Sjálfboðaliðar


Við sem stöndum í sjálfboðastarfi fyrir Fjölni leitumst við að skapa aukinn áhuga meðal forráðamanna og Grafarvogsbúa á íþróttafélaginu okkar – Fjölni!

Við teljum að eftir því sem fleiri forráðamenn og Grafarvogsbúar geti kallað sig Fjölnismenn því öflugra félag náum við að búa til og með öflugra félagi náum við að byggja á breiðari grunni til framtíðar.

Við hvetjum forráðamenn til að sýna félaginu áhuga í orði og verki. Allt frá iðkun barna sinna upp í afreksstarfið í meistaraflokkunum auk annarra almennra viðburða á vegum félagsins eins og t.d. þorrablóts félagsins.

Sjálfboðaliðastarf í íþróttum er viðkvæmt og því gott að hafa í huga að þrátt fyrir að það sé sjálfsagt að gera kröfur til þeirra sem bjóðast til að taka að sér hlutverk við stjórnun eða annað. Þá eru aðstæður til að sinna þeim störfum misjafnar. Sumir hafa meiri tíma en aðrir.

Gerum kröfur – Gerum sanngjarnar kröfur!