HM TIPPLEIKUR FJÖLNIS
HM TIPPLEIKUR FJÖLNIS
–>> SMELLA HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT! <<–
Reglur og upplýsingar í hópleik:
- Leikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt.
- Leikurinn fer fram undir einkadeildinni #FélagiðOkkar á https://leikir.betra.is/.
- Þátttakendur stofna aðgang á síðunni og fá upplýsingar sendar um einkadeildina frá félaginu eftir að greiðsla berst.
- Skráningafrestur er til miðnættis 10. janúar.
- Opnunarleikurinn á mótinu er 11. janúar kl. 20:00 þegar Frakkland og Pólland mætast.
- Þátttakendur geta látið kerfið giska sjálfvirkt.
- Þátttökugjald er 1.500 kr.
- Mikilvægt er að skrá sig í skjalið hér að ofan, einnig hægt að opna þessa slóð https://forms.office.com/e/7Fh1K5Py2m.
- Kerfið sér um að reikna út stigin.
- Vegleg verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin.
Vinsamlega millifærið á eftirfarandi:
Upphæð: 1.500 kr.
Rkn: 0114-26-155
Kt: 631288-7589
Kvittun: vidburdir@fjolnir.is
Verðlaun fyrir efstu þrú sætin:
1. sæti – Landsliðstreyja frá Andreu Jacobsen
2. sæti – Fjölnir stuðningsmannatrefill og prjónahúfa með dúsk
3. sæti – PUMA bakpoki með boltaneti
Tímabundin breyting á æfingatöflu í handbolta og körfubolta
Vegna uppsetningar á áhorfendastúku í sal 2 í Fjölnishöll munu æfingatímar í handbolta og körfubolta breytast frá og með 6. september til og með 18. september. Reynt var að halda sömu tímasetningum en einhverjar æfingar færast úr Fjölnishöll í Dalhús og einhverjir flokkar æfa saman.
Töfluna má nálgast hér: 2022_Tímabundin æfingatafla fyrir handbolta og körfubolta vegna uppsetningar stúku í Fjölnishöll.xlsx
Vinsamlega hafið samband við þjálfara viðeigandi flokka fyrir nánari upplýsingar.
#FélagiðOkkar
Metsöfnun og seinkun á afhendingu í fjáröflun
Góðan daginn,
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að seinka afhendingu á vörum til fimmtudagsins 10. mars milli kl. 16 og 18 við austurenda Fjölnishallar (parketsalurinn í Egilshöll).
Við biðjumst velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem mögulega verða til.
Það er þó ánægjulegt að segja frá því að um 180 iðkendur seldu fyrir metfjárhæð eða rúmar 12 milljónir.
Pappírslaust er á landinu og þar á bæ hafa þau ekki séð eins flottar tölur í 7 ár.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar

Hefur þú áhuga á þríþraut?




Hlaupahópur Fjölnis óskar eftir þjálfara
Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í nær 30 ár. Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hlaupahópurinn starfar innan frjálsíþróttadeildar Fjölnis.
Nú leitar frjálsíþróttadeildin að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem er tilbúinn að leiða áframhaldandi starf hópsins og hefur metnað til frekari uppbyggingar og nýliðun hjá hópnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun í langhlaupum auk þess að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Kostur er að viðkomandi hafi menntun í íþrótta- og þjálfunarfræðum. Möguleiki er að tveir þjálfarar skipti með sér verkum. Gert er ráð fyrir þremur föstum æfingum á viku sem fela í sér hlaupaþjálfun auk styrktarþjálfunar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir eru hvattir til að skila inn umsókn til formanns frjálsíþróttadeildar Fjölnis á netfangið: toggi@vov.is, sem fyrst. Ráðið verður í stöðuna eins fljótt og kostur er.
Nánari upplýsingar veita formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis; Þorgrímur Guðmundsson í síma 861 6131 eða í pósti toggi@vov.is og hjá meðlimi hlaupahópsins Bragi Birgisson sími 669-0888 (bragi.birgisson@gmail.com).
Knattspyrnudeild auglýsir eftir þjálfurum
Knattspyrnudeild aulgýsir eftir þjálfurum
Knattspyrnudeild Fjölnis leitar af metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. flokk kvenna og 2. flokk karla, tvö mjög spennandi verkefni hjá félaginu.
Knattspyrnudeild Fjölnis er ein fjölmennasta deild landsins og starfrækir alla þá karla og kvenna flokka sem í boði eru. Mikill metnaður er hjá knattspyrnudeild Fjölnis sem býr við frábæra aðstöðu fyrir þjálfara og iðkendu á æfingasvæðum félagsins í Egilshöll og Dalhúsum.
Við leitum af áhugasömum og metnaðarfullum þjálfurum að öllum kynjum með framtíðarstarf í huga.
- 2. flokkur karla samanstendur af yfir 50 iðkendum með tvö A-lið og eitt B-lið en að auki er flokkurinn undirstaða Vængja Júpíters sem mun líklega spila í 3. deild næsta sumar.
- 7. flokkur kvenna rr ört stækkandi flokkur hjá Fjölni með um 40 iðkendur og æfir við topp aðstæður í Egilshöll.
Áhugasömum er bent á senda ferliskrá á addi@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar
Virðing – Samkennd – Heilbrigði – Metnaður


Fjáröflun Fjölnis í september
Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.
Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.
Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.
Sölutímabilið stendur yfir frá og með mánudeginum 6. september til og með sunnudeginum 19. september.
Afhending á vörum fer fram fimmtudaginn 23. september frá kl. 17-18 á skrifstofu Fjölnis.
Við bjóðum einnig upp á heimsendingu á pöntunum yfir 10.000 kr. gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.
Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.
rknr. 0133-15-200689
kt. 631288-7589
skýring: nafn kaupanda
kvittun á vidburdir@fjolnir.is
#FélagiðOkkar
Smella hér til að panta vörur
Almennur félagsmaður pantar vörur í gegnum þetta skjal
