ÞJÁLFARAR

Ragnhildur Guðrún Baldursdóttir

Gunna Baldurs starfaði hjá sunddeild Fjölnis með sundskóla haustið 2012 til vors 2017. Hún kom aftur haustið 2021 sem þjálfari yngstu hópanna, Síli og Krossfiskar. Gunna er einnig með yfirumsjón yfir öllum sundskólanum.

Netfang: sundskoli@fjolnir.is

Símanúmer: 8621845

Birkir Snær Helgason

Birkir hefur starfað hjá sunddeild Fjölnis síðan haustið 2018. Hann sér um styrktarþjálfun afrekshóps og sinnir sundþjálfun hjá Afrekshópum A og B. Hann er útskrifaður úr styrktarþjálfunarnámi ÍAK ásamt því að hafa tekið þjálfunarnámskeið um þjálfun barna. Birkir hefur farið á ýmis alþjóðleg mót í sundi, þar á meðal Evrópumót, Norðurlandamót og Smáþjóðleika.

Netfang: sundthjalfari@fjolnir.is

Kristinn Þórarinsson

Kristinn hefur starfað hjá sunddeild Fjölnis frá vorinu 2021. Hann sér um þjálfun yngri flokka í Grafarvogi en hann hefur einnig séð um sumarnámskeið sunddeildarinnar. Hann er með B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristinn hefur verið sundmaður í yfir 20 ár og hefur á þeim tíma unnið fjölda Íslandsmeistaratitla, sett bæði aldursflokka- og Íslandsmet og farið á ýmis alþjóðleg mót, þar á meðal Evrópu- og Heimsmeistaramót, Ólympíuleika ungmenna og evrópuæskunnar og Smáþjóðaleika.

Netfang: sundthjalfari@fjolnir.is

Ólavía Klara Einarsdóttir

Ólavía byrjaði hjá félaginu haustið 2021 og sér um þjálfun sundskólans. Hún hefur verið að aðstoða við þjálfun í sundskóla síðastliðin 3 ár hjá Sundfélaginu Óðni á Akureyri en flutti svo suður og byrjaði hjá Fjölni. Áður en hún byrjaði að þjálfa æfði hún sjálf sund fyrir norðan.  Hún hefur tekið þjálfaranámskeið ÍSÍ fyrir börn og lauk námskeiði á 2. stigi árið 2019.  Eins og stendur er hún í námi við Háskóla Íslands að læra lífeindafræði.

Netfang: sundskoli@fjolnir.is

Fadel A. Fadel

Fadel hóf störf hjá sunddeild Fjölnis í janúar 2022. Hann þjálfar eldri hópa í sundskólanum í Dalslaug. Hann er með BA-próf í íþróttafræði frá Háskólanum í Egyptalandi. Hann hefur kennt sund og íþróttir í fjölda mörg ár, bæði á Íslandi og í Qatar þar sem hann þjálfaði m.a. sundlandsliðið og sundknattleik.