Þjálfarar


Andres J. Cerdas

Andy hóf störf hjá Fjölni haustið 2021.

Aníta Lív Þórisdóttir

Aníta hóf störf hjá fimleikadeildinni haustið 2021 og hefur sjálf æft fimleika frá 4 ára aldri og æfði með meistaraflokk fjölnis á síðasta ári. Hún á langan feril að baki í fimleikum og keppti m.a. á EM í hópfimleikum 2018 með blönduðu liði íslands. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands.

Berglind Bjarnadóttir

Berglind hefur starfað við deildina frá árinu 2014 og þjálfar grunnhópa og hópfimleika. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum 1A, B, C hjá FSÍ, móttökunámskeið 1, 2 og er með dómararéttindi í hópfimleikum. Hún er með B.A. gráðu í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Netfang: berglind@fjolnir.is

Davíð Goði Jóhannsson

Davíð hefur starfað við deildina frá haustinu 2019 en hann æfir einnig fimleika. Hann hefur lokið þjálfaranámskeiði 1A auk þess sem hann hefur dómararéttindi E2 í áhaldafimleikum karla. Hann hefur þjálfað krakka á aldrinum 2-11 og einnig starfað á sumarnámskeiðum Fjölnis.

Erna Lóa Guðmundsdóttir

Erna Lóa hefur starfað sem þjálfari hjá fimleikadeildinni frá vorinu 2019, en hún hefur sjálf æft fimleika síðastliðin 13 ár og gerir enn. Hún hefur þjálfað krakka aldrinum 2-9 ára. Erna Lóa hefur lokið þjálfaranámskeiði 1A sem og móttökunámskeiði 1 frá FSÍ og er að safna að sér meiri reynslu og stefnir að því að sækja fleiri námskeið. Hún stundar einnig nám við Kvennaskólann í Reykjavík.

Fríða Karen Gunnarsdóttir

Fríða Karen hóf fyrst störf við deildina 2007 og kom svo aftur til okkar haustið 2021. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018. Hún hefur mikla reynslu af áhaldafimleikum bæði sem iðkandi og þjálfari. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum 1A,B,C og 2A,B,C hjá FSÍ. Auk þess hefur hún einnig tekið dómaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna og séð um sumarnámskeið á vegum fimleikadeildarinnar. Hún er með level 1 crossfit þjálfararéttindi og starfar einnig sem íþróttafræðingur á Hrafnistu Sléttuvegi. Hún hefur þjálfað fólk á öllum aldri, alveg frá 2 ára upp í 90 ára.

Hafdís Anna

Heiðrún Anna

Ísold Anja Ólafsdóttir

Ísold þjálfar 4.Flokk

Júlía Hrönn Auðunsdóttir

Júlía hefur starfað við fimleikadeildina frá vorinu 2018. Hún æfði sjálf fimleika í 8 ár og hefur lokið þjálfaranámskeiði 1A og móttökunámsskeiði frá FSÍ.

Kristín Sara Stefánsdóttir

Kristín Sara hefur starfað við deildina síðan í byrjun árs 2014 og þjálfar nú 2. flokk og 3. flokk. Hún er búin með þjálfaranámskeið hluta 1A, 1B, 1C og 2A á vegum FSÍ og hefur dómararéttindi í hópfimleikum. Hún hef þjálfað krakka á aldrinum 2-14 ára. Sjálf æfir hún hópfimleika með meistaraflokk Fjölnis. Kristín Sara keppti á EM í hópfimleikum með stúlknalandsliði Íslands 2018. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og er í námi í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands.

Netfang: kss3012@gmail.com

Magnea Steinunn Magnadóttir

Magnea hefur starfað hjá Fjölni frá haustinu 2019. Hún æfir sjálf fimleika með 1.flokk í Fjölni og hefur æft í Fjölni frá 4 ára aldri. Hún hefur þjálfað krakka á aldrinum 2-11 ára og starfaði á sumarnámskeiði Fjölnis síðasta sumar.

Marcus Schrøder

Marcus hóf störf við deildina haustið 2021 en hann kemur frá Danmörku þar sem hann hefur þjálfað frá árinu 2017 og starfað í fullu starfi sem fimleikaþjálfari frá janúar 2020. Hann æfði sjálfur Hóphaldafimleika frá árinu 2014.

Nicoleta Cristina Branzai

Nicoleta hefur starfað við deildina síðan 2016 og þjálfar hún áhaldafimleika kvenna. Sjálf æfði hún fimleika í 13 ár og keppti á landsmótum og alþjóðlegum mótum. Hún útskrifaðast úr Landsskóla þjálfara frá Rúmenska Fimleikasambandinu árið 1983 og stundaði nám í Fimleikum við National Academy of Physical Education and Sports árin 1998-2002. Eftir það stundaði hún nám við The Faculty of Movement , Sport and Health Sciences , Bacau í Rúmeníu og útskrifaðist 2011. Hún hefur tekið námskeið í choregraphy og ballet við Populary Fine Art Dance School á vegum Rúmenska Fimleikasambandsins. Sótti þing Evrópska Fimleikasambandsins árið 2015 í Madríd á Spáni. Hún hefur sótt hin ýmsu námskeið m.a. Tony Retrosi , Patrick Kiens , Gerrit Beltman á vegum FSÍ. Þá starfaði hún sem fimleikaþjálfari frá árinu 1998 og sá einnig um coreography og deildarstjórnun þar sem hún kom að samvinnuverkefni með frönskum félögum. Árin 2005-2009 starfaði hún sem þjálfari og yfirþjálfari hjá Fimleikafelaginu Björk, 2011-2016 hjá Fimleikadeild Stjörnunnar og kom svo til okkar 2016. Hún var einnig fulltrúi í Tækniráði kvenna í Íþróttasálfræði. Hún hefur mikla reynslu af skipulagi og þróunarstarfi og hefur lokið skyndihjálparnámskeiði. Hún hefur þjálfað iðkendur á öllum aldri og getustigum, m.a. landsliðum og Ólympíuförum.

Netfang: nicoleta@fjolnir.is

Lucian Branzai

Viktor Elí Sturluson

Zoltán Demény

Zoltán er frá Ungverjalandi og hefur verið búsettur á Íslandi síðan 1998. Hann hefur þjálfað fimleika í 35 ár, en hann er með háskólapróf úr fimleikaháskóla í Ungverjalandi. Zoltán er þjálfari áhaldafimleika karla. Hann hefur mikla reynslu af fimleikum. Hann hefur starfað fyrir tækninefndir Fimleikasambandsins.

Netfang: demenysolymar@gmail.com

Elísa Rós Tani

Hekla Xi