Félagsfatnaður


Körfuknattleiksdeild Fjölnis er með samning við Henson um æfinga- og keppnisfatnað.

Það er ekki skylda að eiga keppnisbúning og nægir að mæta í einhverju gulu á fyrstu körfuboltamótin sín en við hvetjum forráðamenn þó til að kaupa keppnisbúninga fyrir iðkendur þannig að þau fái sem fyrst að upplifa sig sem Fjölnismenn.

Lagt er upp með að iðkendur sem keppa á Íslandsmótum séu í keppnisbúningum þegar þeir keppa fyrir Fjölni.

Allir verða að vera í sama lit af sýnilegum undirfötum, hvítt, svart eða sami litur og keppnisbúningar eru.

Deildin stendur fyrir i söludögum þar sem iðkendur geta komið og mátað réttar stærðir og pantað fatnað. Greiða þarf við pöntun. Afhending getur tekið allt að þremur vikum.

Afhendingardagar eru auglýstir sérstaklega á heimasíðu.

Ef stærðir eru þekktar þá má panta HÉR