Jólafjáröflun Fjölnis

Jólafjáröflun Fjölnis, 10. – 24. nóvember.

Hér má nálgast sölublað fyrir einstaklinga til að halda betur utan um eigin sölu: https://tinyurl.com/solublad.
ATH! Í excel skjalinu eru formúlur og mikilvægt er að vista skjalið á tölvu til að geta unnið með það.
Sokkarnir koma í fjórum stærðum; 35-38, 39-42, 43-46 og 47-49.

Afhending fer fram í Egilshöll þriðjudaginn 19. desember milli kl. 14 og 18 í austurendanum (við Fjölnishellinn).

Sölutölum er skilað inn í gegnum rafrænt eyðublað, sjá hér: https://forms.office.com/e/j0aL8wxSzx.

#FélagiðOkkar


Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið

Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið.

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október nk., þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Baráttufundur er fyrirhugaður á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14:00 undir yfirskriftinni ”Kallarðu þetta jafnrétti?”

Ef einhverjar konur/stelpur/kvár sem vinna hjá félaginu, starfsfólk skrifstofu, Dalhúsa og eða þjálfarar vilja taka þátt í kvennaverkfallinu þriðjudaginn kemur 24. október í einhverjum af þeim viðburðum sem haldnir eru í tilefni dagsins þá biðjum við viðkomandi að senda póst á skrifstofa@fjolnir.is fyrir lok vinnudags í dag, mánudag.  Einnig er það á ábyrgð þjálfara sem taka þátt að senda út boð á forráðamenn í gegnum XPS að æfing falli niður vegna þátttöku þjálfara í kvennaverkfallinu.

https://kvennafri.is/


Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Fjölnis

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Fjölnis

Samstarf Fjölnis og Fylkis í meistaraflokki kvenna í handbolta verður ekki framlengt, en félögin komust að sameiginlegri niðurstöðu eftir að tímabilinu í Grill 66 deild kvenna lauk. Meistaraflokkur kvenna mun á ný keppa undir merkjum Fjölnis frá og með næsta tímabili.

Samstarf félaganna hófst fyrir tímabilið 2020-2021 og stóð yfir í þrjú keppnistímabil.

Við viljum þakka Fylki fyrir samstarfið undanfarin ár.

Áframhaldandi samstarf félaganna í 3. og 4. flokki karla og kvenna er í vinnslu og vonumst við eftir því að geta kynnt það á næstu vikum.

#FélagiðOkkar


Kveðja til þín Addi!

–> Birt með leyfi frá fjölskyldu Adda ❤️

Kveðja frá handknattleiksdeild Fjölnis,
Kæra fjölskylda og vinir Stefáns Arnars Gunnarssonar.

Kæri Addi!
Þú komst til félagsins vorið 2014. Þitt hlutverk var að taka við ungu liði sem saman stóð að mestu af uppöldum Fjölnismönnum og stýra liðinu upp á næsta stig. Það tókst þér svo sannarlega að gera. Það eru enn rifjuð reglulega upp úrslitaeinvígin sem háð voru vorin 2015 og 2016, þvílík var stemningin, þvílíkt var fjörið. Vorið 2017 vann liðið svo Grill deildina og tryggði sér sæti í Olís deildinni í fyrsta sinn og ekki var gleðin minni þá.
Þú lést oft í þér heyra, hvort sem var innan vallar eða utan, við leikmenn eða stjórn deildarinnar. Þú gagnrýndir það sem ekki var nógu gott, barðist fyrir betri aðstöðu fyrir deildina og hafðir gríðarlegan metnað fyrir liðinu. Það féll ekki vel í kramið hjá öllum eins og gerist og gengur.
Þú varst að sama skapi mikill leiðbeinandi fyrir unga og upprennandi handknattleiksmenn, jafnt innan vallar sem utan. Þeir hugsa til þín með hlýju og eru eftirfarandi ummæli leikmanna um þig, dæmi um það:
• Addi var frábær þjálfari, drífandi metnaðarfullur og með mikla leiðtogahæfileika.
• Addi lagði ekki bara metnað sinn í það að við Fjölnismenn værum góðir handboltamenn hvort sem það væri tæknilega eða hversu sterkir við værum heldur óskaði hann þess heitast að við næðum árangri í lífinu.
• Hann vildi að við myndum leggja allan okkar metnað í að stunda námið okkar og kom ekkert annað til greina hjá honum en að við kláruðum skólann meðfram handboltanum.
• Addi var fljótur að grípa inn í þegar hann sá að okkur leið illa eða áttum erfiða daga og hvatti okkur til dáða að halda áfram og einbeita okkur að styrkleikum og vinna í veikleikunum.
• Addi var einstaklega góður hlustandi og reyndist okkur öllum mjög vel í persónulegum verkefnum.
• Addi samgladdist okkur líka vel og innilega þegar okkur gekk vel og hurfum jafnvel á braut í annað félag og heyrði reglulega í okkur til að kanna hvernig við hefðum það.
Þá hugsa foreldrar líka til þín með hlýju og er eftirfarandi haft eftir móður leikmanns sem þú þjálfaðir:
• “Ég mun líklega aldrei gleyma því þegar Addi hafði samband á laugardegi um verslunarmannahelgi og tjáði mér að hann hefði áhyggjur af því að tveir leikmenn væru að leggja son minn í einelti. Addi sagðist myndu fylgjast með þessu á og í kringum æfingar og leiki en vildi upplýsa mig um stöðuna. Addi tæklaði þetta mál svo með samtölum við piltana svo úr leystist farsællega.”
Brotthvarf þitt frá félaginu var því miður ekki til fyrirmyndar. Það varð uppþot sem margir í handboltaheiminum muna sjálfsagt eftir. Þú lentir þar í hringiðu sem gerði starf þitt klárlega mun erfiðara en það hefði þurft að vera. Orð voru sögð, ákvarðanir teknar sem særðu og þykir okkur það afskaplega miður.
En við sem störfuðum með þér vitum líka að þú ert gríðarleg tilfinningavera en hefur, til að verja þig, reist í kringum þig girðingu sem þú hleyptir ekki mörgum í gegnum en eftir veru þína hjá félaginu eignaðist þú þó vini sem hafa alla tíð staðið með þér.
Við hjá handknattleiksdeild Fjölnis sendum þér hlýju og þökkum fyrir tímann okkar saman. Þú ert einstakur. Handboltaheimurinn verður fátækari án þín.
Kæra fjölskylda og vinir Adda, við hugsum til ykkar á þessum erfiða tíma. Gangi ykkur sem allra best að takast á við þá miklu óvissu og sorg sem ríkir. Við erum öll ríkari að hafa kynnst Adda.

Ljósmynd: Þorgils G / Fyrsti sigur liðsins í Olís deildinni, 26. nóvember 2017

#FélagiðOkkar


Listskautadeild Fjölnis bikarmeistarar 2023

Vormót ÍSS í listskautum fór fram á Akureyri um helgina. Keppendurnir okkar stóðu sig mjög vel og óskum við þeim öllum til hamingju 👏

Í Intermediate Woman náðu Fjölnisstelpurnar Rakel Sara 3. sæti og Tanja 1. sæti.

Í flokknum Basic Novice náðum við öllum 3 sætunum en Arna Dís varð í 3. sæti, Berglind Inga í 2. sæti og Elín Katla í 1. sæti.

Í Junior Women varð Lena Rut í 1. sæti
Í Senior Women varð Júlía Sylvía í 1. sæti

Einnig var keppt í fyrsta skipti í flokknum Senior Men en það var Alessandro Fadini sem nýlega gekk til liðs við Fjölni. En heildarstig hans um helgina voru 169,86.

Í lok Vormóts ÍSS í dag varð ljóst hvaða félag hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2023 og var það listskautadeild Fjölnis sem fangaði þann titil.

Einnig var keppt í félagalínu en þar hreppti Edil Mari í 1. sæti í flokki 12 ára og yngri.


HM TIPPLEIKUR FJÖLNIS

HM TIPPLEIKUR FJÖLNIS


–>> SMELLA HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT! <<–

Reglur og upplýsingar í hópleik:

  1. Leikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt.
  2. Leikurinn fer fram undir einkadeildinni #FélagiðOkkar á https://leikir.betra.is/.
  3. Þátttakendur stofna aðgang á síðunni og fá upplýsingar sendar um einkadeildina frá félaginu eftir að greiðsla berst.
  4. Skráningafrestur er til miðnættis 10. janúar.
  5. Opnunarleikurinn á mótinu er 11. janúar kl. 20:00 þegar Frakkland og Pólland mætast.
  6. Þátttakendur geta látið kerfið giska sjálfvirkt.
  7. Þátttökugjald er 1.500 kr.
  8. Mikilvægt er að skrá sig í skjalið hér að ofan, einnig hægt að opna þessa slóð https://forms.office.com/e/7Fh1K5Py2m.
  9. Kerfið sér um að reikna út stigin.
  10. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin.

Vinsamlega millifærið á eftirfarandi:
Upphæð: 1.500 kr.
Rkn: 0114-26-155
Kt: 631288-7589
Kvittun: vidburdir@fjolnir.is

Verðlaun fyrir efstu þrú sætin:
1. sæti – Landsliðstreyja frá Andreu Jacobsen

2. sæti – Fjölnir stuðningsmannatrefill og prjónahúfa með dúsk

3. sæti – PUMA bakpoki með boltaneti


Júlía á Junior Grand Prix

Núna hefur Júlía lokið keppni á tveimur mótum í Junior Grand Prix mótaröðinni.

Fyrst fór hún til Ostrava, Tékklandi sem fór fram 31. ágúst-3. september síðastliðin og fékk þar 34,01 fyrir stutta prógramið og 50,28 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 84,29.

Núna 12. - 15. október fór hún Júlía til Egna, Ítalíu stóð sig með prýði. Hún fékk þar 40,50 fyrir stutta prógramið og 58,74 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 99,24.

Hægt er að sjá mikla bætingu á milli móta hjá henni og munum við fylgjast vel með henni á tímabilinu og í komandi framtíð.

Við viljum óska henni Júlíu innilega til hamingju með árangurinn og okkur hlakkar til að sjá meira frá henni.


Aldís Kara í Fjölni

Við viljum bjóða Aldísi Köru Bergsdóttur velkomna í Fjölni, en hún skautaði áður hjá Skautafélagi Akureyrar. 

Aldís Kara hefur slegið hvert metið á eftir öðru fyrst í unglingaflokki og nú í fullorðinsflokki. Þar á meðal hefur hún margsett Íslandsmet í báðum flokkum. Hún er fyrsti íslenski skautarinn til þess að ná alþjóðlegum stigaviðmiðum á Heimsmeistaramót unglinga sem var í mars 2020 og inn á Evrópumeistaramót fullorðinna sem var haldið í janúar 2022. 

Ásamt þessu hefur hún verið tilnefnd sem skautakona ársins þrisvar sinnum. 

Við óskum henni góðs gengis og okkur hlakkar til að fylgjast með henni. 


Tímabundin breyting á æfingatöflu í handbolta og körfubolta

Vegna uppsetningar á áhorfendastúku í sal 2 í Fjölnishöll munu æfingatímar í handbolta og körfubolta breytast frá og með 6. september til og með 18. september. Reynt var að halda sömu tímasetningum en einhverjar æfingar færast úr Fjölnishöll í Dalhús og einhverjir flokkar æfa saman.

Töfluna má nálgast hér: 2022_Tímabundin æfingatafla fyrir handbolta og körfubolta vegna uppsetningar stúku í Fjölnishöll.xlsx

Vinsamlega hafið samband við þjálfara viðeigandi flokka fyrir nánari upplýsingar.

#FélagiðOkkar