FÉLAGSFATNAÐUR


VÖRUR OG VERÐ

Upplýsingar um vörur og verð eru aðgengilegar inná heimasíðum söluaðila
Allar deildir Fjölnis klæðast nú upphitunarfatnaði frá Puma hægt að versla HÉR
og í verslun Margt smátt, Guðríðarstíg 6-8.
Hægt er að máta og panta GK Fjölnisvörur á auglýstum mátunardögum hjá Fimleikadeild Fjölnis. Vörur eru venjulega ekki til á lagar og því þarf að panta allar vörur sem er áætlað að taki 4-6 vikur að koma eftir að pöntun hefur verið send inn.

 

Í HVAÐA HÓP ER IÐKANDINN ?

Til þess að velja viðeigandi fimleikafatnað þá þurfa foreldrar að vita í hvaða fimleikahóp barnið stundar æfingar. Iðkendur sem stunda fimleika fyrir alla þurfa ekki sérstakan Fjölnisfatnað, en við hvetjum foreldra samt sem áður til þess að kaupa keppnisbol Fjölnis ef stefnt er að því að kaupa fimleikafatnað. Það er mikilvægt að iðkendur sem stunda fimleika í keppnis- eða úrvalshópum eigi viðeigandi fatnað. Einnig er nauðsynlegt að vita í hvaða þrepi/flokki iðkandinn er í svo að hægt sé að taka ákvarðanir hvenær það hentar að kaupa keppnisfatnað.

 

KEPPNISFATNAÐUR

Fjölnis keppnisbolir, buxur, stuttbuxur og leggings eru frá GK. Breytingar tóku að fullu gildi haustið 2020.

 

ÁHALDAFIMLEIKAR – keppnisfatnaður

Stúlkur í 4. – 6.þrepi: Keppnisbolur fyrir yngri – Peysa og buxur frá Puma
Stúlkur í 1. – 3.þrepi: Keppnisbolur fyrir eldri – Peysa og buxur frá Puma
Drengir í 4. – 6.þrepi: Keppnisbolur stráka 1, stuttbuxur – Peysa og buxur frá Puma
Drengir í 1. – 3.þrepi: Keppnisbolur stráka 2, stuttbuxur, buxur – Peysa og buxur frá Puma

 

HÓPFIMLEIKAR – keppnisfatnaður

Stúlkur í 3. – 5. flokki: Keppnisbolur fyrir yngri, GK leggings – Peysa frá Puma
Stúlkur í 1 – 2. flokki og mfl: Hópfimleikagalli – Peysa frá Puma
Drengir í yngri flokki: Keppnisbolur stráka, stuttbuxur – Peysa og buxur frá Puma

 

HVAÐ ER ÞESSI ÁKVEÐNI FATNAÐUR LENGI Í NOTKUN ?

Lagt er upp með að hafa hverja vöru fyrir sig til sölu í að lágmarki 3 ár í senn. Það getur þó verið breytilegt og eru ákveðnar vörur til sölu í skemmri eða lengri tíma.

  • Keppnisbolur stúlkna í 4. – 5.þrepi og 5. – 3.flokk var tekinn í notkun haustið 2019
  • Keppnisbolur stúlkna í 1. – 3.þrepi var tekinn í notkun haustið 2020
  • Keppnisbolur, stuttbuxur og buxur stráka var tekið í notkun haustið 2019 verður í notkun úr keppnistímabilið vor 2024
  • Keppnisbolur stráka í 4. – 6.þrepi var tekinn í noktun haustið 2023
  • Fjölnisgalli stúlkna og drengja var tekið í notkun haustið 2022
  • Hópfimleikagalli stúlkna var tekinn í notkun vorið 2023
  • Hópfimleikaleggings voru teknar í notkun haustið 2018

 

Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir má nálgast á skrifstofu Fjölnis.

Keppnisbolur yngri
Keppnisbolur áhaldafimleikar eldri
Keppnisbolur strákar 1
Keppnisbolur strákar 1
Keppnisbolur strákar 2
GK leggings
Upphitunarfatnaður frá Puma
Upphitunarpeysa Puma
Upphitunarbuxur Puma