Fatnaður & skautar


Fatnaður – Á ís

Mæta skal á æfingu með hárið tekið frá andlitinu (snúður, flétta) þannig að það trufli ekki skautarann á æfingunni.

 • Hlýr og teygjanlegur fatnaður (flísbuxur og flíspeysa)
 • Sleppa skal: löngum treflum, löngum reimum, hettupeysum, gallabuxum, víðum fatnaði, úlpum, kuldagöllum

Fatnaður – Á afís

 • Íþróttaföt og strigaskór
 • Ekki klæðast gallabuxum og ekki vera með skartgripi
 • Kuldaskór og stígvél eru ekki góð fyrir afís, gott að geyma strigaskó í skautatösku
 • Gott að vera með vatnsbrúsa og smá hollt nesti til að hafa á milli æfinga

Skautar

 • Endilega leitið til þjálfara við val á nýjum skautum

Skerping

 • Er nauðsynleg fyrir nýja skauta
 • Skal framkvæmd af fagmönnum, t.d. hjá starfsmönnum skautasvellsins
 • Er háð aðstæðum t.d. umhirða skautanna og hversu oft er æft

Hvernig annast skal um skauta og skautablöð

 • Lofta skal um skauta milli æfinga / geyma í mjúkum hlífum
 • Þurrkið skauta og blöð eftir hverja notkun með t.d. litlu handklæði
 • Nota skal plasthlífar til að ganga á fyrir utan ísinn. Geymið skauta ekki í þessum plasthlífum á milli æfinga þar sem blöðin geta ryðgað.