Átta Fjölniskonur í landsliðinu í íshokkí!

Jón Gíslason aðalþjálfari kvennalandsliðs Íslands hefur valið leikmannahópinn sem leikur fyrir Íslands hönd í heimsmeistarakeppni IIHF í byrjun apríl. Leikið verður í Canillo í Andorra 7. til 13. apríl.

Átta frábærar Fjölniskonur eru í hópnum!
🏒 Berglind Rós Leifsdóttir
🏒 Elisa Dís Sigfinnsdóttir
🏒 Elín Darkoh
🏒 Eva Hlynsdóttir
🏒 Kolbrún María Garðarsdóttir
🏒 Laura-Ann Murphy
🏒 Sigrún Agatha Árnadóttir
🏒 Teresa Regína Snorradóttir
Fjölnir óskar þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis úti!

Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Fjölnir Íslandsmeistari kvenna í íshokkí

Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna árið 2024.

Fjölnir er Íslandsmeistari í Hertz-deild kvenna eftir 1-0 sigur á SA í fjórða leik liðanna í Egilshöll á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir á fjórðu mínútu.

Þetta var fyrsti titill Fjölnis en sá annar sem fer upp í Egilshöll því fyrir 18 árum, árið 2006, varð kvennalið Bjarnarsins Íslandsmeistari. SA-konur hafa haldið fast um bikarinn þessa 17 titla síðan þá – þar til nú.

Við erum ótrúlega stolt af þessum frábæru íþróttakonum og óskum þeim innilega til hamingju með titilinn!

 

Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, afhendir Kristínu Ingadóttur, fyrirliða Fjölnis bikarinn. Ljósmynd: Bjarni Helgason


Breytingar hjá íshokkídeildinni

Emil Allengaard hefur starfað sem yfirþjálfari íshokkídeildar Fjölnis um eitthvert skeið. Hann hefur sett lit sinn á starf og vinnu í félaginu. Stjórn Íshokkídeildar hefur tekið ákvörðun um að nú sé kominn tími á breytingar. Samningi hans var sagt upp en hann mun vinna eftir samningi út mars 2024.
Við þökkum Emil kærlega fyrir samstarfið síðustu árin.
Nú tekur við nýr kafli hjá deildinni og munu nánari upplýsingar koma von bráðar.


Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.

Skráning fer fram hér

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017

Hér má sjá nánari upplýsingar


Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára

Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.

HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.

ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.

Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!


Skert þjónusta við skautafólk

Frímann Ari Ferdinandsson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur fært Ungmennafélaginu Fjölni þau ótíðindi að menningar- íþrótta- og tómstundaráð hafi ákveðið að loka fyrir aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll í júní næstkomandi.

Undirrituð eru forviða yfir þessari fregn og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna hennar. Ákvörðunin kemur eins og reiðarslag í andlit forsvarsmanna og iðkenda þar sem gengið var út frá því að þjónusta við þá yrði eins og verið hefur undanfarin ár. Það er álit undirritaðra að gangi lokunin eftir sé verið að mismuna iðkendum einstakra íþróttagreina.

Það er mat undirritaðra að sparnaður sé takmarkaður í ljósi þess að svellinu þarf að halda frosnu í sumar hvort sem æft er á því eða ekki, því er óraunhæft að telja þetta sem hagræðingu. Fyrir Fjölni yrði lokunin mikið tekjutap þegar æfingagjöld falla niður og þjálfarar nýtast ekki til þeirrar vinnu sem þeir eru ráðnir til.

Niðurskurður mun hafa mikil áhrif á starfsemi Fjölnis til æfinga og á sumarnámskeiða fyrir listskauta og íshokkí. Undanfarin sumur hefur Fjölnir haldið úti sumarbúðum fyrir eldri iðkendur í framhaldshópum, ásamt því að sumarstarfið hefur laðað til sín áhugasama úr öðrum félögum. Á sumarnámskeiði fyrir iðkendur í 1. – 4. bekk hefur verið boðið upp á heildstæða dagskrá sem hefur reynst vel og verið mjög eftirsótt. Fyrir utan hversu mikil forvörn felst í góðum anda og samskiptum þátttakenda.

Listskautadeild Fjölnis hefur með markvissri uppbyggingu á starfseminni náð góðum árangri, nú síðast í vor þegar bikarmeistaratitli var náð.

Ólíkt öðrum íþróttum þá er ekki hægt að vera utandyra að sumri til. Við gætum því boðið iðkendum SR í sumarbúðir okkar ásamt því að eldri iðkendur hafa tök á því að æfa sína íþrótt.

Undirrituð fara þess hér með á leit að menningar- íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur
dragi ákvörðun sína um lokun til baka þannig að iðkendur listskauta og íshokkí geti stundað sína íþrótt eins og áformað hefur verið. Meðfylgjandi er mynd af framhaldshópum Fjölnis sem urðu bikarmeistarar ÍSS fyrir 2 vikum á Akureyri í fyrsta skipti síðan félagið var stofnað.

Virðingarfyllst,

formaður Fjölnis
Jón Karl Ólafsson

varaformaður Listskautadeildar Fjölnis
Tinna Arnardóttir

framkvæmdastjóri Fjölnis
Guðmundur L. Gunnarsson

íþróttastjóri Fjölnis
Arnór Ásgeirsson


Íshokkínámskeið fyrir stelpur

Íshokkídeild Fjölnis býður öllum stelpum fæddum 2010-2017 á frítt stelpunámskeið 20.-27. mars. Skipt verður í tvo hópa, eldri og yngri hóp.
Eldri hópurinn er fyrir stelpur fæddar 2010-2013 og yngri hópurinn fyrir stelpur fæddar 2014-2017

Dagskrá:

Mánudagur
18:00-18:50 – Báðir hópar

Þriðjudagur
18:00-19:00 – Báðir hópar

Fimmtudagur
17:45-18:30 – Yngri hópur
18:30-19:20 – Eldri hópur

Laugardagur
11:00-12:00 – Báðir hópar og veisla eftir á!

Hvetjum allar áhugasamar stelpur til að nýta sér þetta tækifæri til að prófa íshokkí FRÍTT, hægt er að fá lánaðar allar græjur! HÉR fer skráning fram

Hlökkum til að sjá ykkur!


Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis

Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!

Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn.

Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál

Hlökkum til að sjá ykkur


Opinn upplýsingafundur Íshokkídeildar Fjölnis

Skrifstofa Fjölnis býður forráðamönnum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum íshokkídeildar Fjölnis á upplýsingafund fimmtudaginn 26. janúar kl. 18:00 í fundarrými félagsins í Egilshöll (Miðjan).