Fjölnisfólk á Norðurlandamótinu í U16 körfubolta

U16 landslið Íslands í körfubolta – bæði drengja og stúlkna – eru nú stödd í Finnlandi, þar sem Norðurlandamótið fer fram dagana 1.–6. júlí

Við hjá Fjölni erum stoltust af okkar fólki sem tekið hefur sæti í hópunum:

Frá Fjölni eru:

U16 stúlknalið

Arna Rún Eyþórsdóttir

Elín Heiða Hermannsdóttir

Helga Björk Davíðsdóttir

Aðstoðaþjálfari: Stefanía Ósk Ólafsdóttir

U16 drengjalið

Ísarr Logi Arnarsson

Þjálfari: Baldur Már Stefánsson

🎥 Streymisaðgangur

Til að fylgjast með leikjunum í beinni eða í endursýningu, er hægt að kaupa aðgang að streymi á Start | koristv.fi

🌐 Upplýsingasíður mótsins
Stelpurnar –  https://tulospalvelu.basket.fi/category/44060!kvkp2526/group/302254

Drengirnir –  https://tulospalvelu.basket.fi/category/42633!kvkp2526/tables

💪 Gleðilegar hamingjuóskir og góðs gengis
Við óskum ykkur öllum til hamingju með frábæran árangur. Það er ómetanlegt að sjá okkar fólk taka þátt í alþjóðlegum keppnum — Áfram Fjölnir!


Benedikt Rúnar Guðmundsson ráðinn í starf þjálfara yngri flokka

Gengið hefur verið frá ráðningu Benedikts Rúnars Guðmundssonar í starf þjálfara yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis.

Benedikt þarf vart að kynna fyrir körfuboltaunnendum, enda hefur hann vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir þjálfarastörf sín. Hann á langan og farsælan feril að baki, hefur unnið með fjölmörgum félagsliðum og oft hlotið Íslands- og bikarmeistaratitla með bæði unglinga- og meistaraflokki. Síðastliðinn vetur þjálfaði hann lið Tindastóls í Bónusdeild karla, sem háði úrslitaeinvígi við Stjörnuna á dögunum. Benedikt hefur jafnframt þjálfað marga yngri flokka og verið þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. Nú tekur hann við yngri flokkum Fjölnis og er væntanlegur til að styrkja og efla starf deildarinnar enn frekar.

Arnar B. Sigurðsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Fjölnis: „Ráðning Benedikts er stórt skref í okkar stefnu um að hækka prófíl og styrkja stöðu Fjölnis í íslenskum körfuknattleik. Með reynslu og þekkingu mun Benedikt leiða yngri flokkana áfram á vegi framfara og þróunar. Við í stjórninni erum sannfærð um að með ráðningu hans styrkjum við enn frekar þá öru uppbyggingu sem átt hefur sér stað í yngriflokkastarfi félagsins á síðustu árum.“

Benedikt Rúnar Guðmundsson: „Ég er mjög spenntur fyrir nýju verkefni hjá Fjölni. Þessi hópur er áhugaverður og metnaðarfullur, og ég hlakka til að vinna með stjórn, iðkendum og öðrum þjálfurum, mörgum þeirra hef ég unnið með áður. Síðan ég var hjá Fjölni tímabilið 2020–2021 hefur alltaf verið planið að koma aftur, því hér leið mér mjög vel. Ég er því hæstánægður að vera kominn aftur og vera partur af frábæru ungliðastarfi.“


Baldur Már framlengir hjá Fjölni

Baldur Már framlengir hjá Fjölni

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur framlengt samning við Baldur Má Stefánsson sem þjálfara meistaraflokks karla. Baldur tók við liðinu í nóvember síðastliðnum og leiddi það úr neðri hluta deildarinnar í sæti í undanúrslitum – árangur sem sýnir bæði styrk og stefnu í þjálfun Baldurs.

Baldur er vel þekktur innan félagsins, en á árum áður starfaði hann sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni í tvö ár, ásamt því að þjálfa drengja- og unglingaflokka félagsins með góðum árangri. Hann hefur einnig komið víða við í þjálfun, meðal annars hjá Stjörnunni, Álftanes, Breiðabliki og yngri landsliðum Íslands. Áður en Baldur snéri aftur í Grafarvoginn starfaði hann sem aðstoðarþjálfari ÍR í Bónusdeildinni.

Baldur segir sjálfur um framhaldið: „Ég er gríðarlega spenntur fyrir uppbyggingunni hjá okkur í Fjölni bæði innan og utan vallar. Við erum með sterkt lið og efnilega yngri flokka. Markmiðið er að stækka körfuboltasamfélagið í Grafarvoginum og koma liðinu á hærri stall.“

Stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis fagnar áframhaldandi samstarfi við Baldur: „Það er okkur mikilvægt að halda áfram með Baldur við stjórnvölinn. Hann hefur skýra sýn á framhaldið, þar sem byggt er á sterkum kjarna heimamanna og áframhaldandi þróun yngri leikmanna félagsins. Við erum spennt fyrir framtíðinni og þeirri vegferð sem við höfum hafið saman.“

Við óskum Baldri áframhaldandi góðs gengis í Grafarvogi – framtíðin er björt!


Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla í körfubolta

Risafréttir úr Grafarvoginum!
Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla Fjölnis í körfubolta.
Fjölnir Karfa hefur ráðið Baldur Má Stefánsson sem þjálfara meistaraflokks karla út tímabilið.  Baldur Már hefur síðustu tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR ásamt því að hafa stýrt drengja- og unglingaflokki ÍR.
Áður en Baldur gekk til liðs við ÍR starfaði hann hjá okkur í Fjölni sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í tvö ár sem og stýra drengja- og unglingaflokki okkar með góðum árangri.
Að auki hefur Baldur komið víða við í þjálfun, þar á meðal hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár, sem og starfað sem aðstoðarþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og unnið með ungum og efnilegum leikmannahópum.
,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ég átti tvö frábær ár hérna í Grafarvoginum og líður mjög vel að koma aftur inn í Dalhús. Þetta er skemmtilegur leikmannahópur og ég hlakka mikið til að hefjast handa og byrja að vinna með þessum strákum," sagði Baldur við tilefnið.
Við bjóðum Baldur Má velkominn á ný í Grafarvoginn!
KKD Fjölnis

Tveir ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Fjölnis

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við tvo unga og efnilega leikmenn félagsins, þá Kjartan Karl Gunnarsson og Garðar Kjartan Norðfjörð, um að leika með meistaraflokki á komandi tímabili.

Báðir leikmenn hafa verið hluti af meistaraflokki Fjölnis á síðustu misserum og spilað alla yngri flokka félagsins með miklum árangri.

Kjartan, sem hefur leikið með Fjölni frá unga aldri, hefur sýnt ótrúlegan þrótt og hæfileika á vellinum.

Garðar, einnig með djúpar rætur í félaginu, hefur einnig skarað fram úr í yngri flokkum.

Þeirra framlag til yngri flokka hefur verið mikilvægt og hafa báðir sýnt og sannað góðan leikskilning og hæfni á vellinum og gert þá að lykilmönnum í sínum árgöngum.

Við hlökkum til að fylgjast með þeim Kjartani og Garðari í vetur og sjá þá taka þátt í spennandi verkefni meistaraflokks Fjölnis.


Fjölnir semur við Sæþór Elmar Kristjánsson

Sæþór Elmar Kristjánsson hefur skrifað undir samning við Fjölni um að leika með liðinu í 1. deild á komandi leiktíð.

Sæþór Elmar lék á síðasta tímibili með Hetti Egilsstöðum.  Sæþór er uppalinn í ÍR þar sem hann hefur leikið lengst af sínum ferli.

„Það er mikill heiður að fá Sæþór til okkar,“ sagði Borche Ilievski þjálfari Fjölnis. „Hann er reynslumikill leikmaður sem er þekktur fyrir frábæra skothæfileika sína og við erum spenntir að fá hann í okkar leikmannahóp.“

Fjölnir býður Sæþór kærlega velkominn í Grafarvoginn!

 


Arnþór Freyr og Gunnar komnir aftur heim!

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gert samninga við tvo uppaldna Fjölnismenn, Arnþór Freyr Guðmundsson (Addú) og Gunnar Ólafsson, sem munu leika með liðinu í 1. deild karla á komandi tímabili.  Báðir leikmenn skrifuðu undir samninga við félagið í dag.
Gunnar Ólafsson kemur til liðsins frá Fryshuset Basket í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár. Fyrir þá tíma lék Gunnar með Stjörnunni á tímabilinu 2019-2022, ásamt því að spila fyrir LEB Oro clun Oviedo CB á Spáni. Hann hefur einnig leikið tvö tímabil fyrir Keflavík, það fyrra 2013-2014 áður en hann hélt í bandaríska háskólaboltann þegar hann lék með St. Francis College í fjögur ár, og það síðara að námi loknu tímabilið 2019-2020.  Gunnar spilaði fyrir íslenska landsliðið á árunum 2017 til 2019.
Addú, sem einnig er uppalinn í Fjölni, lék með Stjörnunni frá árinu 2015 eftir að hafa leikið fyrir Tindastól sama ár.  Addú lék einnig á árum áður í EBA deildinni á Spáni þegar hann spilaði bæði með Albacete og Alcázar þar í landi áður en hann snéri aftur til Fjölnis tímabilið 2014-2015.
Báðir leikmenn eru vel stemmdir fyrir komandi tímabili. “Ég er virkilega ánægður að vera kominn heim í Grafarvoginn.  Mér líst vel á hópinn og er spenntur fyrir komandi tímabili og hlakka til að taka þátt í því verkefni að koma Fjölni upp í efstu deild, þá sérstaklega fyrir hann Matta heitinn,” sagði Addú.  Gunnar var því sammála og sagðist spenntur fyrir tímabilinu:  “Ég er mjög ánægður að vera kominn heim í uppeldisfélagið.”

Borche Ilievski þjálfari liðsins var að vonum ánægður með fréttir dagsins og sagði þá Addú og Gunnar styrkja liðið til muna. “Strákarnir eru frábær viðbót fyrir Fjölni. Addú er mikill leiðtogi innan sem utan vallar og munum við stóla á hann til að móta andrúmsloftið á vellinum og vera yngri og eldri leikmönnum innan handar.  Hann er einnig mikill "playmaker" og góður varnarmaður auk þess sem hann getur skotið vel utan af velli.  Gunnar er frábær varnarmaður og gríðarlega mikilvæg viðbót í liðið okkar því hann getur auk þess skotið vel að utan sem og keyrt á körfuna.  Hann hefur verið einn af betri varnarmönnum landsins í efstu deild og hæfni hans til að  verjast í mörgum stöðum og vinna úr ógnunum verður ómetanlegt fyrir okkur.”
Fjölnir býður þá Gunnar og Arnþór velkomna aftur í Grafarvoginn!

#FélagiðOkkar


Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta!

Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta! 🏀🇮🇸

Þjálfarar yngri landsliða hafa valið lokahópa fyrir komandi landsliðsverkefni sumarsins og er það sönn ánægja að tilkynna að átta leikmenn frá Fjölni hafa verið valdið í lokahópa U15 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna.
U15 liðin keppa á alþjóðlegu móti í Finnlandi í ágúst, á meðan U20 liðin leika bæði á NM og FIBA EM mótum í sumar.
Hér má sjá fulltrúa Fjölnis sem eru í lokahópum landsliðanna í sumar. Við erum ákaflega stolt af iðkendunum okkar og óskum við þeim góðs gengis í komandi verkefnum fyrir landsliðið 💙💛
U15 drengja:
Benóný Gunnar Óskarsson
Ísarr Logi Arnarsson
U15 stúlkna:
Aðalheiður María Davíðsdóttir
Elín Heiða Hermannsdóttir
Helga Björk Davíðsdóttir
U20 karla:
Daníel Ágúst Halldórsson
U20 kvenna:
Bergdís Anna Magnúsdóttir
Heiður Karlsdóttir

Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Fulltrúar Fjölnis í æfingahópum yngri landsliða í körfubolta

Það gleður okkur að tilkynna að eftirtaldir leikmenn okkar hafa verið valdir áfram í næstu æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Þar hafa verið valdir minni æfingahópar í kjölfar æfinganna í desember sl. hjá fyrstu stóru hópunum en næst verða æfingar hjá liðunum 16.-18. febrúar.

Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.

Við vorum að fá þessar gleðilegu fréttir inn á borð hjá okkur í körfunni og sendum hamingjuóskir á okkar frábæru iðkendur sem eru nú einu skrefi nær lokaúrtaki í verkefni sumarsins hjá yngri landsliðunum.

Við erum ótrúlega stolt af okkar unga fólki og metnaðnum þeirra

Áfram Fjölnir!