Æfingar Íshokkídeildar 18. nóv – 2. des

Vegna ástandsins þurfum við að breyta stundartöflu til að ná að skipta upp hópum betur og til að fækka umgangi á svæðinum Skautahallarinnar.

 • Iðkenndur og aðrir tengdum íshokkídeild ganga ekki inn um aðalinngang Egilshallarinnar. Iðkendur skulu notast við inngang bakatil á Egilshöllinni. Stigagangur beint upp í skautahöll (Sjá mynd neðst í færstlu).
 • Við ráðleggjum öllum sem geta að taka íshokkí búnað með heim og klæða sig/börnin eins míkið og hægt er áður en komið er til æfinga.
 • Andlitsgrímu skylda er á alla aðra en iðkenndur (2005 eða yngri).
 • Við mælum með hanska notkun.
 • Viðahlda skal 2m reglunni.
 • Eitt foreldri /forráðamaður er leyft að koma og aðstoða barn við að klæða sig, svo verður foreldri/forráðamaður að fara út úr skautahöllinni þar til æfing er lokið. Að æfingu lokinni má foreldri/forráðamaður koma aftur og aðstoða við að klæða úr.
 • Foreldrum/forráðamönnum er meinaður aðgangur að búningsherbergjum. (notast skal við sameiginleg rými frammi).
 • Einungis 10 fullorðnir/foreldrar/forráðamenn eru leyfðir á sama tíma í húsinu (Þjálfarar og starfsmenn skautahallar teljast ekki með í þessum). Þannig að vinsamlegast virðið fjöldatakmörkun og ekki vera í húsinu nema að ítrustu nauðsyn.
 • Velkomið er að eldri systkini/skyldmenni (14 – 16 ára/8. – 10. bekkur) mæti og fylgi barninu eftir á æfingu.
 • Vinsamlegast hugið að sóttvörnum fyrir og eftir æfingu – handþvott, spritt o.s.frv.
 • Ef barnið eða aðrir fjölskyldumeðlimir finnur fyrir einkennum þá á að halda sig heima.
 • Vinsamlegast virðið þessi tilmæli.

Hér að neðan eru breyttir æfingatímar 18. nóv - 2. des  Einnig viljum benda á að fylgjast vel með upplýsingum á FB grúpum hvers og eins flokks.

Skautaskóli.
Fimmtudaga kl. 16:50 -17:30
Sunnudaga kl. 12:10- 13:00
Notast skal við aðstöðu frammi (við sjoppu) eða áhorfenda stúku til að klæða börn.

U8 og U10 
Þriðjudaga kl. 17:15- 18:05
Fimmtudaga kl. 17:30- 18:20
Sunnudaga kl. 08.00- 08:45
U8 og U10: Notar klefa nr. 5

U12
Þriðjudaga kl. 18:05- 19:00
Fimmtudaga kl. 18:20- 19:10
Sunnudaga kl. 08:45- 9:45
U12: Notar klefa nr. 4

U14
Mánudaga kl. 19:00- 20:20
Þriðjudaga kl. 19:15- 20:15
Fimmtudaga kl. 19:25- 20:30
Laugardaga kl. 18:15- 19:05
Sunnudaga kl.  10:00- 11:50
U14: Notar klefa nr. 3

U16
Mánudaga kl. 17:55- 19:00 & 20:35- 21:35
Þriðjudaga kl. 20:15- 21:15
Fimmtudaga kl. 20:30- 21:30
Laugardaga kl. 19:05- 20:05
Sunnudaga kl. 10:50- 11:50 & 20:15- 21:15
U16: Notar klefa nr. 2

Allar ísæfingar í U18, Meistaraflokki kvenna, Meistaraflokki karla, Skautaskóla Fullorðinna og Old boys falla niður 7.- 19. okt.

 

Allar nánari upplýsingar og spurningar verður svarað á Facebook síðu íshokkídeildar, grúppum hvers flokks eða hokki@fjolnir.is

 


Tilkynning um barnamótið sem á að fara fram 2.-4. október.

Tilkynning frá Skautafélgai Akureyrar um barnamótið sem á að vera helgina 2.-4. október.
"Í kvöld fundaði hokkístjórn SA, stjórn foreldrafélags SA og sóttvarnarnefnd félagsins. Niðurstaða fundarins var sú að þau sjá sér ekki fært að uppfylla allar sóttvarnarreglur sem þarf á svona stóru móti. Búið var að útbúa leikjaplan og við frekari skoðun með tilliti til ramma, (uppsetningar og niðurtöku) starfsfólks, (sótthreinsun milli leikja og eftirlit meðsóttvörnum) aðgengi liða að keppnissvæði og fjölda þeirra sem koma að mótinu, (keppendur og fylgdarlið) þá treysta þau sér ekki í þetta mót eins og staðan er í dag. Við erum að skoða framhaldið ásamt stjórnum hinna félagana og látum vita þegar nýjar upplýsingar berast."
Til athugunar er þó að spilað verði U12 mót fyrir norðan. En að svo stöddu mun U8 og U10 ekki fara norður til keppni um helgina. 
Þessi grein verðu uppfærð jafnt og fréttir berast!
Kveðja, stjórn íshokkídeildar Fjölnis.

Hokkí markaður fimmtudaginn 1. október

Við ætlum að hittast í Íssalnum fimmtudaginn 1. október milli 18:30 og 19:30 með gamla íshokkídótið sem við erum hætt að nota og koma því í pening eða bítta því fyrir eitthvað sem passar betur.

Þetta er markaður sem er opinn öllum sem eiga eða langar að kaupa íshokkídót.

Þjálfarar verða á svæðinu og aðstoða fólk við að finna sanngjarnann verðmiða.

Endilega takið til í skápum og geymslum og komið með allt sem þið finnið.
Einnig bendum við á að þjálfarar og stjórn taka alltaf við frjálsum framlögum á notuðu íshokkídóti ef fólk vill styrkja deildina í því formi.


Litríkur og spennandi fyrsti leikur Fjölnis kvenna

26.9 2020

Fyrsti leikur nýskipaðs liðs Bjarnarins hjá meistaraflokks kvenna í Fjölni fór fram í gær þegar þær mættu SA í Egilshöll.

Bæði lið mættu ákveðin til leiks og úr varð spennandi leikur sem hélt áhorfendum á tánum.

SA skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins 1 mín og 24 sek voru búnar af leiknum. Mikil barátta var inn á svellinu en fyrsti leikhluti endaði  0-2 fyrir SA þar sem annað mark þeirra var skorað þegar 14 min og 29 sek voru búnar af leiknum.

Stelpurnar stilltu strengi sína í fyrsta leikhléi og mættu ákveðnar inn í annann leikhluta. SA náði þó að skora fyrsta mark þess leikhluta þegar 21 min og 16 sek voru búnar af leiknum.

Bjarnarstelpurnar skoruðu þó næstu tvö mörk .

Fyrra markið var skorað eftir 32 min og 30 sek, markið skoraði leikmaður nr 10, Steinunn Sigurgeirsdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 12 Hörpu Kjartansdóttur.  

Seinna markið kom eftir 34 min og 57 sek, markið skoraði leikmaður nr 7 Sigrún Árnadóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 13 Laura Murphy.

Staðan því orðin 2-3 fyrir SA eftir æsispennandi leikhluta.

Ljóst var að í þriðja leikhluta gæti allt gerst.

Liðin tvö mættu í síðasta leikhluta og augljóst var að bæði lið ætluðu að gefa allt í þennann leik.

Fyrstu tvö mörk leikhlutans skoruðu SA, fyrra eftir 41 min og 03 sek og seinna eftir 47 min og 54 sek.

Staðan því orðin 5-2 SA í vil.

Bjarnarstelpurnar héldu baráttu sinni áfram og skoruðu þriðja mark sitt eftir 55 min og 29 sek, markið skoraði leikmaður nr 99 Maríana Birgisdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 10 Steinunni Sigurgeirsdóttur.

Að leikslokum var staðan Björninn 3 – SA 5.

Leikurinn var litríkur og skemmtilegur og fengu áhorfendur að sjá frábæra takta inn á svellinu.

Ljóst er að framundan er spennandi leiktíð í Hertz deild kvenna þar sem gaman verður að fylgjast með þessu nýskipaða Bjarnarliði frá Fjölni.

 

hægt er að horfa á leikinn hér:
https://www.youtube.com/watch?v=K7sFNR2SRLk


Fjölnir teflir fram meistaraflokki kvenna í íshokkí

Stjórn íshokkídeildar Fjölnis hefur tekið ákvörðun um að tefla fram eigin liði í meistaraflokki kvenna á næsta tímabili. Þar með líkur þriggja ára samstarfi Reykjavíkurliðana í meistaraflokki kvenna.

Viljum við í stjórn íshokkídeildar Fjölnis þakka SR fyrir samstarfið og óskum þeim alls hins besta á komandi tímabili.


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


Ráðning nýs aðstoðarþjálfara

Það gleður okkur að tilkynna um ráðningu Andra Freys Magnússonar sem aðstoðarþjálfara Alexanders. Andri mun sjá um barnastarfið hjá okkur, Alexander er og verður áfram yfirþjálfari og er Andri því góð viðbót við þjálfarateymið hjá íshokkídeildinni.

Jenni Varaformaður og Andri innsigla ráðninguna með handabandi


Frítt að æfa íshokkí í desember fyrir byrjendur

Íshokkídeildin býður byrjendum að prófa að æfa, þeim að kostnaðarlausu út desember. Íshokkí er fjölbreytt og skemmtileg íþrótt sem hentar öllum aldri, ekki skiptir máli að kunna á skauta því þjálfararnir okkar kenna skautatækni ásamt öðru sem tilheyrir íþróttinni á skemmtilegan hátt á æfingum.

Við hlökkum til að sjá sem flesta næst komandi þriðjudag til að prófa. Mæting kl. 17 til að finna búnað.


Gesta þjálfari frá Tychy í heimsókn hjá íshokkídeildinni

Helgina 30. nóvember til 1. desember fengum við til okkar gestaþjálfara sem heitir Tomasz Kurzawa og kemur hann frá Tychy í Póllandi. Tomasz var með æfingu á laugardagskvöldið fyrir 4.flokk og upp í mfl karla þar sem þáttakendur voru hátt í 30 talsins. Svo á sunnudagsmorgninum var hann með tvær æfingar, fyrri æfingin var fyrir 5.flokk og niður í kríli og seinni æfingin var fyrir 4.flokk og upp í 2.flokk og það var vel mætt á þær báðar. Það var mjög gaman að fylgjast með Tomasz við störf og við stefnum á fá þennan þjálfara aftur í heimsókn til okkar seinna.
Tomasz er rétt rúmlega fertugar og á að baki yfir 20 ára reynslu í íshokkí. Hann er fyrrum leikmaður GKS Tychy og er nú að þjálfa fyrir GKS en hann rekur einnig íshokkí akademiu Pionier Tychy sem hann opnaði árið 2015. Hann er með þjálfararéttindi frá University of Physical Education, Katowice og power skating þjálfari frá SK8ON Hockey School í Toronto þar sem hann vann með Jarek Byrski sem vinnur mikið með leikmönnum í NHL deildinni. Tomasz hefur meðal annars þjálfað NHL leikmenn á borð við Jeff Skinner leikmanni Buffalo Sabres, Jason Spezza leikmanni Toronto Maple Leafs og Brent Burns leikmanni San Jose Sharks.
Það er gaman að segja frá því að þessi þjálfari kom upphaflega til Íslands til að heimsækja vin sinn Marcin og þökkum við honum kærlega fyrir að hafa lánað okkur Tomasz um helgina. Einnig viljum við þakka Tomasz kærlega fyrir komuna og hjálpina um helgina.


Kvennaleikir helgarinnar

Nú um helgina fóru fram annar og þriðji leikur í hertz deild kvenna í íshokkí. Reykjavík tók á móti SA í Egilshöll.

Reykjavíkurstelpurnar skörtuðu stórglæsilegum nýjum búningum, voru þeir frumsýndir með athöfn á Laugardagskvöldinu (sjá myndband).

Reykjavík vann fyrsta leik deildarinnar og komu þær einbeittar til leiks í leikjunum tveim.

Leikur 2 í deildinni byrjaði hratt en SA skoraði fyrsta markið eftir eina mínútu og 23 sek. Þær bættu svo við öðru marki þegar 11 min og 48 sek voru liðnar af leiknum. Á fyrstu mínútu annars leikhluta meiddist leikmaður 25 Í Reykjavík (Elín Darko Alexdóttir) og þurfti að kalla eftir læknisaðstoð, hún kom því ekki meira inn á svellið um helgina. Þegar 13 min og 30 sek voru liðnar af öðrum leikhluta bættist við annað mark frá SA og staðan því orðin 3-0. 36 sek eftir það skoruðu Reykjavík sitt fyrsta mark í leiknum, markið skoraði Alda Arnarsdóttir (nr. 57) með stoðsendingu frá Laura Ann Murphy (nr.13). SA bætti við 4 markinu undir lok annars leikhluta, staðan orðin SA 4- Reykjavík 1. Þegar rúmar tvær mín voru liðnar af þriða leikhluta skoraði SA 5 markið, stuttu eftir það komu Reykjavíkurstelpurnar með sitt annað mark. Markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr.5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttir (nr 83). SA bætti við tveim mörkum í viðbót áður en leiknum lauk. Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr 36) stóð í Reykjavíkurmarkinu allann leikinn og varði 34 skot af 41. Reykjavík átti 31 skot á mark SA í leiknum.

Lokastaða Reykjavík 2- SA 7

Þriðji leikurinn í deildinni fór svo fram á sunnudasmorguninn. Reykjavíkurstelpurnar komu ákveðnar inn í leikinn og ekki var hægt að sjá að leikur gærdagsins væri að hafa áhrif á þær.

SA skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum í fyrsta leikhluta. Reykjavík skoraði fyrsta mark annars leikhluta, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingu frá Lauru Ann Murphy (nr.13). SA liðið svaraði fljótt fyrir sig og kom með sitt þriðja mark minna en mínútu seinna. Þær skoruðu svo 4 mark sitt 5 min eftir það. Reykjavík skoraði sitt annað mark þegar 15 min og 36 sek voru búnar af öðrum leikhluta í powerplay, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingum frá Lauru Ann Murphy (nr.13) og Steinunni Sigurgeisdóttur (nr. 10) SA bætti við 2 mörkum í þriðja leikhluta, Reykjavík var þó ekki hætt, þriðja mark þeirra kom þegar rétt rúmar 1 og hálf min voru eftir af leiknum, markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr. 5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttur (nr.83). Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr. 36) stóð í marki Reykjavíkur allann leikinn og varði 26 af 32 skotum. Reykjavík átti 29 skot á mark SA.

Lokastaða Reykjavík 3- SA 6

Stelpurnar í Reykjavík stóðu sig með prýði og börðust frá fyrstu mínútum til leiksloka. Þær áttu mörg góð tækifæri í leikjunum tveim sem endurspeglast ekki í lokaniðurstöðum leikjanna.

Mikil uppbygging hefur verið í kvennahokkí í Reykjavík að undanförnu og margar í liðinu að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki kvenna.

Miðað við ákveðni, elju og leikgleði sem lið Reykjavíkur sýndi um helgina er ljóst að framtíðin er björt og gaman verður að halda áfram að fylgjast með hörku keppni í deildinni þennann veturinn.

Greinahöfundur: Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Myndir: Kristján Valdimar Þórmarsson