Okkar leikmenn


Meistaraflokkur karla


Meistaraflokkur karla

Mánudagar kl. 18:15- 19:30 / Dalhús

Þriðjudagar kl. 17:30-19:00 / Fjölnishöll

Fimmtudagar kl. 18:00-19:30 / Dalhús

Föstudagar kl. 19:30-21:00 / Fjölnishöll

Laugardagar kl. 11:30-13:00 / Fjölnishöll

  • Falur Harðason
  • Aðstoðarþjálfari: Halldór Karl Þórsson


Falur Harðarson

Frá hvaða félagi ertu upprunalega? Keflavík.

Hvaða íþróttir hefuru æft eða þjálfað aðrar en körfubolta? Knattspyrnu, frjálsar íþróttir (100 & 200 metra hlaup) og var sparkari í amerískum fótbolta í High School.

Hvenær byrjaðiru í köfubolta? 10 ára, árið 1978 í Njarðvík

Hvenær byrjaðir að þjálfa körfubolta? 16 ára var ég aðstoðarþjálfari Stefáns Arnarssonar að þjálfa MB aa ·ra

Titlar:
Ár            Íslandsmeistari             Bikarmeistari
1989       Leikmaður
1997       Leikmaður                     Leikmaður
1999       Leikmaður
2003       Leikmaður                     Leikmaður
2004       Leikmaður/þjálfari       Leikmaður/þjálfari
2005       Aðstoðarþálfari

Helstu afrek sem leikmaður:
5 sinnum valinn í lið ársins að loknu tímabili
Valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 1999
Spilaði 106 landsleiki fyrir Ísland

Fyrirmynd í íþróttinni? Hef haft mjög margar fyrirmyndir en sá sem hefur haft mest áhrif á mig er John Wooden þjálfari UCLA háskólans.

Skilaboð til nýrra iðkenda: Verið dugleg að æfa styrkleika ykkar og veikleika og umfram allt, hafið gaman af því að æfa!

 

Nánari upplýsingar um þjálfara má finna hér.

Æfingagjöld körfuboltadeildar má finna hér.

HÉR má finna tölfræði liðsins í Domino’s deildinni í vetur.


Falur Harðarson stýrir liðinu aftur í ár eftir að hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning í vor. Honum til aðstoðar verður Halldór Karl Þórsson, sem er einnig þjálfari meistaraflokks kvenna. Endurnýjaðir samningar voru við lykilmanninn, fyrirliðann og leikstjórnanda liðsins, Róbert Sigurðsson, sem og framherjann öfluga, Vilhjálm Theodór Jónsson, ásamt fleirum.

Orri Hilmarsson bættist í hóp leikmanna þegar hann söðlaði yfir frá Íslandsmeisturum KR nú á haustdögum. Hann er virkilega spennandi leikmaður, frábær skytta og leikmaður sem allir vilja hafa í sínu liði. Orri hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands, og nú síðast með u20 ára liðinu í sumar. 

Fjölnir átti fleiri fulltrúa í u20 ára liði Íslands í sumar, sem allir spiluðu með Fjölni síðasta vetur. Þeir Egill Agnar Októsson, Hlynur Logi Ingólfsson og Rafn Kristjánsson munu stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í vetur og spennandi verður að fylgjast með þeim. 

Með þeim íslenska kjarna sem Fjölnir státar af frá síðasta tímabili teflir liðið til leiks þremur sterkum erlendum leikmönnum. Þeim Jere Vucica, Victor Moses ásamt Srjdan Stojanovic frá því í fyrra.

Jere Vucica er 27 ára framherji frá Króatíu, litlir 207 cm á hæð og spilaði síðasta tímabil í Þýskalandi. Hann útskrifaðist frá 1. deildar háskólanum Miami í Ohio árið 2016 og ætti að styrkja stöðu liðsins undir körfunni gríðarlega. Vucica er frábær leikmaður og öflugur varnarmaður, sem hefur verið kallaður Króatinn fljúgandi – réttast er að mæta á leiki til að sjá hvort maðurinn standi undir því nafni.

Srjdan Stojanovic endurnýjaði samning sinn við liðið frá því á síðasta tímabili og er því þekkt stærð í Grafarvoginum. Hann er 28 ára skotbakvörður frá Serbíu og 197 cm á hæð, hann er frábær skytta og góður varnarmaður. Srjdan var síðasta vetur með að meðaltali 18.9 stig í leik, 4.1 frákast og 3.2 stoðstendingar. Að auki leiddi hann liðið í 3 stiganýtingu, vítanýtingu og skoraði mest 38 stig á móti Hamri í nóvember 2018.

Victor Moses er Bandarískur leikmaður liðsins í ár. Hann er 202 cm á hæð, sterkur leikmaður bæði sóknar- og varnarmeginn á vellinum, og á virkilega góðan feril að baki. Moses er þrítugur miðherji sem spilaði áður í Bretlandi, Portúgal og einnig Venesúela.

Leikir liðsins í Domino’s deildinni má finna HÉR.

  • Axel Örn Sæmundsson
  • Þrymill Þursi Arason
  • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér