Stefnumótun


Áhersluatriði deildarinnar eru sett upp miðaðvið aldur iðkenda og er sem hér segir:

2-10 ára

Á þessum fyrstu árum iðkenda í skipulögðu íþróttastarfi er starfið spennandi og eru iðkendur sérstaklega móttækilegir fyrir nýjungum og fjölbreyttri hreyfingu. Þá eru mikil tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á áhuga þeirra fyrir tilteknum íþróttum eða íþróttum og hreyfingu almennt. Því er lögð sérstök áhersla á að styrkja innri áhugahvöt iðkenda með það fyrir augum að þeir njóti ástundunarinnar finnist skemmtilegt í íþróttum og rækti með sér djúpstæðan áhuga og ástríðu á íþróttum. Lagður er grunnur að íþróttaiðkun til framtíðar. Ásamt því að leggja áherslu á kennslu í tækniatriðum og tækniþjálfun er áhersla á að gera æfingar skemmtilegar, fjölbreyttar og spennandi. Fjölbreyttar æfingar auka áhuga og ánægju af þátttökunni, auka hreyfiþroska og hreyfifærni, draga úr líkum á álagsmeiðslum sem og brottfalli úr íþróttinni.

11-14 ára

Á þessum árum fara einstaklingar að verða sjálfstæðari og sækja frekar stuðning og viðmið jafningjahópsins en foreldra. Í slíkum tilvikum myndast oft tómarúm þar sem gildi og viðmið samfélagsins verða óskýr og einstaklingar geta villst af leið. Mikilvægt er því að íþróttafélagið sinni félagslegu uppeldisstarfi og standi vörð um þau gildi og viðmið sem æskileg eru.
Áhersla er á gott skipulag og góða hegðun þar sem enginn er stærri en liðið. Þjálfarar setja skýr viðmið og viðurlög um mætingar og hegðun ásamt því að umbuna eða hrósa fyrir góða mætingu og æskilega hegðun.

14-16 ára

Á unglingsárunum standa einstaklingum ýmsir valkostir til boða. Lagt er upp með að styrkja innri metnað þeirra gagnvart íþróttaiððkuninni sem leiðir til meiri aga, skuldbindingar og betri árangurs í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Árangur í íþróttum sem og öðru í lífinu næst aðeins með því að leggja sig verulega vel fram. Áhersla er á að kenna iðkendum, að árangur næst aðeins með því að leggja sig fram í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Þjálfarar auka skilning iðkenda á að árangur krefst aga, ástundunar og fórna. Þeir leggja áherslu á að iðkendur skuldbindi sig til að taka þátt í starfinu af heilum hug og leggi sig fram á öllum æfingum. Mikil áhersla á góða ástundun.

17 ára og eldri

Á þessu stigi er lögð sérstök áhersla á að virkja alla þá þætti sem búið er að fara í gegnum fram til essa með .að fyrir augum að ná árangri í víðum skilningi þess orðs. Árangur felst ekki eingöngu í því að ná góðum úrslitum í keppni, heldur einnig í því að iðkendur standi sig almennt vel í þeim verkefnum sem þeir standa frammi fyrir, t.d. námi, vinnu og samskiptum.
Áhersla er á að iðkendur standi sig vel þrátt fyrir ágjöf og sýni þrautseigju í leið að árangri. Þjálfarar hvetja og styrkja á jákvæðan hátt, eru almennt hvetjandi og hafa trú á að iðkendur geti náð árangri og gert góða hluti. Jafnframt setja þeir upp áskoranir fyrir iðkendur svo þeir þurfi sífellt að taka á öllu sem þeir eiga. Þetta er byggt upp til að sýna að mótlæti er eðlilegur þáttur í lífsins verkefnum og það ákvarðar árangur og mótar karakter okkar hvernig við bregðumst við mótlæti.