Jacky Jean Pellerin

Jacky hefur starfað hjá félaginu síðan í ágúst 2017 og er hann yfirþjálfari sunddeildar. Hann vill stuðla að gildi íþróttaiðkunar, hjálpa iðkendum að fara framúr sínum væntingum og stuðla að vináttu og samheldni innan liðsins. Hann hefur MSc. gráðu í íþróttafræði og diplóma í íþrótta- og kennslufræði barna og ungmenna. Jacky keppti til úrslita á Frakklandsmeistaramóti árin 1979-1980 í 200 m bringusundi, 200 m fjórsundi, og 100 m bringusundi. Sem þjálfari hefur hann farið með 14 keppendur á Ólympíuleika, 17 keppendur á Heimsmeistaramót og 31 keppendur á Evrópumeistaramót. Jacky fór sem þjálfari sigurvegara Heimsmeistaramóts í 200 m flugsundi 1992, Bronsverðlaunahafa í 200 m flugsundi á Ólympíuleikunum 1992, og 8 verðlaunahöfum á Evrópumeistaramóti.

Netfang: jacky@fjolnir.is

Sími: 845-3156

Birkir Snær Helgason

Birkir hefur starfað hjá sunddeild Fjölnis síðan haustið 2018. Hann sér um styrktarþjálfun afrekshóps og sinnir sundþjálfun hjá yngri flokkum. Hann er útskrifaður úr styrktarþjálfunarnámi ÍAK ásamt því að hafa tekið þjálfunarnámskeið um þjálfun barna. Birkir hefur farið á ýmis alþjóðleg mót í sundi, þar á meðal Evrópumót, Norðurlandamót og Smáþjóðleika.

Netfang: sundthjalfari@fjolnir.is