Við sjáum um jólatréð!

Körfuknattleiksdeildin stendur að fjáröflun um helgina, 8. og 9. janúar þar sem iðkendur sækja jólatré heim að dyrum gegn 2.500 kr. gjaldi.

Fyllið út í skjalið viðeigandi upplýsingar, greiða þarf fyrir 7. janúar.

https://forms.gle/BnskedZTMahEjNWP8


Uppfært: Strætófylgd í vetur

Við verðum með fylgd í strætó fyrir 1. – 2. bekk í vetur eins og undanfarin ár frá öllum frístundarheimilum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal á æfingar sem eru klukkan 14:40 – 15:30 í Egilshöll. Fylgdin hófst miðvikudaginn 1. september. Greinar sem eru í boði eru fimleikar, handbolti, knattspyrna og körfubolti.

Skráning í fylgdina fer fram á fjolnir.felog.is. Vetrargjald (1. september – 31. maí) er 7.900 kr.

Einnig þarf að upplýsa sínu frístundaheimili. Frítt er í strætó fyrir 11 ára og yngri.

Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilisins hvaða daga barnið á að fara á æfingu. Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingin er, ekki er nóg að tilkynna þátttöku samdægurs.

Gott er ef foreldrar hafi tök á að fara með krökkunum í strætó frá frístundarheimilinu og til baka áður en þau fara í sýna fyrstu fylgd.

Við verðum með krakkana úr fylgdinni sér í búningsklefum svo auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.

Fylgdin verður með sama sniði og fyrri ár. Ath. gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á leiðakerfi Strætó. Krakkar sem koma úr Regnbogalandi og Kastala þurfa að labba sjálf út á stoppustöð og til baka frá stoppustöð í frístund eftir æfingar, en það er tekið á móti þeim í vagninum, þeim fylgt á æfingu og til baka aftur. Fylgdarmaður passar upp á að þau fari út á réttri stoppustöð. Sama gildir með Galdraslóð, Fjósið og Úlfabyggð. Starfsfólk frístundarheimilana hafa aðstoðað okkur með fylgdina á stoppustöðvarnar ef þau hafa tök á því. Aðrir skólar fá fylgd frá Frístundarheimilum og til baka. Á mánudögum geta iðkendur úr 7.fl. kk yngri í knattspyrnu komið í fylgdina á æfingu sem hefst kl. 15:30 en foreldrar sækja börnin í Egilshöll eftir æfingu.

Við hvetjum svo foreldra barna í 3. bekk og eldri til að kenna börnum sínum á Strætó.

Í ár er í fyrsta sinn lögð gjaldtaka á fylgdina. Þrátt fyrir styrk frá ÍBR (Íþróttabandalagi Reykjavíkur) þá er kostnaður sem fylgir þessu verkefni of mikill fyrir félagið þar sem styrkurinn nær aðeins yfir hluta kostnaðar.

Upplýsingar um leiðakerfi Fjölnis og Strætó má finna hér


Karl Ísak hvetur iðkendur til að taka þátt

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Karl Ísak Birgisson leikmaður meistaraflokks karla í körfubolta ríður á vaðið og segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Dómaranámskeið KKÍ

Ert þú næsti FIBA dómari?

Laugardaginn 17. október mun körfuknattleikssambandið halda dómaranámskeið.

Áætlað er að það standi yfir milli kl. 09:30 og 16:00. Um er að ræða námskeið sem fer einungis fram á netinu.

Það er hagur hreyfingarinnar að fjölga góðum og efnilegum dómurum og því hvetjum við alla félagsmenn til að skrá sig.

Skráning fer fram með því að smella HÉR!

#FélagiðOkkar


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar

Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:

04.03.2020 kl. 20:00 – Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)

Dagskrá framhaldsaðalfundar skal vera:

d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Við sækjum jólatré

Gleðilegt nýtt ár! 🎄

Sækjum jólatré heim að dyrum dagana 5. – 6. janúar.

Verð: 2.000 kr. millifært á 0114-26-9292 kt. 670900-3120.

Tölvupóstur: karfa@fjolnir.is (millifærslukvittun, heimilisfang, nafn, símanr. og staðsetning á jólatré).


Frábær mæting á dómaranámskeiðið

Dómaranámskeiðið var haldið miðvikudagskvöldið 23. október sl. í Dalhúsum og frítt inn fyrir allt Fjölnisfólk. Námskeiðið gekk vel en alls voru 18 sem mættu, og var fólk af öllum aldri komið til að bæta körfuboltaþekkingu sína.

Kennari námskeiðsins var Jón Bender, formaður Dómaranefndar, og honum til aðstoðar var Halldór Geir Jensson dómari. Þeir félagar fóru yfir helstu reglur og í gegnum löglega varnarstöðu, staðsetningar á velli, hvernig á að flauta í flautuna og merkjagjöf.

Þátttakendur hafa nú lokið grunnstiginu í dómgæslu og eru því með réttindi til að dæma hjá grunnskólaaldri. Þeir sem vilja halda áfram og taka annað stigið fá réttindi til að dæma alla leiki nema tvær efstu deildir karla og kvenna.

Virkilega vel gert hjá Fjölni að ná svona góðri mætingu, og voru þátttakendur mjög sáttir eftir námskeiðið sem og leiðbeinendur. Það er jákvætt fyrir okkar vaxandi starf að fólk sýni þennan áhuga á fræðslu í íþróttinni, en það er henni sem og starfinu okkar, til uppdráttar.

Áfram Fjölnir!


Frítt dómaranámskeið 23. október

Jón Bender mun halda dómaranámskeið fyrir Fjölnisfólk í Dalhúsum 23. október kl. 19:30 – öllum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er opið öllum foreldrum og áhugafólki um körfubolta í Fjölni, sem og iðkendum sem eru í 9. flokki eða ofar.

Jón Bender er körfuboltafólki kunnugur en hann hefur dæmt körfubolta í fjöldamörg ár og situr núna sem formaður Dómaranefndar, og hefur gert undanfarin ár. Það er því um hágæða körfuknattleiksvitneskju að ræða hérna.

Við hvetjum alla foreldra sem vilja kynna sér leikinn frekar að kíkja upp í Dalhús, sem og alla iðkendur (9. flokk og eldri) sem vilja gera aðeins meira til að bæta sig í íþróttinni.

Það eru ekki mörg frí námskeið, af þessum mælikvarða, sem hægt er að sækja til að efla sig og bæta við sig þekkingu. Þetta er námskeið sem allir ættu að skrifa á dagatalið sitt.

Viðburðinn má finna á Facebook hérna.