Fjáraflanir


Körfuknattleiksdeild Fjölnis stendur fyrir fjórum fjáröflunum yfir tímabilið. Stærsta og viðamesta fjáröflunin er SAMbíómótið fyrstu helgina í nóvember. Hinar þrjár fjáraflanirnar eru sala á varningi eins og klósettpappír. Fyrirhugað er að fara af stað með haustsölu upp úr miðjum september, jólasölu um miðjan nóvember og páskasölu í mars.

Ef flokkar huga að dýrum æfingaferðum til útlanda er foreldraráðum þeirra flokka gert að upplýsa stjórn deildarinnar um að flokkurinn hafi áhuga á að fjárafla vegna ferðarinnar og þá ber að passa að þær fjáraflanir skarist ekki á við fjáraflanir deildarinnar. Allar fjáraflanir eiga að fara í gegnum skrifstofu Fjölnis.
Iðkendur fá hluta af ágóða haust-, jóla- og páskasölunnar í sinn hlut sem tilvalið er að nota upp í keppnisferðalög. Því fleiri einingar sem iðkendur ná að selja því hærri ágóða fá þeir.
Forráðamönnum eða flokkum er óheimilt að fjárafla fyrir sjálfa sig í nafni Fjölnis. Forráðamenn eldri iðkenda eru hvattir til að standa að sjoppum á fjölliðamótum og setja afrakstur þeirra í ferðasjóð iðkenda fyrir keppnisferðir.
Skrifstofa Fjölnis heldur utan um bankareikninga allra flokka. Hver flokkur skipar fjárhaldsmann sem heldur utan um upphæðir hvers iðkanda. Ef forráðamenn nýta ekki tækifærið til að fjárafla með sjoppu á fjölliðamótum skal upplýsa þjálfara um það í tíma þannig að hægt sé að bjóða forráðamönnum annarra flokka að nýta tækifærið.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fjölnis hefur ýmist fengið utanaðkomandi aðila til að sjá um skipulag og vinnu fjáröflunarinnar eða séð um þær sjálf. Niðurstaða til deildarinnar hefur verið mjög svipuð hvor leiðin hefur verið farin en stundum hefur starf deildarinnar einfaldlega verið of mikið fyrir sjálfboðaliða hennar og því fjáröflunum verið útvistað.