Benedikt Rúnar Valgeirsson

Benedikt hefur starfað við deildina síðan 2011 og þjálfar hann Meistaraflokk og 2. flokk í hópfimleikum. Hann hefur þjálfað krakka frá tveggja ára aldri og upp í hópa eldri borgara, og allt þar á milli. Hann lítur ekki einungis á þjálfunina sem starf heldur hefur hann gríðarlegan áhuga á fimleikum. Hann hefur lokið námskeiðum á vegum FSÍ, námskeiðum í Ollerup og þjálfaranámskeið í Boston (gymmomentum). Benedikt æfði sjálfur fimleika frá sex ára aldri til rúmlega tvítugs, á því tímabili keppti hann á ótal mótum innanlands og einnig erlendis bæði fyrir félagslið og landslið. Hann flutti til danmerkur í árið 2016 og var þar í fimleika lýðháskóla í sjö mánuði. Í dag er hann í kennaranámi við Háskóla Íslands.

Netfang: benediktrvalgeirsson@gmail.com

Berglind Bjarnadóttir

Berglind hefur starfað við deildina frá árinu 2014 og þjálfar grunnhópa og hópfimleika. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum 1A, B, C hjá FSÍ, móttökunámskeið 1, 2 og er með dómararéttindi í hópfimleikum. Hún er með B.A. gráðu í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Netfang: berglind@fjolnir.is

Elsa María Gunnarsdóttir

Elsa hefur starfað við deildina síðan 2020 og þjálfar hún Leikskólahópa (BKS).  Hún hefur mikla reynslu í áhaldafimleikum og hópfimleikum, bæði sem iðkandi og þjálfari. Hún hefur lokið öllum þjálfaranámskeiðum FSÍ á fyrsta stigi og nokkur á öðru stig. Samhliða fimleikakennslunni starfar hún sem deildarstjóri á leikskóla í Reykjavík. Elsa er með B.A gráðu í félagsfræði og Master í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. 

Guðbjörg Eva Þorleifsdóttir

Guðbjörg hefur starfað við deildina síðan haustið 2020 og þjálfar hún F2. Hún hefur æft áhaldafimleika bæði hjá Fjölni og Ármanni og svo hópfimleika hjá Stjörnunni en í heildina æfði hún fimleika í 13 ár. Guðbjörg var aðstoðarþjálfari hjá Ármanni og tók þá þjálfaranámskeið 1A og dómararéttindi en tók svo nokkura ára pásu eftir að hætta í fimleikum. Hún byrjaði aftur að þjálfa fimleika hjá Fjölni haustið 2020.

Halla Steingrímsdóttir

Halla hefur starfað við deildina síðan í byrjun árs 2014 og þjálfar hún 2. flokk og 3. flokk. Hún var sjálf að æfa fimleika sem krakki en færði sig svo yfir í þjálfun. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum og móttökunámskeiðum á vegum FSÍ. Hún hefur einnig dómararéttindi í hópfimleikum. Halla hefur þjálfað börn frá allt að tveggja ára aldri upp í eldri borgara, og allt þar á milli, bæði stelpur og stráka. Þó hefur hún aðallega verið að þjálfa hópfimleika og í dag kennir hún hópfimleikadans hjá 3.flokk og 2.flokk. Samhliða þjálfuninni vinnur hún á ungbarnaleikskóla og hefur unnið þar í 3 ár svo hún hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum á öllum aldri. Einnig stundar hún nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Netfang: hallasteingrims@gmail.com

Jónas Valgeirsson

Jónas hefur starfað við deildina síðan árið 2017 og þjálfar Meistaraflokk, 2. flokk, kk eldri og G-21. Hann hefur 18 ára reynslu í þjálfun, þar af 7 ár í fullu starfi. Hann hefur komið að kennslu í flestum hópum, áhalda og hópfimleikar ásamt grunnhópum. Hann hefur lokið 1. og 2.stigi þjálfararéttinda frá ÍSÍ og 1. og 2. stigi þjálfararéttinda frá FSÍ, Móttökunámskeið 1 og 2 ásamt öðrum námskeiðum. Einnig hefur hann dómararéttindi í hópfimleikum. Hann hefur lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Jónas var Landsliðsþjálfari 2018 unglingaliðs kvenna.

Netfang: jonas@fjolnir.is

Katrín Pétursdóttir

Katrín hefur starfað við deildina síðan 2017 og þjálfar hún Meistaraflokk. Hún hefur um 20 ára reynslu í fimleikaþjálfun, bæði í áhalda- og hópfimleikum allt frá grunnhópum upp í meistaraflokk. Hún hefur lokið þjálfaramenntun hlutum 1A,1B,1C, 2A, 2C, 3A á vegum FSÍ, Móttökunámskeið 2 (2013) og kóreografíunámskeið (2015 og 2019). Hún hefur einnig kennt á ýmsum námskeiðum á vegum FSÍ og situr í fræðslunefnd FSÍ. Katrín er með dómararéttindi og hefur verið landsliðsþjálfari í hópfimleikum frá 2016 með stúlknalið og blandað lið fullorðinna. Hún hefur lokið námi í Einkaþjálfaraskóla World Class og B.Sc. gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og Master í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Kristín Sara Stefánsdóttir

Kristín Sara hefur starfað við deildina síðan í byrjun árs 2014 og þjálfar nú 2. flokk og 3. flokk. Hún er búin með þjálfaranámskeið hluta 1A, 1B, 1C og 2A á vegum FSÍ og hefur dómararéttindi í hópfimleikum. Hún hef þjálfað krakka á aldrinum 2-14 ára. Sjálf æfir hún hópfimleika með meistaraflokk Fjölnis. Kristín Sara keppti á EM í hópfimleikum með stúlknalandsliði Íslands 2018. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og er í námi í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands.

Netfang: kss3012@gmail.com

Linda Björk Árnadóttir

Linda hefur starfað við deildina síðan 2020 og þjálfar F3. Hún æfði áhaldafimleika með Gerplu í 9 ár og keppti með landsliði Íslands í Svíþjóð 2007 og Frakklandi 2008. Eftir það tók hún smá pásu en byrjaði aftur nokkrum árum seinna, þá í hópfimleikum og var í því í um það bil 3 ár. Í dag æfir hún hjá Crossfit Reykjavík. Hún er búin með þjálfaranámskeið hluta 1A, 1B og 1C frá FSÍ. Linda er útskrifuð sem ÍAK Einkaþjálfari, ÍAK Styrktarþjálfari og PN1 Heilsumarkþjálfi. Hún hefur þjálfað áhaldafimleika í Gerplu, krakka á aldrinum 4-12 ára.

Lucian Branzai

Lucian hefur starfað við deildina síðan 2016 og þjálfar Meistaraflokk Áhalda og Hraðferð 1. Hann hefur mikinn áhuga á íþróttum og hefur spilað fótbolta og blak í efstu deildum Stjörnunnar og æft íþróttir frá barnsaldri svo hann gefur góðan skilning á hugarfari og gildum íþróttafólks. Hann lauk menntun í kennslufræðum í Rúmeníu og öðlaðist reynslu í þjálfun þegar hann byrjaði sem aðstoðarþjálfari og styrktarþjálfari hjá hinum ýmsu íþróttafélögum, m.a. Nadia Comaneci’s gym í Búkarest þar sem hann vann með Ólympíuverðlaunahafa. Hann er með B.Sc. gráðu frá University of Movement, Sport and Health Science í Bacau, í Rúmeníu. Árið 2014 hóf hann störf sem þjálfari í áhaldafimleikum hjá Stjörnunni, samhliða þjálfuninni kláraði hann Mastersgráðu frá University of Movement, Sport and Health Science og fór í gegnum þjálfaranámskeið, m.a. Tony retrosi, Patrick Kiens og önnur námskeið á vegum FSÍ. Hann hefur einnig dómararéttindi í áhaldafimleikum og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2017.

Netfang: branzai.lucian@icloud.com

Nicoleta Cristina Branzai

Nicoleta hefur starfað við deildina síðan 2016 og þjálfar hún áhaldafimleika kvenna. Sjálf æfði hún fimleika í 13 ár og keppti á landsmótum og alþjóðlegum mótum. Hún útskrifaðast úr Landsskóla þjálfara frá Rúmenska Fimleikasambandinu árið 1983 og stundaði nám í Fimleikum við National Academy of Physical Education and Sports árin 1998-2002. Eftir það stundaði hún nám við The Faculty of Movement , Sport and Health Sciences , Bacau í Rúmeníu og útskrifaðist 2011. Hún hefur tekið námskeið í choregraphy og ballet við Populary Fine Art Dance School á vegum Rúmenska Fimleikasambandsins. Sótti þing Evrópska Fimleikasambandsins árið 2015 í Madríd á Spáni. Hún hefur sótt hin ýmsu námskeið m.a. Tony Retrosi , Patrick Kiens , Gerrit Beltman á vegum FSÍ. Þá starfaði hún sem fimleikaþjálfari frá árinu 1998 og sá einnig um coreography og deildarstjórnun þar sem hún kom að samvinnuverkefni með frönskum félögum. Árin 2005-2009 starfaði hún sem þjálfari og yfirþjálfari hjá Fimleikafelaginu Björk, 2011-2016 hjá Fimleikadeild Stjörnunnar og kom svo til okkar 2016. Hún var einnig fulltrúi í Tækniráði kvenna í Íþróttasálfræði. Hún hefur mikla reynslu af skipulagi og þróunarstarfi og hefur lokið skyndihjálparnámskeiði. Hún hefur þjálfað iðkendur á öllum aldri og getustigum, m.a. landsliðum og Ólympíuförum.

Netfang: nicoleta@fjolnir.is

Santiago Villalobos

Santi hóf störf við deildina 2020 og þjálfar 4. flokk, 3. flokk og 2. flokk. Hann starfaði sem fimleikaþjálfari í portúgal frá 18-22 ára, bæði að kenna undirstöðuatriðin í fimleikum og hópfimleika hjá tveimur félögum meðan hann stundaði nám í Íþróttafræðum við University of Lisbon. Frá 2016-2017 stundaði hann nám við fimleika lýðháskóla (Gymnastikhøjskolen) í Ollerup, þar sem hann æfði og keppti í hópfimleikum og útskrifaðist úr Íþróttakennslu og leiðtogafræði fyrir ungmenni. Einnig tók hann þjálfaranámskeið í dýnustökki og mini trampólíni á vegum Danska Fimleikasambandsins. 2017 fluttist hann til Akureyrar til að starfa sem fimleikaþjálfari fyrir Fimleikafélag Akureyrar, 2019 tók hann UEG level 1 námskeið í gólfæfingum.

Netfang: santi.villalobos@gmail.com

Ylfa Sól Guðmundsdóttir

Ylfa hefur starfað við deildina síðan 2016 og þjálfar Bangsa, Kríli, Stubba og 4. flokk. Hún er búin með þjálfaranámskeið 1A, 1B og 2A frá FSÍ og 1. stig í þjálfaramenntun ÍSÍ. Hún er með dómararéttindi í hópfimleikum og hefur þjálfað krakka frá aldrinum 2-14 ára. Ylfa æfir hópfimleika með meistaraflokk Fjölnis og stunda nám við Kvennaskólann í Reykjavík.

Netfang: ylfasol@gmail.com

Zoltán Demény

Zoltán er frá Ungverjalandi og hefur verið búsettur á Íslandi síðan 1998. Hann hefur þjálfað fimleika í 33 ár, en hann er með háskólapróf úr fimleikaháskóla í Ungverjalandi. Zoltán er þjálfari áhaldafimleika karla. Hann hefur mikla reynslu af fimleikum. Hann hefur starfað fyrir tækninefndir Fimleikasambandsins og þar hefur hann m.a hjálpað til við uppbyggingu íslenska fimleikastigans karlamegin. Auk þess að hafa þjálfað hjá Fjölni þá hefur Zoltán einnig þjálfað hjá FIMA á Akranesi og í Ármanni.

Netfang: demenysolymar@gmail.com