðslukjör eftirá.
- Það er með öllu óheimilt að blanda æfingagjöldum inní aðra starfsemi hjá félaginu, stjórnarfólk, starfsfólk, þjálfara eða aðrir velunnarar félagsins fá engan afslátt af æfingagjöldum umfram þann sem almennt er veittur. Skrifstofa félagsins sér alfarið um allt (verklag, tæknibúnað, tengingar við frístund, afsláttarkjör, innheimtu sem er unnin í samráði við gjaldkera deilda þegar við á og úrlausn til þeirra sem eiga fjárhagslega erfitt með að borga fyrir börnin sín sem tengist æfingagjöldum nema að ákveða upphæð hvers æfingagjalds. Hér sitja því allir við sama borð hvað æfingagjöld varðar
FPERSÓNUUPPLÝSINGAR
Eftirfarandi skilmálar gilda um félagatal hjá öllum deildum Fjölnis.
- Ég sem foreldri/forráðamaður viðkomandi einstaklings samþykki að hann gerist iðkandi í Ungmennafélaginu Fjölnir. Jafnframt lýsi ég því yfir að ég muni leggja mitt að mörkum til að styðja iðkandann í starfi hans.
- Ég samþykki að Ungmennafélagið Fjölnir hafi heimild til að nota þær myndir sem kunna að verða teknar af iðkandanum í starfi með félaginu, til birtingar í útgáfum félagsins, á hvaða formi sem það kann að vera, þ.m.t., bæði á prenti og á vef.
- Ég samþykki að markpóstur tengdur félaginu verði sendur á þau netföng sem gefin eru upp í þessari skráningu
- Farið er með þær upplýsingar sem safnað er sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar sem slíkar. Upplýsingarnar verða ekki látnar þriðja aðila í té. Upplýsingum er safnað til að tryggja öryggi iðkanda í starfi.
- Vegna Sideline: Ég samþykki að Ungmennafélagið Fjölnir hafi heimild til að nota þær upplýsingar sem gefnar eru upp í þessari skráningu, til að tengjast Sideline skráningaforritinu en það er notað af þjálfurum deildarinnar við mætingaskráningu, áætlanagerð og almenn samskipti við iðkendur og foreldra/forráðamenn.
INNHEIMTUFERLI
Eftirfarandi skilmálar gilda um innheimtuferli hjá öllum deildum Fjölnis.
- Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Mótus, þetta gerist sjálfkrafa í félagagjaldakerfinu.
- Æfingagjöldin standa að mestu leyti undir rekstri flokka og deilda og er þar langstærsti kostnaðarliðurinn laun þjálfara félagsins. Þau eru greidd út mánaðarlega, m.ö.o. æfingagjöldin eru lífæð fyrir rekstur deildanna.
Þess vegna viljum við benda fólki að hafa samband við Mótus eða skrifstofu Fjölnis til að finna lausn og nýta sér þær leiðir sem eru í boði, ef viðkomandi lendir í greiðsluvandræðum.
Bendum á ráð frá Mótus til að leysa málin á sem hagkvæmastan hátt.
Hefur þú fengið innheimtubréf frá okkur vegna ógreidds reiknings? Þá hefur kröfuhafinn gert ráð fyrir að fá þessa peninga greidda en án árangurs og hann hefur því leitað til okkar eftir aðstoð.
Oft er erfitt að láta enda ná saman og við skiljum það mæta vel. Við gerum okkar besta til sinna okkar starfi á sanngjarnan hátt og með lágmarks kostnaði. Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti.
Það er klárlega alltaf best að bregðast fljótt við innheimtubréfi og nýta sér þær leiðir sem eru í boði. Hafðu samband við okkur sem fyrst eftir að þú færð innheimtubréf – það er auðveldast að leysa málið á fyrstu stigum og kröfuhafar vilja vita sem fyrst ef greiðandi er í greiðsluvandræðum og sýna því þá jafnan skilning.
Á greiðendavefnum, ekkigeraekkineitt.is er hægt að skoða mál sem komin eru í innheimtu. Þar er hægt að greiða með korti eða semja um að skipta greiðslum, bæði á greiðslukort eða að fá greiðsluseðil mánaðarlega. Þú ættir að sjá lykilorðin að greiðendavefnum í innheimtubréfunum frá okkur. Þú ættir líka að hafa fengið notendanafn og lykilorð sent sem rafrænt skjal í heimabankann þinn. Ef þú finnur það ekki geturðu sótt um nýtt lykilorð á forsíðu vefsins sem er þá sent í heimabankann þinn.
Greiðendaþjónusta Motus er opin á milli 9 og 16. Skrifstofur okkar eru á 10 stöðum um land allt og starfsfólk okkar gerir sitt besta til að aðstoða alla sem til okkar leita. Sími þjónustuversins er 440 7700.
Hér eru nokkur góð ráð
- Það er alltaf best að bregðast fljótt við og greiða skuldina þannig að komist sé hjá frekari innheimtukostnaði.
- Ef þig vantar nánari upplýsingar um innheimtumál getur þú haft samband og við munum leggja okkur fram við að aðstoða þig.
- Ef þú getur ekki greitt skuldina í einu lagi er oftast hægt að gera greiðslusamkomulag. Ef þú greiðir samkvæmt samkomulagi hækkar innheimtukostnaður skuldarinnar ekki.
- Ef þú átt von á peningum fljótlega getur þú oftast fengið greiðslufrest. Ef þú greiðir innan tímamarka hækkar innheimtukostnaður skuldarinnar ekki.
- Ef þú telur þig eiga í alvarlegum greiðsluvanda mælum við með að þú hafir samband við Umboðsmann skuldara og fáir ráðgjöf um möguleg úrræði á www.ums.is
En hvað sem þú gerir – ekki gera ekki neitt