getraunakaffi


Getraunanúmer Fjölnis er 112.

Allir sem vilja styðja Fjölni eru beðnir um að setja okkar félaganúmer á seðilinn.

Reglur í hópleik:

  1. Hópleikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í getraunastarfi Fjölnis. Tveir einstaklingar mynda hvern hóp og gefa honum nafn til aðgreiningar frá öðrum hópum. Skráning fer fram í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is þar sem koma þurfa fram nöfn beggja liðsmanna, kennitölur, sími, netfang og nafn á liðinu.
  2. Spilaður verður 10 vikna hópleikur þar sem bestu 7 skiptin gilda eða alla laugardagsmorgna frá 13. janúar til 16. mars 2024.
  3. Allir þátttakendur senda inn tvo seðla sjálfir rafrænt í gegnum 1×2.is/felog. Þessir seðlar skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
  4. Gleymi hópur að senda inn raðir þá fær sá hópur lægsta skor þeirrar viku í riðlinum.
  5. Keppnin stendur yfir í 10 vikur og gilda 7 bestu vikurnar í leiknum. Hópurinn sem er með flesta leiki rétta sigrar.
  6. Ef fleiri en einn hópur er jafn eftir 10 vikur þá vinnur það lið sem er með fleiri rétta samtals úr síðustu þremur umferðunum. Sé ennþá jafnt þá verður varpað hlutkesti.

Vinsamlega millifærið á eftirfarandi:
Upphæð: 6.900 kr.
Rkn: 0114-05-060968
Kt: 631288-7589
Skýring: Nafn liðs

Kvittun: 1×2@fjolnir.is

Facebook hóp fyrir Getraunakaffið má finna með því að smella hér.