Þjálfari óskast til að hafa umsjón með leikskólahópum

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að hafa yfirumsjón með leiksskólahópum deildarinnar veturinn 2020 – 2021.

Um er að ræða æfingar sem fara fram á sunnudagsmorgnum. Hóparnir eru fimm talsins og eru iðkendur frá tveggja ára aldri.

Í tímunum er lögð áhersla á hreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Óskað er eftir ábyrgum aðila með menntun sem nýtist í starfi s.s íþróttafræðimenntun eða aðra sambærilega menntun.
Nánari upplýsingar veitir Íris Svavarsdóttir á iris@fjolnir.is eða í síma 694-8451.

Umsóknarfrestur er 6. ágúst 2020.


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


Fjölnismessa næstkomandi sunnudag

Fjölnismessa í Grafarvogskirkju!

Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogskirkja bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu á sunnudaginn kl. 11.00.

Þessar tvær mannræktarstofnanir í Grafarvogi koma saman og lyfta að ljósi mikilvægi þess að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.

Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins.

Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, segir frá Fjölni og svarar spurningum um starfið. Ungir iðkendur úr starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista.  Fjölnismennirnir Jón Karl og Ragnar Torfason leika á hljómborð og gítar. Halldóra Ósk Helgadóttir syngur einsöng.

 

Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum.

Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja messukaffi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni á sunnudaginn.


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Íshokkí æfingabúðir fyrir 11 ára+

Íshokkídeild verður með æfingabúðir fyrir 11 ára og eldri í sumar. Boðið verður upp á fimm námskeið.

11. - 15. júní.

18. - 22. júní.

24. - 29. júní.

6. - 10. ágúst.

12. - 17. ágúst.

Opnar fyrir skráningar 3.júní, skráningar í Nóra skráningarkerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/


Nýr opnunartími skrifstofu félagsins

Nýr opnunartími skrifstofu félagsins.

Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 13:00 - 16:00, símatími skrifstofu er á sama tíma.

Skrifstofan er staðsett í Egilshöll.

Sími 578-2700, netfang skrifstofa@fjolnir.is

Kær kveðja starfsfólk skrifstofu.


Kristinn hlaut Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek karla

Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Gefandi gripsins er forseti Íslands.

Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.

Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791.  Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.

Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.

 


Kristinn með lágmark á HM 50

Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50.  Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en þá synti hann á 26:19.

Kristinn syndir kl. 17:17 til úrslita og hefur þá tækifæri til að gera enn betur, en í dag fer fram síðasti hluti Íslandsmótsins 2019 í 5o metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslauginni.


Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur áður afrekað þetta.

Strákarnir okkar þeir Hólmsteinn Skorri, Kristján Gylfi, Bjartur og Kristinn urðu Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi eftir góða baráttu við sveit Breiðabliks.

Ingvar Orri Jóhannesson nældi sér í lágmark á NÆM í 100m bringusundi á tímanum 1:10:95. Ingvar varð í 7. sæti

Kristinn Þórarinsson varð í 2. sæti í 50m skriðsundi en hann fór á tímanum 23:55 í úrslitunum en í undanrásunum fór hann á tímanum 23:52 sem hans besti tími í greininni

Bjartur Þórhallsson keppti til úrslita í 400m skriðsundi og varð í 5. sæti á tímanum 4:23:51 og í 100m flugsundi á tímanum 1:03:36 og varð í 7. sæti.

Ingibjörg Erla Garðarsdóttir synti til úrslita í 400m skriðsundi á tímanum 4:47:24 og varð í 10. sæti.

Kristján Gylfi Þórisson keppti til úrslita í 50m skriðsundi og endað í 6. sæti á tímanum 25.67 en hann synti á 25.62 í undanrásum.

Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti einnig til úrslita í 50m skriðsundi á tímanum 25:05 og endaði í 5. sæti.

Í dag er svo annar frábær dagur sem krakkarnir okkar eru að taka þátt og því um að gera að taka rúntinn í Laugardalinn og njóta með þeim og hvetja þau áfram

ÁFRAM FJÖLNIR!


Íslandsmót innanhús í tennis

Frábær árangur náðist síðustu helgi hjá okkar fólki í íslandsmótinu í tennis innanhús,

Saule Zukauskaite endadi í 2. sæti á Íslandsmót Innanhús, bæði í U12 og í U14 (hún er bara 10 ára gömul)

Mikið efni hér á ferð og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni

Hera Björk heldur áfram að bæta sig og spilaði mjög vel með sínum háskóla þann 17. mars, í Cleveland, Tennessee, en þá vann Hera Björk Brynjarsdóttir mikilvægan leik á móti Lauren Trammell frá Lee University 4x6/ 6x4/ 6x4 sem þýddi að liðið hennar í Valdosta State University sigraði á móti Lee University 4 x 3.

Frábærar íþróttakonur - framtíðin er björt.

#FélagiðOkkar