Jacky Jean Pellerin

Jacky hefur starfað hjá félaginu síðan í ágúst 2017 og er hann yfirþjálfari sunddeildar. Hann vill stuðla að gildi íþróttaiðkunar, hjálpa iðkendum að fara framúr sínum væntingum og stuðla að vináttu og samheldni innan liðsins. Hann hefur MSc. gráðu í íþróttafræði og diplóma í íþrótta- og kennslufræði barna og ungmenna. Jacky keppti til úrslita á Frakklandsmeistaramóti árin 1979-1980 í 200 m bringusundi, 200 m fjórsundi, og 100 m bringusundi. Sem þjálfari hefur hann farið með 14 keppendur á Ólympíuleika, 17 keppendur á Heimsmeistaramót og 31 keppendur á Evrópumeistaramót. Jacky fór sem þjálfari sigurvegara Heimsmeistaramóts í 200 m flugsundi 1992, Bronsverðlaunahafa í 200 m flugsundi á Ólympíuleikunum 1992, og 8 verðlaunahöfum á Evrópumeistaramóti.

Netfang: jacky@fjolnir.is

Sími: 845-3156

Birkir Snær Helgason

Birkir hefur starfað hjá sunddeild Fjölnis síðan haustið 2018. Hann sér um styrktarþjálfun afrekshóps og sinnir sundþjálfun hjá yngri flokkum. Hann er útskrifaður úr styrktarþjálfunarnámi ÍAK ásamt því að hafa tekið þjálfunarnámskeið um þjálfun barna. Birkir hefur farið á ýmis alþjóðleg mót í sundi, þar á meðal Evrópumót, Norðurlandamót og Smáþjóðleika.

Netfang: sundthjalfari@fjolnir.is

Elfa Ingvadóttir

Elfa hefur starfað við deildina síðan haustið 2016. Hún sér um þjálfun yngri iðkenda í útilaug Grafarvogslaugar og Laugardalslaugar. Hún hefur lokið 1. og 2. hluta af þjálfaranámi frá ÍSÍ og 1. stigi hjá Sundsambandi Íslands, FINA lvl 2 námskeið, 1., 2., og 3. stig hjá Norska Sundsambandinu. Hún stundar nú nám við grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt á mörgum mótum bæði hérlendis og erlendis. Elfa var í landsliðshópum og tók þátt í landsliðsverkefnum fyrir Íslands hönd árin 2006-2011.

Netfang: sundthjalfari@fjolnir.is

Telma Brá Gunnarsdóttir

Telma hefur starfað við sunddeildina síðan haustið 2020. Hún er að kenna börnum á aldrinum 3 – 9 ára fyrstu tökin í sundi, ásamt sundtækni hjá 7 – 9 ára. Hún hefur mikla reynslu af sundi og æfði sjálf sund í um 12 ár. Telma hefur lokið 1 stigi þjálfaranáms á vegum ÍSÍ og hefur einnig lokið Stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík.

Netfang: sundthjalfari@fjolnir.is