Upphitun. KR - Fjölnir
Pepsi Max deild karla
8. umferð
KR - Fjölnir
Miðvikudaginn 22. júlí kl. 20:15 á Meistaravöllum
Áfram erum við Fjölnismenn staddir í brekku eftir 0-3 tap gegn FH í síðustu umferð. Þrátt fyrir dapurt gengi í upphafi móts er það jákvætt að ennþá er stutt upp í öruggt sæti. HK og Grótta hafa einnig verið í töluverðu basli í upphafi móts, það er jákvætt í annars dapurri byrjun Fjölnis á Íslandsmótinu. Fjölnir situr í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig eftir sjö leiki. HK situr í 10. sæti deildarinnar með fimm stig, einu stigi meira en Grótta. Staðan á botni deildarinnar getur því breyst skyndilega.
Andstæðingurinn
KR er ríkjandi Íslandsmeistari og situr á toppi deildarinnar með fimmtán stig eftir sex leiki. KR hefur tapað einum leik í sumar. Þá tapaði liðið mjög óvænt 0-3 gegn HK á heimavelli. Í síðustu umferð vann KR 0-3 sigur í Árbæ. Miðjumaðurinn Pablo Punyed hefur verið atkvæðamesti leikmaður KR í ár. Pablo, sem hóf feril sinn á Íslandi með Fjölni sumarið 2012, hefur skorað fjögur mörk í deildinni í sumar. Þjálfari KR er Rúnar Kristinsson. Markmið Rúnars og KR er að verja Íslandsmeistaratitil sinn, það hefur KR aldrei tekist undir stjórn Rúnars. Vonandi tekst Fjölni hindra Vesturbæinga í titilvörn sinni. Leikurinn á miðvikudag verður fyrri viðureign félaganna á aðeins átta dögum. KR og Fjölnir drógust saman í 16-liða úrsltum bikarkeppninnar og mætast á þeim vettangi fimmtudaginn 30. júlí.
Fyrri viðureignir liðanna
Síðustu þrír leikir Fjölnis og KR í A-deild hafa endað með jafntefli. Alls hafa liðin mæst fjórtán sinnum í efstu deild. KR hefur unnið helming viðureignanna, þrjár hafa endað með sigri gulra og fjórar með jafntefli. Fjölnir hefur áður komið á óvart á móti KR. Fyrsti heimaleikur Fjölnis í efstu deild var gegn Vesturbæjarliðinu. Fjölnir hafði lagt Þrótt í fyrstu umferð Íslandsmótsins sumarið 2008. Í annarri umferð komu KR-ingar í Grafarvog. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Pétur Markan jafnaði fyrir Fjölni fimm mínútum síðar. Allt stefndi í jafntefli en í uppbótartíma síðari hálfleiks var víti dæmt á leikmann KR sem notað hafði hönd sína til að verja skalla Fjölnismanna. Úr vítaspyrnunni skoraði Gunnar Már Guðmundsson og allt ætlaði um koll að keyra í Grafarvogi. Lokatölur 2-1.
Fjölmennum í Vesturbæinn og hvetjum okkar pilta til sigurs.
Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
21 – Christian Sivebæk
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Upphitun. Fjölnir - FH
Pepsi Max deild karla
7. umferð
Fjölnir – FH
Laugardaginn 18. júlí kl. 16:00 á Extra vellinum
Eftir jafntefli gegn KA í síðustu umferð situr Fjölnir áfram á botni Pepsi Max deildarinnar. Fjölnir er með tvö stig, tveimur stigum á eftir Gróttu sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsvæðið. Á milli Fjölnis og Gróttu situr KA með þrjú stig. Í næstu umferð mætast Grótta og KA. Það gerir leik Fjölnis og FH á laugardaginn enn mikilvægari í ljósi þess að Grótta og/eða KA mun(u) fá stig í næstu umferð. Með hliðsjón af stöðu Fjölnis í deildinni má raunar segja að næsti leikur hverju sinni sé mikilvægasti leikur tímabilsins.
Hans Viktor Guðmundsson lék sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis í jafnteflinu við KA í upphafi vikunnar. Hansi spilaði lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis 25. maí 2015 þegar hann kom inná fyrir Daniel Ivanovski í 3-3 jafntefli á Hlíðarenda. Til hamingju með áfangann Hansi. Annað fagnaðarefni frá mánudeginum er það að Hallvarður Óskar Sigurðarson lék sinn fyrsta leik í sumar eftir baráttu við meiðsli. Hallvarður var að öðrum ólöstuðum öflugasti leikmaður Fjölnis á undirbúningstímabilinu áður en hlé var gert á því vegna kórónaveirunnar. Þá skoraði Orri Þórhallsson sitt fyrsta mark í efstu deild í 1-1 jafnteflinu við KA.
Andstæðingurinn
Eftir að hafa lagt HK og ÍA í fyrstu tveimur umferðum Íslandsmótsins hefur FH fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum. Fimleikafélagið tapaði 1-2 fyrir Fylki á mánudaginn, áður hafði FH tapað 1-4 fyrir Víkingi og gert 3-3 jafntefli við Breiðablik. FH er í 8. sæti deildarinnar með fimm stig. FH hefur leikið einum leik færra en flest lið deildarinnar. Sem fyrr er Steven Lennon öflugasti leikmaður FH. Lennon hefur skorað fimm af tíu mörkum FH í sumar. Eftir tap FH gegn Fylki í upphafi vikunnar hefur orðið þjálfarabreyting í Hafnarfirði. Ólafur Helgi Kristjánsson er stiginn frá borði til að taka við Esbjerg í Danmörku. Við hans starfi taka Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Fjölnir og FH hafa mæst fjórtán sinnum í deildarkeppni. Allir leikirnir hafa verið í A-deild. Af þessum fjórtán leikjum hefur Fjölnir unnið tvo. Ellefu hafa endað með sigri Hafnarfjarðarliðsins og einn leikur með jafntefli. Báðir sigurleikir Fjölnis gegn FH áttu sér stað sumarið 2017. 2-1 sigur Fjölnis í Grafarvoginum á FH undir lok móts árið 2017 hafði það í för með sér að Fjölnir svo gott sem tryggði sæti sitt í deildinni það tímabilið. Eins og flestum Fjölnismönnum er kunnugt léku þessi lið til bikarúrslita árið 2007. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en FH skoraði eitt mark gegn engu marki Fjölnis í framlengingunni.
Mikill samgangur hefur verið á milli Fjölnis og FH í gegnum tíðina. Meðal leikmanna sem leikið hafa fyrir bæði félög eru Gunnar Már Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Magnús Ingi Einarsson, Atli Guðnason, Guðmundur Karl Guðmundsson og margir fleiri.
Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.
Flykkjumst á völlinn. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Sjá einnig:
Leikmenn sem hafa leikið 100 leiki eða fleiri fyrir Fjölni*
Hans Viktor Guðmundsson – 100 leikir
Aron Sigurðarson – 103 leikir
Guðný Jónsdóttir – 104 leikir
Oddný Karen Arnardóttir – 106 leikir
Pétur Georg Markan – 108 leikir
Aníta Björk Bóasdóttir – 110 leikir
Ásgeir Aron Ásgeirsson – 110 leikir
Ómar Hákonarson – 111 leikir
Helena Konráðsdóttir – 112 leikir
Hrefna Lára Sigurðardóttir – 119 leikir
Þórir Guðjónsson – 125 leikir
Tinna Þorsteinsdóttir – 129 leikir
Sonný Lára Þráinsdóttir – 141 leikur
Kristjana Ýr Þráinsdóttir – 147 leikir
Íris Ósk Valmundsdóttir – 156 leikir
Bergsveinn Ólafsson – 162 leikir
Illugi Þór Gunnarsson – 164 leikir
Ásta Sigrún Friðriksdóttir – 189 leikir
Þórður Ingason – 194 leikir
Elín Heiður Gunnarsdóttir**
Þorvaldur Logason**
Leikmenn sem leikið hafa yfir 200 leiki fyrir Fjölni
Gunnar Valur Gunnarsson – 204 leikir
Guðmundur Karl Guðmundsson – 222 leikir
Gunnar Már Guðmundsson – 258 leikir
*Listinn er birtur með fyrirvara um að mögulega vanti örfáa leikmenn á listann. Listinn er unninn upp úr öðrum lista sem kynntur var þegar leikmenn með yfir 100 leiki fyrir Fjölni voru verðlaunaðir á stuðningsmannakvöldi vorið 2018. Allar ábendingar eru vel þegnar.
** Bæði Elín Heiður og Þorvaldur hafa leikið yfir 100 leiki fyrir Fjölni. Undirrituðum er ekki kunnugt um nákvæman leikjafjölda. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
21 – Christian Sivebæk
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Samið við þjálfara sunddeildar Fjölnis
16/07/2020þjálfarar,samið,samningarSund




Þjálfari óskast til að hafa umsjón með leikskólahópum
Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að hafa yfirumsjón með leiksskólahópum deildarinnar veturinn 2020 – 2021.
Um er að ræða æfingar sem fara fram á sunnudagsmorgnum. Hóparnir eru fimm talsins og eru iðkendur frá tveggja ára aldri.
Í tímunum er lögð áhersla á hreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.
Óskað er eftir ábyrgum aðila með menntun sem nýtist í starfi s.s íþróttafræðimenntun eða aðra sambærilega menntun.
Nánari upplýsingar veitir Íris Svavarsdóttir á iris@fjolnir.is eða í síma 694-8451.
Umsóknarfrestur er 6. ágúst 2020.
Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
15/07/2020Knattspyrna,Handbolti,Körfubolti,Tennis,Sund,Listskautar,Íshokkí,Frjálsar,Karate,Félagið okkar,HaustönnFimleikar
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.
Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!
Októberfest Grafarvogs
Við bjóðum haustið velkomið á Októberfest Grafarvogs laugardaginn 26. september.
Borðapantanir á vidburdir@fjolnir.is.
Glæsileg dagskrá, frábær matur frá Múlakaffi og tryllt ball með Magna í Á móti sól, Jónsa Í svörtum fötum og Sölku Sól. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!
Matur + ball: kr. 8.900.-
Ball: kr. 3.900.- í forsölu.
kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
Það eru 12 sæti á borði.
Reynslan sýnir að þar sem Grafarvogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!
Knattspyrnudeildin auglýsir tvö störf
Knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir tvö spennandi þjálfarastörf: Yfirþjálfari yngri flokka karla 2-8.fl. og Yfirþjálfari yngri flokka kvenna 2-8.fl. Fjölnir er ein fjölmennasta knattspyrnudeild landsins. Um er að ræða tvö 100% stöðugildi.
Viðkomandi heyrir undir barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið fotbolti@fjolnir.is eða inni á Alfred.is
Sjá nánar hér:
https://alfred.is/starf/yfirthjalfari-yngri-flokka-karla
https://alfred.is/starf/yfirthjalfari-yngri-flokka-kvenna
Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Steindór Birgisson, formaður BUR, í síma 661-4236 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is
Upphitun. KA - Fjölnir
Pepsi Max deild karla
6. umferð
KA – Fjölnir
Mánudaginn 13. júlí kl. 18:00 á Akureyrarvelli
Eftir tapið gegn Gróttu í síðustu umferð situr Fjölnir í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, einu stigi á eftir KA sem er komið í fallsæti eftir 4-1 tap gegn Fylki í síðustu umferð. Það er öllum Fjölnismönnum ljóst að upphaf tímabilsins hefur verið gríðarleg vonbrigði. Eftir fimm umferðir hefur Fjölnir náð í eitt stig, það er versta stigasöfnun Fjölnis á þessum tímapunkti í Íslandsmóti a.m.k. frá aldamótum (undirrituðum gafst ekki tími til að grafa upp úrslit fyrir aldamót). Við enda ganganna hlýtur að leynast ljós. Andstæðingar okkar í næsta leik hafa heldur ekki hafið Íslandsmótið með neinum glæsibrag. KA tapaði í síðustu umferð fyrir Fylki, 4-1. Hinn tapleikur KA í sumar kom gegn ÍA. Báðir heimaleikir KA í sumar hafa endað með jafntefli, gegn Víkingi og Breiðabliki. KA hefur leikið leik færra en flest önnur lið. Það er morgunljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða á mánudaginn kemur. Reikna má með því að fyrirliði Fjölnis, Hans Viktor Guðmundsson, byrji leikinn gegn KA. Leikurinn verður hundraðasti leikur hans á ferlinum. Hans Viktor hefur alla tíð leikið með Fjölni.
Fyrri viðureignir félaganna
Fjölnir þekkir það ágætlega að snúa við afleitri byrjun með sigri á Akureyrarvelli. Tímabilið 2007, þegar Fjölnir tryggði sér sæti í A-deild í fyrsta sinn, hófst með miklum vonbrigðum. Eftir að Fjölnir hafði einungis nælt sér í eitt stig í fyrstu þremur leikjum Íslandsmótsins árið 2007 unnu okkar menn stórsigur á KA, 0-6. Eftir þann sigur var ekki aftur snúið. Fjölnir flaug upp um deild og í bikarúrslit það ár. Nú er ekki annað í boði en að endurtaka leikinn frá árinu 2007 og gera ferð á Akureyrarvöll að vendipunkti tímabilsins. Þá er tími til kominn að Fjölnir leggi KA í efstu deild. KA, og nú Grótta, eru þau lið sem Fjölnir hefur mætt í A-deild en aldrei unnið á þeim vettvangi. KA og Fjölnir hafa mæst fjórum sinnum í A-deild. Báðir leikirnir í Grafarvogi hafa endað með jafntefli en KA unnið leikina tvo á Akureyri. Í deildarkeppnum hafa KA og Fjölnir leikið átján leiki. Liðin hafa unnið sitt hvora sjö leikina. Fjórar viðureignir Fjölnis og KA hafa endað með jafntefli.
Tengingar á milli Fjölnis og KA
Nokkur tengsl eru á milli Fjölnis og KA. Þjálfari KA-manna, Óli Stefán Flóventsson, lék með Fjölni með góðum árangri tímabilið 2008. Tíu árum síðar lék núvernadi fyrirliði KA, Almarr Ormarsson, með Fjölni. Tveir fyrrverandi formenn knattspyrnudeildar Fjölnis, þeir Árni Hermannsson og Kristján Einarsson ólust upp í KA og léku með félaginu. Þá lék Torfi Tímoteus Gunnarsson með KA sem lánsmaður á síðustu leiktíð. Ekki er hægt að minnast á tengingar KA og Fjölnis án þess að nefna Gunnar Val Gunnarsson sem ólst upp hjá Akureyrarliðinu. Að frátöldum tveimur tímabilum með KA og nokkrum leikjum með Vængjum Júpíters lék Gunni Valur allan sinn meistaraflokksferil með Fjölni. Aðeins Guðmundur Karl Guðmundsson og Gunnar Már Guðmundsson hafa leikið fleiri leiki fyrir félagið okkar en Gunni Valur. Alls lék Gunnar Valur 204 leiki fyrir Fjölni og er nú einn liðstjóra Fjölnisliðsins. Í baráttunni sem framundan er á yfirstandandi tímabili er nauðsynlegt að Fjölnismenn tileinki sér leikstíl Gunnars Vals Gunnarssonar sem einkenndist af þrautsegju, fórnfýsi og ástríðu.
Snúum bökum saman og styðjum lið okkar til sigurs. Áfram Fjölnir!
Miðasala á leikinn er hafin. Nánar hér.
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
21 – Christian Sivebæk
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson
Sjá einnig:

Rafíþróttahópur Fjölnis keppti í Rocket League
Fjölnir átt eitt lið á 3v3 móti í Rocket League hjá Rocket League Ísland (RLÍS) sem fór fram sunnudaginn 31. maí síðastliðinn. Mótið er hluti af sumarmótaröð RLÍS.
Þetta höfðu okkar menn að segja eftir mótið:
„Við kláruðum riðilinn okkar í öðru sæti með fjóra sigra og eitt tap, og vorum svo naumlega slegnir út í fyrsta leik útsláttarkeppninnar. Sú leikjasería var sýnd í beinni með lýsendum. Að ná í útsláttarkeppnina var lágmark sem við vildum fyrir mót, þó við virkilega vildum ná í undanúrslit“.
Hér má sjá Facebook síðu Rocket League Ísland: https://www.facebook.com/RocketLeagueIceland
Hér má sjá stöðuna eftir riðlakeppnina.
Liðið skipuðu þeir Smívar, Scooby og HemmiGumm.
#FélagiðOkkar

Mynd fengin frá Facebook síðu Rocket League Ísland.
Þrjár Fjölnisstúlkur í landsliðshóp EM
Þrjár frá Fjölni í landsliðshóp fyrir EM 2021 í hópfimleikum.
Hópfimleikastúlkurnar Kristín Sara Stefánsdóttir, Sunna Lind Bjarkadóttir og Guðrún Hrönn Sigurðardóttir voru allar valdar í landsliðshópa fyrir Evrópumótið í Danmörku 2021. Mótið mun fara fram 14. – 17 apríl í Kaupmannahöfn.
Kristín Sara var valin í blandað lið fullorðinna, Sunna Lind í stúlknalið og Guðrún Hrönn í blandað lið unglinga.
Einnig erum við stolt af því að Katrín Pétursdóttir okkar er þjálfari blandaðs liðs fullorðina.
Við óskum þessum flottu fulltrúum okkar innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessari vegferð.
Verkefninu var formlega hrint af stað með fyrstu æfingarviku liðanna sem hófst í gær.
Hér má sjá landsliðshópana í heild sinni ásamt þjálfurum liðanna