Sumaræfingar keppnishópa

Fyrstu helgina í júní héldum við vorsýninguna okkar sem heppnaðist ótrúlega vel og erum við virkilega stolt af öllum okkar iðkendum og þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fengum frá sjálfboðaliðum. Þetta eru alltaf skemmtilegir dagar og eftirminnilegir.

Grunnhópar og æfingahópar eru komnir í sumarfrí og við viljum þakka þeim kærlega fyrir önnina.
Keppnishópar æfa eftir sumartöflu í júní og ágúst og má sjá sumaræfingatíma keppnishópa hér.

Skráning fyrir haustönn verður opnuð á vefnum þann 1. júlí næstkomandi, passið að vera tímanlega til að tryggja iðkendum pláss í hópum.


Opnar æfingar hjá meistaraflokk Fjölnis í hópfimleikum

Hópfimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá opnar æfingar 8. – 30. júní fyrir stelpur sem eru fæddar 2006 eða fyrr. Vonumst til þess að sjá ný andlit með okkur í sumar.

 

Æfingatímar í júní 

  • Mánudaga 19:00-21:00
  • Miðvikudaga 19:00-21:00
  • Fimmtudaga 19:00-21:00
  • Föstudaga 06:00-7:30

 

Áhugasamir geta mætt á æfingu eða haft samband við Viktor verkefnastjóra hópfimleika með því að senda tölupóst á viktor@fjolnir.is

 


Páskamót Grunnhópa

Þann fyrsta 1. apríl var mikið líf og fjör í salnum þegar Páskamót grunnhópa fór fram.
Okkar flottu iðkendur stóðu sig frábærlega og virkilega gaman að geta boðið fjölskyldum að fylgjast með hvað þau eru búin að vera dugleg að æfa sig í vetur.

Viljum þakka öllum fyrir komuna og vonandi fóru iðkendur heim með bros á vör.


Halldór Snær á leið með U19 á lokakeppni EM

Íslenska U19 ára landsliðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer á Möltu 3-16.júlí.

 

U19 landsliðið gerði sér lítið fyrir og vann riðillinn sinn með 7 stig. Þeir gerðu jafntefli við Tyrki 1-1, unnu Englendinga 1-0 og í gær unnu þeir Ungverjaland 2-0 en okkar maður Hilmir Rafn, uppalinn Fjölnismaður sem er nú leikmaður Venezia en á láni hjá Tromsø, skoraði annað mark Íslenska liðsins og gulltryggði sigurinn og í leiðinni miðann á EM!

 

Halldór og Hilmir eru mikilvægir hlekkir í U19 landsliðinu og er Knattspyrnudeild Fjölnis gífurlega stolt af þeim báðum og þeirra framförum!

 

Til hamingju Halldór og Hilmir og til hamingju Ísland!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi

Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi var haldið í Digranesi í Kópavogi um helgina.
Mótið var virkilega flott og þökkum við Gerplu fyrir vel upp sett og skemmtilegt mót.

Fimm lið frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var keppnin hörð í öllum flokkum.
Stelpurnar í 1.flokk náðu glæsilegum árangri og enduðu þær í öðru sæti með Gróttu.

Einnig var mikil spenna að frumsýna nýja hópfimleika gallann  okkar sem kom til landsins fyrir rétt rúmri viku og voru stelpurnar stórglæsilegar á keppnisgólfinu.

Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.


Bikarmót í áhaldafimleikum

Síðustu helgi fór fram Bikarmót í áhaldafimleikum. Mótið er liðakeppni og var keppt í 3. – 1. þrepi og frjálsum æfingum karla og kvenna.
Fjölnir átti lið í 1. þrepi kvenna og enduðu þær í þriðja sæti í sínum flokk. Elio Mar var fulltrúi Fjölnis í frjálsum æfingum en keppti sem gestur.

Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.

 


Hópfimleikavika fyrir stráka 2011-2014

Þekkir þú strák sem er fæddur 2011-2014 og gæti haft gaman að fimleikum ?
Við hjá fimleikadeild Fjölnis eigum laus pláss í hópfimleikahóp fyrir stráka á þessum aldri og viljum endilega fá fleiri inn.
Til þess að kynna starfið verða opnar æfingar í næstu viku.
Endilega sendið nafn og kennitölu iðkanda sem hefur áhuga á að mæta á viktor@fjolnir.is


Risastór fimleikahelgi í Fjölnishöllinni

Um helgina hélt fimleikadeild Fjölnis Gk mót yngri flokka í hópfimleikum og stökkfimi.
Rúmlega 700 iðkendur voru skráðir til keppni og var því mikið fjör alla helgina.

Það var yndislegt að sjá mikinn fjölda áhorfenda í stúkunni en þetta er í fyrsta sinn sem við höldum fimleikamót í Fjölnishöllinni.

Takk kærlega allir fyrir komuna iðkendur, þjálfarar og áhorfendur. Við viljum líka þakka öllum sem að mótinu komu kærlega fyrir alla hjálpina.
Úrslit allra flokka má sjá hér


Þrepamót í 4. og 5.þrepi

Nú um helgina fór fram Þrepamót 2. Mótið var haldið í fimleikasal Gerplu í Versölum.
Keppt var í 4. og 5. .þrepi drengja og stúlkna og átti Fjölnir nokkra keppendur á mótinu.

Öll úrslit má skoða Hér

Meðfylgjandi eru svipmyndir sem voru birtar á heimasíðu fimleikasambandsins


Haustmót í hópfimleikum

Nú er Haustmót í öllum flokkum í Hópfimleikum lokið.

Helgina 12.-13. nóvember fór fram keppni í yngri flokkum á Selfossi.
Mótið var virkilega flott og skemmtileg reynsla í bankann fyrir keppendur. Fjölnir átti tvö lið í 4.flokk á mótinu.

 

Helgina 19.-20. nóvember fór fram keppni í eldri flokkum en mótið var haldið af fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum.
Virkilega flott og skemmtilegt mót og átti Fjölnir þrjú lið á mótinu.