Emil Axel Alengaard

Emil hóf störf við haustið 2020 og er hann yfirþjálfari íshokkídeildar. Hann sér um að stýra uppbyggingu og þróun leikmanna innan félagsins. Hann hefur B.Sc. gráðu í þjálfun og íþróttafræði frá Gymnastik- och idrottshögskolan í Stokkhólmi í Svíþjóð. Emil lék með A-landsliði og yngri landsliðum Íslands um langt skeið áður en skautarnir fóru upp í hillu og er einn besti leikmaðurinn í sögu landsliðsins. Hann hóf þjálfaraferilinn sem þjálfari U18-landsliðs Íslands í karlaflokki og var einnig aðstoðarþjálfari U20-landsliðsins. Undanfarin ár hefur hann þjálfað hjá liði AIK í Svíþjóð þar sem hann er fæddur og uppalinn.

Netfang: emil@fjolnir.is

Andri Freyr Magnússon

Andri hefur starfað við deildina síðan 2019 og er hann yfirþjálfari barnaflokka íshokkídeildar. Hann stýrir og þjálfar Skautaskóla, U8, U10, U20, Skautaskóla fullorðinna og þjálfari meistaraflokks kvenna. Andri heldur einnig utan um skrifstofu íshokkídeildarinnar. Hann hefur lokið námi sem vélstjóri, rafvirki, stúdent, meistari í vélvirkjun og hljóðtæknir. Lauk þjálfaranámi ÍSÍ 2002 og er að vinna í að endurtaka námið að nýju, hann fékk “Learn to Play” vottun sem leiðbeinandi frá Alþjóða íshokkísambandinu 2015 og hefur þjálfað hjá öllum íshokkífélögum landsins. Andri varð margfaldur Íslandsmeistari í íshokkí með liði Skautafélags Akureyrar. Að loknum spilaraferli snéri Andri sér að dómgæslu í íshokkí og er hann með alþjóðleg dómararéttindi IIHF sem aðaldómari.

Netfang: hokki@fjolnir.is

Jens Kristjánsson

Jens hefur starfað við deildina síðan 2018 og er hann aðstoðarþjálfari yngri flokka, U8, U10 og U12. Hann er einnig varaformaður íshokkídeildarinnar. Hann hefur lokið 1. og 2. stigi þjálfaramenntunar hjá ÍSÍ, 1. stigi í sundþjálfun hjá Sundsambandi Íslands og er með þónokkra reynslu og menntun í bíliðnum og málmiðnum. Jens tók þátt á Íslandsmótum á unglingastigi í íshokkí, blaki og fótbolta.

Netfang: hokkivaraformadur@fjolnir.is

Laura-Ann Murphy

Laura hefur starfað við deildina síðan 2019 og er hún aðstoðarþjálfari í Skautaskóla og hjá U8 og U10. Laura stýrir stelpu-æfingum þar sem allar stelpur í yngri flokkum koma saman einu sinni í viku á séræfingum aðeins fyrir stelpur. Laura hefur spilað íshokkí í 19 ár, hefur klárað level 1 í “Learn to Play” frá USA Hockey. Hún hefur alltaf stundað íþróttir af einhverju tagi, m.a. gras hokkí, astro hokkí, innanhúss hokkí, softball og fótbolta. Laura er fædd og uppalin í Suður Afríku og spilaði með Suður Afríska landsliðinu á HM á Íslandi 2011 og í Suður Kóreu 2012. Einnig var hún varamaður 2013. Árið 2018 keppti hún svo með Íslenska landsliðinu á HM í Rúmeníu.

Netfang: murphy.lauraann@gmail.com

Unnur María Helgadóttir

Unnur hefur starfað við deildina síðan 2017 og er hún aðstoðarþjálfari hjá yngri flokkum og á stelpuæfingum. Hún er í þjálfaranámi á vegum ÍSÍ. Unnur hefur æft með félaginu frá því hún var lítil og var m.a. valin íshokkíkona ársins hjá Fjölni veturinn 2019-2020.

Thomas Stude Vidal

Thomas hefur starfað við deildina síðan haustið 2020 og er hann aðstoðarþjálfari hjá hópum U14, U16 og U18. Hann hefur lokið B.Sc. gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá Connecticut College í Bandaríkjunum. Hann vinnur nú að M.Sc. gráðu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Thomas var í all-star liði í íshokkí í gagnfræðiskólanum sínum í Finnlandi og vann einnig meistaratitil í fótbolta með skólaliði sínu.

Netfang: tstudevidal@gmail.com