Happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta
Hér eru vinningsnúmer úr happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta.
Búið er að hafa samband við vinningshafa!
Lotus grill frá Fastus | 352 |
Árskort í Laugarásbíó og Gjafabréf frá Hafið fiskverslun | 529 |
Gjafakarfa frá Forever Living Products og vekjaraklukka frá Úr og gull | 535 |
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara og gjafakort frá Grazie Trattoria | 312 |
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara | 376 |
1 x batterí / brúsi / nudd bolti / vidamin töflur frá Hreysti og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp x | 503 |
Gjöf frá ÓJ&K, og Gjöf frá Terma snyrtivara | 380 |
Bætiefnabúllan - 1 vatnsbrusa, 10x 28g af proteindufti og 10x protein brownies, Gjafabréf frá Tekk, gjafabref frá Subway | 49 |
Gjöf frá Terma snyrtivara og vekjaraklukka frá Úr og gull | 570 |
Kertastjaki frá Tekk, gjöf frá Sensai, gjafabréf frá Serrano | 651 |
Gjöf frá ÓJ&K, Gjafabréf frá Jungle og Gjöf frá Sensai | 78 |
Hálsmen frá ORR og Gjafavara fra DORMA | 72 |
Brúsi frá Vilma Home og Inniskór frá Betra bak | 532 |
Gjafapoki frá Tekk, krydd frá Garra og Gjafabréf Hafið | 122 |
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í líkamsrækt | 172 |
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp | 372 |
Gjafa karfa frá forever living products og gjafabréf Hafið fiskverslun | 257 |
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf Grazie - Trattoria | 127 |
Gjafabréf frá Jungle Gjöf frá Krisma snyrtistofa | 164 |
Gjöf frá Krisma snyrtistofa og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) | 314 |
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður | 46 |
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður | 137 |
Gjöf frá Regalo heildverslun og Gjafabréf frá Jungle | 2 |
Quest Hair-Beer and Wiskey saloon gefur gjöf- KMS hárvörupakki og Gjafabréf Hafið fiskverslun | 13 |
Gjafavara frá Garra og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) | 196 |
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf á Jungle | 423 |
Vekjaraklukka frá Úr og gull, og Gjafabréf frá Tekk | 89 |
Gjafabréf Sportís og Gjafapoki frá l'occitane | 307 |
4. desember - MIKILVÆGT
Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu 2024
Staða borða 17.10.24 kl. 18:00
Staða seldra borða á Þorrablót Grafarvogs fimmtudaginn 17. október kl. 18:00
Borðapantanir fara fram á vidburðir@fjolnir.is
Þorrablót Grafarvogs 2025
Fréttabréf listskautadeildar
Upphaf tímabils
Upphaf tímabilsins hefur gengið vel og gaman að koma til baka eftir sumarfríið. Æfingar hafa gengið vel fyrir sig og eru iðkendur að leggja mikið á sig til að bæta sig fyrir komandi vetur.
Ef þið eigið eftir að skrá ykkur þá er það gert inn á XPS appinu eða þá að fara í gegnum fjolnir.is og klára skráninguna þar.
Nýjir þjálfarar
Nýir þjálfarar hófu störf hjá okkur á þessari önn en það eru Elísabet sem er yfirþjálfari skautaskólans og Diljá sem sér um danskennslu hjá okkur. Er þetta frábær viðbót við okkar starf og vonumst við eftir farsælu og góðu samstarfi með þeim báðum.
Skautaskóli: Vinadagur og almennt
Vinadagur skautaskólans var haldinn 7. september og var gaman að sjá vonandi framtíðar iðkendur skautaskólans koma og prófa íþróttina. Mikil gleði og stuð var á þessum degi.
Einnig hafa iðkendur verið að spreyta sig í því að fá skautanælur. En nælurnar eru gefnar þeim sem hafa náð ákveðinni hæfni og þegar iðkandi hefur safnað nægilega mörgum nælum er hægt að færa sig upp um hóp þar sem flóknari æfingar eru framkvæmdar. Styttist því í það hjá nokkrum að hægt sé að taka næsta skref í skautaferlinu.
Haustmót
Fyrsta mót haustsins var Haustmótið sem haldið var í Laugardal helgina 27.-29. september. Fjölnis skautarar stóðu sig alveg hreint glæsilega: Í flokknum Cubs kepptu Elsa Kristín, Karlína og Elisabeth Rós, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig og fengu þær allar þátttökuverðlaun. Í flokkkum Basic Novice lentu báðir okkar keppendur á palli en Ermenga Sunna endaði með 30,82 stig sem skilaði silfur medalíunni og Maxime fékk 29,80 stig og fékk brons. Í flokknum Intermediate Woman tók Elva Ísey fyrsta sætið með 31,94 stig og í flokknum Advanced Novice landaði Elín Katla fyrsta sæti með 98,16 stig og Arna Dís því öðru með 81,89 stig. Þetta var fyrsta mótið hennar Örnu Dísar í þessum keppnisflokki en með þessum stigafjölda náði hún landsliðsviðmiðum og óskum við henni til hamingju með þann frábæra árangur. Í félagalínunni 10 ára og yngri kepptu Linda Maria og Unnur, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig. Í flokknum 12 ára og yngri kepptu Lea Elisabeth, Steinunn Embla, Inga Dís og Perla Gabríela sem landaði þriðja sætinu. Í flokknum 14 ára og yngri fékk Guðríður Ingibjörg brons og í flokknum 15 ára og eldri fékk Líva gullið.
Óskum við öllum sem tóku þátt til hamingju með flottan árangur og hlökkum til að sjá næstu mót!
Framundan og þakkir
Alþjóðlegt mót
Helgina 25. – 27. október fer fram alþjóðlegt mót í Egilshöllinni sem ber nafnið Northern Lights Trophy. Koma keppendur allsstaðar að til að keppa og verður þetta frábær skemmtun og reynsla fyrir alla sem á því taka þátt. Munum við þurfa alla hjálp sem í boði er í kringum það mót. Einnig hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með og hvetja stelpurnar okkar. Aðgangur er ókeypis. Nokkrir keppendur eru einnig þjálfarar í Skautaskólanum og gaman fyrir yngri iðkendur að fylgjast með þjálfurunum sínum keppa.
Hrekkjavökuball
Á laugardeginum 2. nóvember verður hrekkjavökuball listskautadeildar Fjölnis haldið. Munu frekari upplýsingar um það ball koma þegar nær dregur en endilega takið daginn frá!
Þakkir
Að lokum viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa nú þegar hjálpað til við hin ýmsu verkefni og vonumst við eftir því að enn fleiri hjálpi til í komandi verkefnum.
Þann 25.september var alþjóðlegur dagur þjálfarans og viljum við vekja athygli á góðu starfi þjálfaranna okkar og þakka þeim fyrir sín störf.
Úlfur framlengir við Fjölni
Fjölnir býður nýjan framkvæmdastjóra velkominn til starfa
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu - Fjölnir - KH, 5:1
Fjölnir - KH, 5:1
Síðasti leikur tímabilsins byrjaði rólega hjá Fjölniskonum og leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tók liðið okkar yfir leikinn og skoraði 2 mörk í fyrri hálfleik. Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði snemma mark. Við héldum andstæðingunum á þeirra vallarhelmingi og vorum nálægt fjórða markinu en í staðinn tókst KH að byggja upp skyndisókn og skora mark. Við brugðumst vel við þessari áskorun og náðum að bæta við 2 mörkum til viðbótar.
Jákvæður endir á löngu og erfiðu tímabili fyrir liðið.
Við viljum þakka stelpunum úr 5 flokkunum okkar og sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum leikinn. Einnig viljum við þakka fyrir góðan og jákvæðan stuðning úr stúkunni.
Markaskorarar:
Emilia Lind Atladóttir - 2 mörk
Harpa Sól Sigurðardóttir - 2 mörk
Ester Lilja Harðardóttir - 1 mark
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu: Sindri - Fjölnir, 3:1
Laugardaginn 7. september héldu Fjölniskonur alla leið á Höfn í Hornafirði. Því miður voru spilin ekki okkur hag þennan daginn en okkur vantaði fjóra leikmenn og endurspeglaði það því miður leikinn. Byrjunin gekk brösulega þrátt fyrir góð færi en við náðum því miður ekki að nýta þau nógu vel. Í staðinn tókst Sindrakonum að notfæra sér mistök okkar og tók þannig forystuna. Í seinni hálfleik varð liðið árásargjarnara og náði að setja góða pressu á andstæðinginn. Þar náðist að skora eitt mark en því miður voru þau ekki fleiri okkar megin. Sindri náði að nýta færin sín og voru heilt yfir betri þennan daginn. Þetta var því fyrsta tap Fjölniskvenna í B úrslitum.
Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:
Agnes Liv Pétursdóttir Blöndal, fædd 2007
Helena Fönn Hákonardóttir, fædd 2010
Markaskorari leiksins:
Eva Karen Sigurdórsdóttir
Síðasti leikur tímabilsins er næsta laugardag, 14. september kl. 14:00 á Extra vellinum gegn KH. Við viljum því hvetja alla til að koma og styðja liðið í þessum síðasta leik!