Andres J. Cerdas

Andy hóf störf hjá Fjölni haustið 2021.

Aníta Lív Þórisdóttir

Aníta hóf störf hjá fimleikadeildinni haustið 2021 og hefur sjálf æft fimleika frá 4 ára aldri og æfði með meistaraflokk fjölnis á síðasta ári. Hún á langan feril að baki í fimleikum og keppti m.a. á EM í hópfimleikum 2018 með blönduðu liði íslands. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands.

Ásta Dís Helgadóttir

Ásta Dís hóf störf hjá fimleikadeild haustið 2021, hún hefur lokið þjálfaramenntun ÍSÍ og einnig búin með þjálfaranámskeið hjá FSí 1A,B,C og 2A og einnig móttökunámskeið. Hún æfði sjálf fimleika í fjölmörg ár og jafnframt starfað áður sem fimleikaþjálfari. Hún stundar nám í kennarafræðum við Háskóla Íslands.

Berglind Bjarnadóttir

Berglind hefur starfað við deildina frá árinu 2014 og þjálfar grunnhópa og hópfimleika. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum 1A, B, C hjá FSÍ, móttökunámskeið 1, 2 og er með dómararéttindi í hópfimleikum. Hún er með B.A. gráðu í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Netfang: berglind@fjolnir.is

Davíð Goði Jóhannsson

Davíð hefur starfað við deildina frá haustinu 2019 en hann æfir einnig fimleika. Hann hefur lokið þjálfaranámskeiði 1A auk þess sem hann hefur dómararéttindi E2 í áhaldafimleikum karla. Hann hefur þjálfað krakka á aldrinum 2-11 og einnig starfað á sumarnámskeiðum Fjölnis.

Elín Brá Friðriksdóttir

Elín hóf störf hjá okkur haustið 2021 en hún æfði sjálf fimleika í 7 ár hjá Fimleikafélagi Dalvíkur og Fimak og hefur reynslu af þjálfun hjá leikskólahópum ásamt iðkendum í 1. og 2. bekk. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiði FSÍ 1A og útskrifaðist sem stúdent af íþrótta- og lýðheilsubraut við Verkmenntaskólann á Akureyri árið 2018. Elín er á þriðja ári í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.

Elísa Rós Tani

Elísa hefur starfað við deildina frá haustinu 2017.

Elsa María Gunnarsdóttir

Elsa hefur starfað við deildina síðan 2020 og þjálfar hún Leikskólahópa (BKS).  Hún hefur mikla reynslu í áhaldafimleikum og hópfimleikum, bæði sem iðkandi og þjálfari. Hún hefur lokið öllum þjálfaranámskeiðum FSÍ á fyrsta stigi og nokkur á öðru stig. Samhliða fimleikakennslunni starfar hún sem deildarstjóri á leikskóla í Reykjavík. Elsa er með B.A gráðu í félagsfræði og Master í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. 

Erna Lóa

Fríða Karen Gunnarsdóttir

Fríða Karen hóf fyrst störf við deildina 2007 og kom svo aftur til okkar haustið 2021. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018. Hún hefur mikla reynslu af áhaldafimleikum bæði sem iðkandi og þjálfari. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum 1A,B,C og 2A,B,C hjá FSÍ. Auk þess hefur hún einnig tekið dómaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna og séð um sumarnámskeið á vegum fimleikadeildarinnar. Hún er með level 1 crossfit þjálfararéttindi og starfar einnig sem íþróttafræðingur á Hrafnistu Sléttuvegi. Hún hefur þjálfað fólk á öllum aldri, alveg frá 2 ára upp í 90 ára.

Jónas Valgeirsson

Jónas hefur starfað við deildina síðan árið 2017. Hann hefur 18 ára reynslu í þjálfun, þar af 7 ár í fullu starfi. Hann hefur komið að kennslu í flestum hópum, áhalda og hópfimleikar ásamt grunnhópum. Hann hefur lokið 1. og 2.stigi þjálfararéttinda frá ÍSÍ og 1. og 2. stigi þjálfararéttinda frá FSÍ, Móttökunámskeið 1 og 2 ásamt öðrum námskeiðum. Einnig hefur hann dómararéttindi í hópfimleikum. Hann hefur lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Jónas var Landsliðsþjálfari 2018 unglingaliðs kvenna.

Netfang: jonas@fjolnir.is

Júlía Hrönn Auðunsdóttir

Karen Jónsdóttir

Karen hefur starfað við deildina frá haustinu 2018.

Katrín Einarsdóttir

Katrín hóf störf við deildina haustið 2021 en hún æfði sjálf áhaldafimleika í 5 ár og svo hópfimleika í 10 ár. Hún hefur tekið að sér fimleikanámskeið á Kjalarnesi fyrir krakka á aldrinum 2-10 ára árin 2020 og 2021.

Kristín Sara Stefánsdóttir

Kristín Sara hefur starfað við deildina síðan í byrjun árs 2014 og þjálfar nú 2. flokk og 3. flokk. Hún er búin með þjálfaranámskeið hluta 1A, 1B, 1C og 2A á vegum FSÍ og hefur dómararéttindi í hópfimleikum. Hún hef þjálfað krakka á aldrinum 2-14 ára. Sjálf æfir hún hópfimleika með meistaraflokk Fjölnis. Kristín Sara keppti á EM í hópfimleikum með stúlknalandsliði Íslands 2018. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og er í námi í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands.

Netfang: kss3012@gmail.com

Kristjana Birna

Linda Björk Árnadóttir

Linda hefur starfað við deildina síðan 2020 og þjálfar F3. Hún æfði áhaldafimleika með Gerplu í 9 ár og keppti með landsliði Íslands í Svíþjóð 2007 og Frakklandi 2008. Eftir það tók hún smá pásu en byrjaði aftur nokkrum árum seinna, þá í hópfimleikum og var í því í um það bil 3 ár. Í dag æfir hún hjá Crossfit Reykjavík. Hún er búin með þjálfaranámskeið hluta 1A, 1B og 1C frá FSÍ. Linda er útskrifuð sem ÍAK Einkaþjálfari, ÍAK Styrktarþjálfari og PN1 Heilsumarkþjálfi. Hún hefur þjálfað áhaldafimleika í Gerplu, krakka á aldrinum 4-12 ára.

Marcus Schrøder

Marcus hóf störf við deildina haustið 2021 en hann kemur frá Danmörku þar sem hann hefur þjálfað frá árinu 2017 og starfað í fullu starfi sem fimleikaþjálfari frá janúar 2020. Hann æfði sjálfur áhaldafimleika frá árinu 2014.

Nicoleta Cristina Branzai

Nicoleta hefur starfað við deildina síðan 2016 og þjálfar hún áhaldafimleika kvenna. Sjálf æfði hún fimleika í 13 ár og keppti á landsmótum og alþjóðlegum mótum. Hún útskrifaðast úr Landsskóla þjálfara frá Rúmenska Fimleikasambandinu árið 1983 og stundaði nám í Fimleikum við National Academy of Physical Education and Sports árin 1998-2002. Eftir það stundaði hún nám við The Faculty of Movement , Sport and Health Sciences , Bacau í Rúmeníu og útskrifaðist 2011. Hún hefur tekið námskeið í choregraphy og ballet við Populary Fine Art Dance School á vegum Rúmenska Fimleikasambandsins. Sótti þing Evrópska Fimleikasambandsins árið 2015 í Madríd á Spáni. Hún hefur sótt hin ýmsu námskeið m.a. Tony Retrosi , Patrick Kiens , Gerrit Beltman á vegum FSÍ. Þá starfaði hún sem fimleikaþjálfari frá árinu 1998 og sá einnig um coreography og deildarstjórnun þar sem hún kom að samvinnuverkefni með frönskum félögum. Árin 2005-2009 starfaði hún sem þjálfari og yfirþjálfari hjá Fimleikafelaginu Björk, 2011-2016 hjá Fimleikadeild Stjörnunnar og kom svo til okkar 2016. Hún var einnig fulltrúi í Tækniráði kvenna í Íþróttasálfræði. Hún hefur mikla reynslu af skipulagi og þróunarstarfi og hefur lokið skyndihjálparnámskeiði. Hún hefur þjálfað iðkendur á öllum aldri og getustigum, m.a. landsliðum og Ólympíuförum.

Netfang: nicoleta@fjolnir.is

Santiago Villalobos

Santi hóf störf við deildina 2020 og þjálfar 4. flokk, 3. flokk og 2. flokk. Hann starfaði sem fimleikaþjálfari í portúgal frá 18-22 ára, bæði að kenna undirstöðuatriðin í fimleikum og hópfimleika hjá tveimur félögum meðan hann stundaði nám í Íþróttafræðum við University of Lisbon. Frá 2016-2017 stundaði hann nám við fimleika lýðháskóla (Gymnastikhøjskolen) í Ollerup, þar sem hann æfði og keppti í hópfimleikum og útskrifaðist úr Íþróttakennslu og leiðtogafræði fyrir ungmenni. Einnig tók hann þjálfaranámskeið í dýnustökki og mini trampólíni á vegum Danska Fimleikasambandsins. 2017 fluttist hann til Akureyrar til að starfa sem fimleikaþjálfari fyrir Fimleikafélag Akureyrar, 2019 tók hann UEG level 1 námskeið í gólfæfingum.

Netfang: santi.villalobos@gmail.com

Sara María Birgisdóttir

Sara hóf störf við deildina haustið 2021 en hún æfði sjálf áhaldafimleika hjá Fimleikafélagi Akureyrar frá 3 ára aldri en færði sig yfir í dans 16 ára. Hún byrjaði að aðstoða við þjálfun 12 ára gömul og hefur verið að þjálfa frá síðan sem og haldið sumarnámskeið í fimleikum. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum á vegum ÍSÍ sem þjálfaranámskeiðum hjá FSÍ. Hún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri af náttúrufræðibraut og er á örðu ári í Geislafræði í Háskóla Íslands.

Sorin Branzai

Sorin hóf störf við deildina 2016 og kom svo aftur til okkar haustið 2021, en hann hóf sinn þjálfaraferil árið 2003 í Rúmeníu. Hann stundaði nám við The Faculty of Movement, Sport and Health Sciences , í Bacau í Rúmeníu árin 2003-2004. Hann starfaði sem þjálfari hjá Fimleikafélaginu Björk árin 2007-2009 og Fimleikadeild Stjörnunnar árin 2011-2016. Hann hefur sótt fjölmörg þjálfaranámskeið hjá FSÍ.

Tanja Dögg Hermannsdóttir

Tanja hóf störf haustið 2021

Tilda Tolgfors

Tilda hóf störf við deildina haustið 2021 en hún kemur frá Svíþjóð og hefur æft fimleika frá um þriggja ára aldri. Hún byrjaði að þjálfa 12 ára gömul og hefur síðan þá þjálfað mismunandi aldur og getustig í hópfimleikum. Hún er einnig í fræðslunefnd fyrir Sænska Fimleikasambandið sem sér um þjálfaranámskeið um alla Svíþjóð. Hún hefur tekið þátt í margskonar verkefnum tengdum fimleikum, m.a. „integration gymnastic“. Hún hefur skipulagt fjölmargar æfingabúðir í fimleikum fyrir félög.

Zoltán Demény

Zoltán er frá Ungverjalandi og hefur verið búsettur á Íslandi síðan 1998. Hann hefur þjálfað fimleika í 33 ár, en hann er með háskólapróf úr fimleikaháskóla í Ungverjalandi. Zoltán er þjálfari áhaldafimleika karla. Hann hefur mikla reynslu af fimleikum. Hann hefur starfað fyrir tækninefndir Fimleikasambandsins og þar hefur hann m.a hjálpað til við uppbyggingu íslenska fimleikastigans karlamegin. Auk þess að hafa þjálfað hjá Fjölni þá hefur Zoltán einnig þjálfað hjá FIMA á Akranesi og í Ármanni.

Netfang: demenysolymar@gmail.com