Þorrablót 2023

Nú styttist í Þorrablótið, aðeins 51 dagur í þessa veislu!

Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.

Enn er nokkur laus borð og því um að gera að fara panta sér borð.

Svona fara borðapantanir fram:

Þú sendir tölvupóst á vidburdir@fjolnir.is með eftirfarandi upplýsingum;

  • Fullt nafn og símanúmer þess sem pantar
  • Fjölda gesta á borði
  • Númerið á borðinu sem þið óskið eftir
  • Ef þið eruð fleiri eða færri en 12 þá látið þið okkur vita og við finnum út úr því.

Hér við hliðina má sjá þau borð sem eru laus (Uppfært 1. desember 2022)


Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!

Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️

Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️

Gleðileg Fjölnisjól!


Fjölnismótið í körfubolta fyrir börn fædd 2012-2016

Helgina 19-20 nóvember fer Fjölnismótið fram með pompi og prakt í Dalhúsum og Fjölnishöllinni í Egilshöll.

Fjölnismótið er eitt allra skemmtilegasta mót sem haldið er fyrir þennan aldurshóp!

Meðal þess sem verður gert er meiriháttar körfuboltafjör, kvöldvaka á laugardagskvöldinu og einnig verður frítt í bíó!

Verðið er 6500 kr. fyrir hvern þátttakanda og fer skráning fram í gegnum karfa@fjolnir.is. Skráningu lýkur 13. nóvember.

 

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um mótið:

Fjölnismótið


Þorrablót Grafarvogs 2023

Hið margrómaða Þorrablót Grafarvogs 2023 verður haldið hátíðlegt þann 21. janúar næstkomandi!

Hér við hliðina má sjá borðaskipanina. Til þess að panta borð þarf að senda email á vidburdir@fjolnir.is

Miðasala á ballið sjálft fer í gegnum tix.is

Hlökkum til að sjá ykkur í partýi aldarinnar!

Uppfært 1. desember 2022

FJÖLNIR X PUMA

Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!

Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir

Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.

Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.

Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!

#FélagiðOkkar

Myndir: Gunnar Jónatansson


Tímabundin breyting á æfingatöflu í handbolta og körfubolta

Vegna uppsetningar á áhorfendastúku í sal 2 í Fjölnishöll munu æfingatímar í handbolta og körfubolta breytast frá og með 6. september til og með 18. september. Reynt var að halda sömu tímasetningum en einhverjar æfingar færast úr Fjölnishöll í Dalhús og einhverjir flokkar æfa saman.

Töfluna má nálgast hér: 2022_Tímabundin æfingatafla fyrir handbolta og körfubolta vegna uppsetningar stúku í Fjölnishöll.xlsx

Vinsamlega hafið samband við þjálfara viðeigandi flokka fyrir nánari upplýsingar.

#FélagiðOkkar


Körfuboltabúðir 27. júní - 1. júlí

Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 27. júní - 1. júlí með Aroni Guðmundi.

Skráning fer fram á fjolnir.felog.is

Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is


Körfuboltabúðir Fjölnis, 7.júní - 10.júní

Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 7.júní - 10.júní með einum af okkar allra bestu mönnum fyrr og síðar, Ægi Þór Steinarssyni.

Skráning fer fram á fjolnir.felog.is

Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is


Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ

Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ voru í umsjón Fjölnis þetta árið. Spilaðir voru samtals 19 leikir sem allir fóru fram í Dalhúsum.

Úrslitaleikirnir eru hápunktur hvers tímabils þar sem iðkendur uppskera eftir veturinn. Keppt er til Íslandsmeistaratitils í 1. deildum 9.fl.dr. og st., 10.fl.dr. og st., drengjaflokki, stúlknaflokki og unglingaflokki. Einnig er keppt um meistaratitil í hverri deild (2. til 4. deild). Keppendur eru frá 15 ára aldri og upp úr.

Drengjaflokkur Fjölnis er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik en lokatölur voru 110-83. Karl Ísak Birgisson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum og 10 fráköstum.

Drengirnir okkar í 9. flokki eru Meistarar 4. deildar 🙌🙌💛 Þeir spiluðu úrslitaleik við Val. Leikur Fjölnis og Vals endaði 65-54 Fjölni í vil. Sindri Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins en hann var með 19 stig, 10 fráköst og 28 í framlag 💪🏀

Stelpurnar okkar í 9. flokki lutu í lægra haldi gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins 🏀 þær hafa því lokið keppni á þessu tímabili en þær enduðu deildarkeppnina í 3. sæti 1. deildar 🏀 Jafn og skemmtilegur leikur en skildi að rétt undir leikslok þannig að lokatölur voru 56:45 🏀 Stelpurnar okkar eiga góða framtíð fyrir sér í körfuboltanum og verður gaman að fylgjast áfram með þeim 💛

 

#FélagiðOkkar


Við sjáum um jólatréð!

Körfuknattleiksdeildin stendur að fjáröflun um helgina, 8. og 9. janúar þar sem iðkendur sækja jólatré heim að dyrum gegn 2.500 kr. gjaldi.

Fyllið út í skjalið viðeigandi upplýsingar, greiða þarf fyrir 7. janúar.

https://forms.gle/BnskedZTMahEjNWP8