Upphitunarpistill - Víkingur R. - Fjölnir
Pepsi Max deild karla
1. umferð
Víkingur R. – Fjölnir
Mánudaginn 15. júní kl. 18:00 á Víkingsvelli
Biðin eftir endurkomu Fjölnis í efstu deild karla tekur loks enda mánudaginn 15. júní kl. 18:00 þegar við Fjölnismenn bregðum okkur í Fossvoginn og etjum kappi við Víking. Fjölnir og Víkingur komu saman upp úr B-deild sumarið 2013 og hefur Fossvogsliðið haldið sér í efstu deild æ síðan.
Á síðustu leiktið endaði Víkingur í 7. sæti og varð auk þess bikarmeistari. Bæði Fjölnir og Víkingur hafa efnilega leikmenn innan sinna raða sem reikna má með að spili stórt hlutverk í sumar. Þekktustu leikmenn Víkings eru þó án nokkurs vafa reynsluboltarnir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason. Þjálfari Víkings er Arnar Gunnlaugsson.
Eftir að hafa leikið í B-deild frá 2010 til 2013 átti Fjölnir endurkomu í deild þeirra bestu sumarið 2014. Fyrsti leikur Fjönis í endurkomunni það sumar var einnig gegn Víkingi. Leikið var á Fjölnisvelli og enduðu leikar með 3-0 sigri Fjölnis.
Fjölnir hefir haft nokkuð gott tak á Víkingi í efstu deild. Í tíu viðureignum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir unnið sex leiki og Víkingur þrjá. Jafntefli var niðurstaðan í síðasta leik liðanna í efstu deild.
Leikir þessara liða í efstu deild hafa jafnan verið besta skemmtun. Í átta viðureignum af tíu hafa veirð skoruð þrjú mörk eða fleiri. Hvorugu liðinu hefur tekist að halda hreinu í viðureignum liðanna síðustu fimm ár. Í viðureginum félaganna í efstu deild hafa Fjölnismenn skorað 19 mörk gegn 14 mörkum Víkings.
Í ljósi sögunnar er tilefni til bjarsýni. Af síðstu 7 leikjum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir fagnað sigri fimm sinnum. Sagan vinnur hins vegar ekki leiki en vonandi tekst okkur Fjölnismönnum að viðhalda góðu taki sem við höfum haft á Víkingum.
Aðrir fróðleiksmolar
- Ásmundur Arnarsson stýrir Fjölni í efstu deild í fyrsta sinn í ellefu ár.
- Hans Viktor Guðmundsson mun leiða Fjölnisliðið til leiks sem nýr fyrirliði liðsins.
- Meðal leikmanna sem leikið hafa bæði fyrir Fjölni og Víking eru Þórður Ingason, Davíð Þór Rúnarsson og Pétur Georg Markan.
- Í fyrsta sinn er enginn leikmaður í meistaraflokkshóp hjá Fjölni eldri en félagið. Elsti leikmaður liðsins er Guðmundur Karl Guðmundsson, fæddur árið 1991.
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
2 – Eysteinn Þorri Björgvinsson
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
21 – Grétar Snær Gunnarsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
27 – Dagur Ingi Axelsson
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér. Sjáumst á vellinum í sumar. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Æfingatafla fyrir uppbótartímabil - Fimleikadeild
Hér má sjá breytta æfingatíma í uppbótartímabili 8.-20.júní fyrir grunn- og æfingahópa hjá Fimleikadeild Fjölnis
Grunnhópar
Grunnhópar
Iðkendur mæta áþeim dögum sem þau eru vön að mæta
æfingar .
9.júní þriðjudagur 17:30-18:30
11.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 17:30-18:30
18.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
Framhaldshópar
8.júní mánudagur 16:30-17:30
10.júní miðvikudagur 16:30-17:30
15.júní mánudagur 16:30-17:30
20.júní laugardagur 9:30-10:30
Undirbúningshópar
9.júní þriðjudagur 16.30-17.30
11.júní fimmtudagur 16.30-17.30
16.júní þriðjudagur 16.30-17.30
18.júní fimmtudagur 16.30-17.30
Æfingahópar
Byrjendahópur
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
AH 2 og AÁ 2
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
A 20 og A 21
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 11:30-12:30
AÁ 1 / AH 1
8.júní mánudagur 14:00-15:30
10.júní miðvikudagur 14:00-15:30
11.júní fimmtudagur 17:30-19:00
15.júní mánudagur 14:00-15:30
18.júní fimmtudagur 17:30-19:00
P3 og P4
9.júní þriðjudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 16:30-17:30
16.júní þriðjudagur 18:30-19:30
19.júní föstudagur 16:30-17:30
P1 og P2
9.júní þriðjudagur 19:30-20:30
11.júní fimmtudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 19:30-20:30
18.júní fimmtudagur 19:30-20:30
19.júní föstudagur 17:30-18:30
Skákheimsókn í Kelduskóla KORPU

Fjölnishlaup Olís 2020
ATH! Skráningafrestur er til miðnættis þriðjudaginn 16. júní. Þetta á við um allar vegalengdir.
Skráning á netskraning.is.
Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson til liðs við tennisdeild Fjölnis
Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson hafa gengið til liðs við tennisdeild Fjölnis. Bæði eru þau efnilegir spilarar sem æfa með afrekshópi unglinga hjá TSÍ
Eva Diljá er fædd árið 2004 og hefur náð mjög góðum árangri síðustu ár. Þar ber helst að nefna: Tenniskona Kópavogs 2019, þrefaldur Íslandsmeistari innanhúss 2019 í U16 tvíliða, U16 og U18 einliða, 3. sætí meistarflokk, Íslandsmeistari utanhúss 2019 í U16. Einnig byrjaði hún að æfa með kvennalandsliðinu nú á þessu ári.
Björn August Björnsson Schmitz er fæddur árið 2010. Hann lenti í 2. sæti á Stórmóti TSÍ 2019 í U10 og 2. sæti í U12 á Íslandsmóti utanhúss 2019.
Fjölnir fagnar þessum liðsauka og býður þau velkomin til félagsins.
Dusan Ivkovic tekur við meistaraflokki kvenna
Dusan Ivkovic tekur við meistaraflokki kvenna.
Það er knattspyrnudeildinni sönn ánægja að tilkynna Dusan Ivkovic sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks kvenna en hann tekur við af Helenu Ólafsdóttur sem lét af störfum nýverið.
Dusan er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til innan félagsins og innviða þess en hann þjálfaði síðast árið 2018 hjá Fjölni. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu og býr yfir alþjóðlegri þjálfarareynslu en áður en kom að Covid þá var hann m.a. þjálfari í knattspyrnuakademíu í Peking í Kína.
Axel Örn Sæmundsson og Arnór Ásgeirsson verða vitanlega áfram í teyminu og munu sinna sínum hlutverkum áfram af festu sem aðstoðarþjálfari og styrkarþjálfari liðsins.
Knattspyrnudeildin fagnar þessari ráðningu og hlakkar til samstarfsins og getur jafnframt ekki beðið eftir því að keppnistímabilið hefjist.
#FélagiðOkkar
Æfingar falla niður sunnudag og mánudag
Æfingasvæði Fjölnis eru lokuð næstkomandi sunnudag (hvítasunnudagur) og mánudag (annar í hvítasunnu).
#FélagiðOkkar
Fjölnishellirinn
Ný aðstaða Fjölnis í austurenda Egilshallar hefur fengið nafnið Fjölnishellirinn.
Eins og áður hefur komið fram þá gafst félagsmönnum tækifæri á að senda inn tillögur þar sem þrjár voru valdar. Í framhaldi af því var efnt til kosninga um nafnið.
115 atkvæði bárust sem skiptust á eftirfarandi hátt: Lengjan (20), Fjölnishellirinn (73) og Austrið (22).
Við óskum öllum félagsmönnum til hamingju með nýtt og flott nafn á nýju aðstöðunni okkar í Egilshöll.
Fyrir hverja er Fjölnishellirinn?
Nýja aðstaðan okkar mun sérstaklega breyta umhverfi frjálsíþróttadeildar til hins betra, sem hefur þurft að sækja æfingar í Laugardalinn undanfarin ár. Nú gefst deildinni tækifæri á að vaxa enn frekar. Á sama tíma mun aðstaðan nýtast öllum deildum félagsins sem hafa áhuga að halda úti styrktar- og þrekæfingum.
#FélagiðOkkar



Sumarhátíð fimleikadeildar Fjölnis
Nú er kominn tími til þess að fagna því að fimleikastarf er komið aftur í samt horf eftir heldur óvenjulegan vetur. Við ætlum að bjóða uppá sumarhátíð fyrir alla okkar iðkendur sem er eru fæddir 2014 og eldri
Dagskránni hefur verið skipt upp á milli daga.
Föstudaginn 5.júní – er dagskrá fyrir eldri keppnishópa og parkour ( taka ekki með gesti )
Laugardaginn 6.júní – hefur hópum verið skipt upp í hópa sem fá að mæta í salinn með gesti og hafa gaman*
*Einn til tveir gestir á hvern og æskilegt að yngri iðkendur komi með forráðamann með sér. Við verðum þó að virða fjöldatakmarkanir sem eru enn við gildi og reynum því að passa að það komi ekki fleiri en tveir fullorðnir með hverjum iðkanda.
ATHUGA allar hefðbundar æfingar falla niður þessa daga

Dagskrá föstudaginn 5.júní
15:30-17:30
KÁ 1/2
ÚÁ 2
ÚÁ 20
17:30-18:30
P1
P2
16:00-18:00
KH 3
ÚH 3
ÚH 2
18:00-20:00
KH 1
ÚH 1
ÚHM
Dagskrá laugardaginn 6.júní
Hópur 1
9:30-10:15
G1
G2
G20
G21
Hópur 5
13:30-14:15
A20
A21
AÁ/AH 1
AÁ 2
AH 2
Byrjendahópur
P 3
P 4
Hópur 2
10:30-11:15
G3
G4
Hópur 6
14:30-15:15
KÁ 3
KÁ 4
KÁ 5
KÁ 6
KÁ 7
ÚÁ 3
Hópur 3
11:30-12:15
F1
F2
F3
F4
F20
F21
Hópur 7
15:30-16:15
KH 5
KH 4
ÚH 4
KH Strákar
Hópur 4
12:30-13:15
U1
U2
U3
U4
U20
KÁ 20
KÁ 21
Sumarlestrarátak Fjölnis
Í dag hófst formlega sumarlestrarátak Fjölnis, Áfram lestur!, og varð Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fyrst til að þiggja Fjölnis bókamerkið.
Bókamerkinu verður á næstu dögum og viku dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnis bókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í Fjölnis bókamerkið.
Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.
#FélagiðOkkar
Á myndinni eru þau Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Sævar Reykjalín forsvarsmaður átaksins
Bókamerkið með mynd af Degi Ragnarssyni úr skákdeild Fjölnis.
Bókamerkið með mynd af Herdísi Birnu Hjaltalín úr listskautadeild Fjölnis.