getraunakaffi
Getraunanúmer Fjölnis er 112.
Allir sem vilja styðja Fjölni eru beðnir um að setja okkar félaganúmer á seðilinn.
Reglur í hópleik:
- Hópleikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í getraunastarfi Fjölnis. Tveir einstaklingar mynda hvern hóp og gefa honum nafn til aðgreiningar frá öðrum hópum.
- Spilað verður rafrænt í einum riðli í 8 vikur eða alla laugardagsmorgna frá 31. október 2020 til og með 19. desember 2020.
- Allir þátttakendur senda inn tvo seðla sjálfir rafrænt í gegnum 1×2.is/felog. Þessir seðlar skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
- Gleymi hópur að senda inn raðir þá fær sá hópur lægsta skor þeirrar viku í riðlinum.
- Keppnin stendur yfir í 8 vikur og gilda 7 bestu vikurnar í leiknum. Hópurinn sem er með flesta leiki rétta sigrar.
- Ef fleiri en einn hópur er jafn eftir 8 vikur þá vinnur það lið sem er með fleiri rétta samtals úr síðustu þremur umferðunum. Sé ennþá jafnt þá verður varpað hlutkesti.
Vinsamlega millifærið á eftirfarandi:
Upphæð: 4.990 kr.
Rkn: 0114-05-060968
Kt: 631288-7589
Skýring: Nafn liðs
Facebook hóp utan um Getraunakaffið má finna með því að smella hér.
