ÞJÁLFARAR

Adda Sólbjört Högnadóttir
Adda hefur starfað við handknattleiksdeildina frá því um haustið 2021 en áður starfaði hún sem aðalþjálfari 7. flokks hjá ÍR. Hennar markmið í þjálfun eru að hafa góða stjórn á æfingum og að fjölga iðkendum. Adda spilar með meistaraflokki Fjölnis/Fylkis og spilaði áður með meistaraflokki ÍR. Hún hefur lokið stúdentsprófi.

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson
Alli hefur starfað við deildina síðan 2015. Hans helstu hlutverk sem þjálfari eru að stuðla að því að hans iðkendur læri hvernig á að vinna í hóp, setja og sækjast eftir markmiðum og verða betri útgáfa af sjálfum sér. Hann stundar nám við Háskóla Íslands í viðskiptafræði og er einnig á námskeiðum hjá HSÍ tengt þjálfun. Alli hefur verið leikmaður meistaraflokks Fjölnis í handbolta síðan hann var 16 ára gamall.
Netfang: alliorn98@gmail.com
Símanúmer: 618-7364
Birkir Guðsteinsson
Birkir hefur starfað við deildina síðan haustið 2019 og er hann styrktarþjálfari 4. og 5. flokks karla og kvenna og aðstoðarþjálfari 4. flokks kvenna. Hann hefur einkaþjálfararéttindi og er á 2. stigi þjálfaramenntunar hjá HSÍ. Birkir varð Bikar- og Deildarmeistari í handbolta með liði 3. flokks karla á Selfossi 2014.
Netfang: birkirg@live.com
Símanúmer: 846-2422

Einar Bjarki Arason
Einar hefur starfað við deildina síðan haustið 2020 og er hann aðstoðarþjálfari 7. flokks karla. Hann hefur æft og spilað handbolta síðan 2013 og stundar einnig nám við Menntaskólann við Sund.

Elvar Otri Hjálmarsson
Elvar hefur starfað við deildina síðan haustið 2020 og er hann aðstoðarþjálfari 4. flokks karla. Hann lauk stúdentsprófi 2019 og er nú í B.Sc. námi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Elvar hefur æft handbolta í síðan árið 2007 og hefur spilað með meistaraflokki í 3-4 ár og varð m.a. Bikar- og Íslandsmeistari með 3. flokki á sínum tíma og Grill 66 meistari 2018-2019.

Elvar Þór Ólafsson
Elvar hefur starfað við deildina síðan haustið 2020 og er aðstoðarþjálfari 5. flokks karla. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund stundar nú nám við Tækniskólann í pípulagningum. Hann hefur æft handbolta í yfir 10 ár og varð m.a. Bikar- og Íslandsmeistari í 3. flokki.

Grétar Eiríksson
Grétar starfaði hjá félaginu 2005-2014 og kom svo aftur til starfa 2020. Hann er þjálfari 5. flokks karla. Hann er með B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. í íþróttavísindum frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku, hefur lokið Þjálfaramenntun HSÍ og hefur 13 ára reynslu af handboltaþjálfun, starfaði sem íþróttakennari í 1 ár, Golfkennari í 3 ár. Grétar er í námi í GPA Golfkennaraskóla Íslands og tók þátt á Íslandsmóti í golfi 2020.
Netfang: gretareir@gmail.com
Símanúmer: 663-8547

Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Guðmundur hefur starfað sem þjálfari við deildina síðan 2008, hann er þjálfari meistaraflokks karla. Hann er með B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur margra ára reynslu af því að spila handbolta og hefur hann spilað á fjölmörgum mótum.
Netfang: gummi6@gmail.com
Símanúmer: 690-7782
Gunnar Valur Arason
Gunnar hóf störf við deildina árið 2020. Hann þjálfar meistaraflokk kvenna, 3. flokk kvenna og 4. flokk kvenna. Hann hefur mikla reynslu af því að spila og keppa í handbolta, en byrjaði að spila handbolta 8 ára gamall og spilaði með efstu flokkum til 22 ára aldurs en meiðsli gerðu það að verkum að hann færði sig í neðri deildir til að minnka álag og spilar enn þar. Hann hefur einnig þjálfað handbolta í 15 ár.
Netfang: gunnarvalur@hotmail.com
Símanúmer: 780-3011

Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur starfaði við deildina árin 2004-2006 sem þjálfari 4. flokks og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis/Víkings 2006-2007 og starfar nú sem markmannsþjálfari yngri flokka. Hann hefur lokið B.Sc. gráðu í íþróttafræði og hefur þjálfað handbolta í tæp 30 ár hjá Fjölni, Fram, ÍR og Selfoss. Hallgrímur spilaði sjálfur með meistaraflokki árin 1988-2003 með ÍR, Selfoss og Fram.
Netfang: hallgrimurjonasson@gmail.com
Símanúmer: 892-1681

Hinrik Valur Þorvaldsson
Hinrik er styrktarþjálfari meistaraflokks og 3. flokks kvenna. Hann er eigandi IH Styrkur ehf. og hefur lokið námi í styrktarþjálfun frá ÍAK. Hann hefur stundað íþróttir frá barnsaldri, æfði handbolta í mörg ár og var markmaður hjá meistaraflokki ÍR um tíma. Hinrik var þjálfari hjá Granda 101 í þrjú ár en hefur verið að færa sig meira yfir í styrktarþjálfun íþróttafólks undanfarið.
Netfang: ihstyrkur@gmail.com

Ingi Rafn Róbertsson
Ingi er styrktarþjálfari meistaraflokks og 3. flokks kvenna. Hann er eigandi IH Styrkur ehf. og hefur lokið námi í styrktarþjálfun frá ÍAK. Hann hefur verið í kringum handbolta nánast allt sitt líf, byrjaði snemma að æfa handbolta hjá ÍR og var þar í öllum yngri flokkunum og síðar valinn í yngri landslið. Ingi spilaði með meistaraflokki ÍR í nokkur ár og færði sig yfir til HK og spilaði með þeim í tvö ár. Bakmeiðsli gerðu það svo að verkum að hann minnkaði handboltaæfingarnar og fór að læra styrktarþjálfun. Ingi hefur lengi haft gríðarlegan áhuga á styrktarþjálfun íþróttafólks.
Netfang: ihstyrkur@gmail.com

Kolbrún Arna Garðarsdóttir
Kolbrún hefur starfað við handknattleiksdeildina frá því haustið 2021 en hún kom í félagið 2019 sem leikmaður meistaraflokks kvenna og hefur staðið sig frábærlega. Hennar helstu hlutverk sem þjálfari eru að láta íþróttina blómstra og á sama tíma að fjölga iðkendum í flokkum og gera allt til að krökkunum og foreldrum líði vel hjá okkur. Á sama tíma að byggja upp framtíðar afreksmenn og stúlkur. Kolbrún hefur áður starfað sem þjálfari hjá HK við góðan orðstýr jafnt sem hjá okkur.
Leifur Óskarsson
Leifur hefur starfað við handknattleiksdeildina frá haustinu 2021 en hafði áður starfað hjá HK. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraflokks og 3. flokks kvenna. Hann hefur lokið B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lokið fyrstu tvö þjálfarastigin frá HSÍ og stefnir að því að klára þriðja stigið á næstunni. Leifur byrjaði fjögurra ára gamall í handbolta og spilaði í mörg ár, m.a. þrjú tímabil í Sviss þar sem hann spilaði með yngri flokkum og einu ári í meistaraflokki. Hann hefur starfað sem handboltaþjálfari frá árinu 2011.

Magnús Kári Jónsson
Magnús starfaði við deildina árin 1996-2005 og kom svo aftur til okkar 2015, í dag þjálfar hann 3. flokk karla. Hann hefur lokið 3. stigi þjálfaramenntunar frá HSÍ og hefur 25 ára reynslu af þjálfun, allt frá meistaraflokkum og niður í yngstu iðkendur, hann hefur einnig starfað með yngri landsliðum HSÍ. Magnús hefur starfað sem dómari í efstu deild handboltans undanfarin 10 ár. Sjálfur spilaði hann með meistaraflokkum bæði Fjölnis og Fram, þar sem hann spilaði í efstu deild og tók þátt í Evrópukeppni.
Netfang: magnus@hsi.is
Símanúmer: 698-1979

Óli Fannar Pedersen
Óli hefur starfað við deildina síðan árið 2020. Hann er aðstoðarþjálfari 6. flokks kvenna. Hann hefur lokið 1. stigi þjálfaramenntunar frá ÍSÍ. Óli hefur æft og spilað handbolta hjá Fjölni í 9 ár og spilar nú í vetur með 4. flokki eldri. Hann hefur verið valinn í Afrekshóp HSÍ og spilaði m.a. stjörnuleik á Eyjamótinu 2018.
Stefán Friðrik Aðalsteinsson
Stefán hefur starfað við handknattleiksdeildina frá árinu 2019. Hans hlutverk sem þjálfari er að vera uppbyggjandi fyrirmynd og kennari, bæði í lífinu og íþróttum. Stefán hefur sjálfur spilað handbolta í yfir 10 ár. Hann er á öðru ári í námi í Íþróttafræðinámi við Háskólann í Reykjavík.

Viktor Lekve
Viktor hefur starfað við deildina frá haustinu 2021 en hann kom til okkar frá Fylki þar sem hann starfaði í 15 ár. Hann aðstoðar við þjálfun meistaraflokks karla og er þjálfari U liðs Fjölnis og vill gera þá klára fyrir næsta stökk, sem er meistaraflokkur. Viktor er tengiliður þessara flokka niður í 3. flokk. Hann hefur lokið fyrsta stigi þjálfararéttinda á vegum HSÍ og ÍSÍ, einnig hefur hann lokið öllum stigum í dómgæslu í handbolta sem og þjálfararéttindum í knattspyrnu.
Hlutverk og starf þjálfara HDF er í senn afar krefjandi og um leið mjög gefandi. Til mikils er ætlast af þjálfurum deildarinnar enda eru þeir í miklu ábyrgðarstarfi. Þjálfarinn er fyrirmynd í einu og öllu, og skal gera sér grein fyrir því hlutverki sínu. Það felst meðal annars í góðri framkomu, hegðun og klæðnaði hvort sem er á æfingu, leikjum eða á mótum á vegum félagsins. Faglega ber þjálfurum að hafa námskrá HDF til hliðsjónar við þjálfun og á hún að trygga samfellu og samræmi í þjálfun iðkenda handknattleiksdeildarinnar frá fyrstu skrefunum
upp í meistaraflokk.
Þjálfarar HDF skulu sækja námskeið ÍSÍ um almennan hluta þjálfunarréttinda. Þeir sem ekki hafa þau réttindi skulu sækja næsta námskeið sem í boði er í samráði við yfirþjálfara og eru þátttökugjöld greidd af deildinni. Það er á ábyrgð yfirþjálfara að þessi mál séu í lagi í deildinni.
Til að mæta handboltaþjálfunarkröfum þurfa þjálfarar að skila inn handbolta ferilsskrá með upplýsingum til HSÍ svo hægt sé að meta þá til alþjóðlegs þjálfastigs (RINCK). Þeir eiga í kjölfarið að sækja námskeið í samræmi við þjálfarastig sitt á vegum HSÍ til að efla þekkingu sína og færni sem þjálfarar. Í framtíðinni mun launataxti hvers þjálfara taka mið af þjálfaramenntun viðkomandi.
Eitt helsta einkenni góðra þjálfara er gott skipulag. Það krefst aga og útsjónarsemi að vera búinn að skipuleggja hverja æfingu fyrirfram. Það er ljóst að með skipulagningu verða æfingar markvissari og betri. Skipulag kemur inn á marga þætti þjálfarastarfsins og nægir þar að nefna fjölliðamót, foreldrafundi, æfingaleiki. Siðir og reglur sem þjálfarinn setur getur hjálpað honum mikið í sínu starfi beiti hann þeim rétt. Þjálfari er ábyrgur fyrir því að mæta stundvíslega og undirbúinn á allar æfingar og að koma jafnt fram við alla iðkendur. Hann á að halda foreldrafundi að hausti og stofna foreldraráð (á tímabilinu 1. september – 15. október) og
að vera í sambandi við yfirþjálfara og skrifstofu um allt sem snýr að æfingahaldi.