Þorrablót 2023

Nú styttist í Þorrablótið, aðeins 51 dagur í þessa veislu!

Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.

Enn er nokkur laus borð og því um að gera að fara panta sér borð.

Svona fara borðapantanir fram:

Þú sendir tölvupóst á vidburdir@fjolnir.is með eftirfarandi upplýsingum;

  • Fullt nafn og símanúmer þess sem pantar
  • Fjölda gesta á borði
  • Númerið á borðinu sem þið óskið eftir
  • Ef þið eruð fleiri eða færri en 12 þá látið þið okkur vita og við finnum út úr því.

Hér við hliðina má sjá þau borð sem eru laus (Uppfært 1. desember 2022)


Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!

Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️

Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️

Gleðileg Fjölnisjól!


Þorrablót Grafarvogs 2023

Hið margrómaða Þorrablót Grafarvogs 2023 verður haldið hátíðlegt þann 21. janúar næstkomandi!

Hér við hliðina má sjá borðaskipanina. Til þess að panta borð þarf að senda email á vidburdir@fjolnir.is

Miðasala á ballið sjálft fer í gegnum tix.is

Hlökkum til að sjá ykkur í partýi aldarinnar!

Uppfært 1. desember 2022

FJÖLNIR X PUMA

Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!

Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir

Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.

Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.

Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!

#FélagiðOkkar

Myndir: Gunnar Jónatansson


Jólaskautaskóli Fjölnis

🎄⛸️ Jólaskautaskóli Fjölnis 🏒🎅

Listskauta- og íshokkídeild Fjölnis verða með Jólaskautaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára dagana 27.-30. desember. Námskeiðið er á milli kl. 8:30-13:00. Kennd verða undirstöðuatriði skautaíþrótta á námskeiðinu ásamt því að spila íshokkí og læra listskautaæfingar.

Verð námskeiðs: 9.500
Skráning er hafin á https://fjolnir.felog.is/

Skráningu lýkur þriðjudaginn 21. desember.


Þrjár Fjölnisstúlkur valdar í U18 hóp Íslands á HM í íshokkí

U18 ára landslið stúlkna mun taka þátt á heimsmeistaramóti Alþjóðaíshokkísambandsins (IIHF) sem fer fram dagana 21.-27. janúar 2022 í Istanbul í Tyrklandi.

Á dögunum fóru fram landsliðsúrtökuæfingar og átti Fjölnir fimm stúlkur í þeim hópi. Þær Maríu Sól Kristjánsdóttur, Elísu Dís Sigfinnsdóttur, Kolbrúnu Maríu Garðarsdóttur, Elínu Darko og Evu Hlynsdóttur. Þær María Sól, Elísa Dís og Eva voru valdar í landsliðshópinn sem mun halda til Istanbul í janúar. Hópinn í heild sinni má sjá hér. Þær Kolbrún og Elín verða orðnar of gamlar fyrir U18 ára landsliðið þegar að mótinu kemur og geta þær því ekki tekið þátt á mótinu.

Landslið Íslands er í Division II b á mótinu þar sem átta þjóðir taka þátt. Spilað verður í tveimur riðlum á fimm keppnisdögum. Aðrar þjóðir á mótinu eru: Bretland, Holland, Spánn, Kasakstan, Tyrkland, Mexíkó og Lettland.

Glæsilegur hópur sem tók þátt á landsliðsæfingum

Fjölnisstelpurnar: Lily Donnini, María Sól, Elísa Dís, Kolbrún María, Elín Darko og Eva Hlynsdóttir.


Stelpuíshokkídagurinn

Komdu að prófa hokkí á alþjóðlegum stelpudegi. Það er frítt að prófa fyrir stelpur á öllum aldri.

Hvar: Skautasvellið í Egilshöll
Hvenær: Sunnudaginn 17. október 2021, kl. 12:00-13:00

Kvennalið Fjölnis tekur vel á móti öllum.

Allur búnaður á staðnum og mælt með að mæta ca. 20 mín fyrr.

International Ice Hockey Federation (IIHF) #WGIHW


Stelpu vika Íshokkídeildar Fjölnis

Stelpuvika Íshokkídeildar Fjölnis

Vikuna 24-30 maí

Íshokkídeild Fjölnis langar að bjóða öllum stelpum á aldrinum 11 ára og eldri að koma og prufa íshokkí í heila viku á hokkíæfingar einungis ætlaðar stelpum.
Verður þetta heil vika þar sem áhersla er lögð á að kenna stelpum íshokkí og endum við svo vikuna á því að halda lokahóf fyrir hópinn þar sem boðið verður upp á pítsu veislu og verðlaun fyrir þáttakendur.

Íshokkídeild Fjölnis býður upp á flottan hóp þjálfara, lánum allan útbúnað og það kostar ekkert fyrir stelpur að taka þátt í vikunni.

Dagskrá stelpuvikunnar:

Þriðjudagur 25. maí.
17:30 Þrek/skemmtun í Hellinum (frjálsíþróttasalnum við enda fótboltahúss)
18:25 - 19:15 Ísæfing
Fimmtudagur 27. maí.
16:50 - 17:45 Ísæfing
18:00 - 18:50 Hópefli/leikir
Laugardagur 29. maí.
16:15 - 17:45 Ísæfing, spilað íshokkí fullum ís
18:00 Pítsuveisla fyrir alla þáttakendur

 

Við hvetjum allar stelpur sem langar að koma og prufa að koma á æfingar hjá okkur í vikunni og kynnast því hversu skemmtileg er að æfa og spila íshokkí.
Öllum nánari upplýsingum er svarað í tölvupóst íshokkídeildar hokki@fjolnir.is eða síma 792-2255.

https://www.youtube.com/watch?v=Y3MEeAfoPkQ


Sigur hjá meistaraflokki kvk í gærkvöldi

Fjölnir tók á móti SR í Egilshöll í Hertz deild kvenna í gærkvöld.

Bæði lið komu ákveðin til leiks og byrjaði leikurinn jafn.

Fyrsta mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Laura Murphy (13) þegar 7 mín og 10 sek voru liðnar af leiknum.

Baráttan hélt áfram og eftir 17 min og 16 sek jafnaði SR.

Staðan Fjölnir 1 – 1 SR eftir fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta lék Fjölnir á alls oddi og bættu stelpurnar 7 mörkum við fyrra mark.

Mörkin skoruðu:

Harpa Kjartansdóttir (12)

Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Krístínu Ingadóttur (17)

Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Grétu Jónsteinsdóttur (8)

Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Maríönu Birgisdóttur (99)

Sigrún Árnadóttir (7)

Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Hörpu Kjartansdóttur (12)

Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Elínu Alexdóttur (25)

Staðan eftir annann leikhluta Fjölnir 8 - 1 SR

Leikhlutinn einkenndist af skemmtilegu samspili og mikilli samstöðu í liði Fjölnis.

Í þriðja leikhluta hélt Fjölnir áfram að herja á mark SR og bættu tveim mörkum við, þau mörk skoruðu:

Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu fráGrétu Jónsteinsdóttur (8)

Maríana Birgisdóttir (99)

Stelpurnar voru hvergi hættar að berjast fyrir fleiri mörkum, þegar aðeins tæpar tvær mín voru eftir af leiknum Skoraði þó SR lokamarkið.

Fjölnir gekk því af velli með 10-2 sigur og geta verið sáttar eftir góðann leik sem einkenndist af leikgleði og samvinnu.

 

 

Ásta Hrönn Ingvarsdóttir og Kristján V. Þórmarsson
Myndir Gunnari Jónatanssyni.


Meistaraflokkur Fjölnis unnu 9-1 sigur gegn SR

26.1 2021

Fjölnir/Björninn tók á móti SR í Egilshöll í fyrsta leik Hertz deildar kvenna eftir langt hlé vegna Covid 19.

Bjarnar stelpur mættu ferskar til leiks og einbeiting liðsheildarinnar var í fyrirrúmi allt frá byrjun til enda leiksins.

Liðin tvö voru að keppa á móti hvor öðru í fyrsta sinn í langann tíma. Síðustu ár hafa liðin tvö teflt fram sameiginlegu liði undir merkjum Reykjavíkur.

Það var því við búist að skemmtilegur leikur væri framundan þar sem bæði lið vildu sýna sitt besta andlit. Mikil stemming var í kringum leikinn þó svo að áhorfendur séu ekki leifðir í bili.

Stemmingin fór þó ekki fram hjá neinum sem horfðu á, hvort heldur sem er í gegnum netið eða á staðnum.

Eftir 15 min og 45 sek kom fyrsta mark leiksins, markið skoraði Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7). Staðan Björninn 1- SR 0.

Var þetta eina mark fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti fór hratt af stað og mörkin duttu inn eitt af öðru.

Annað mark Bjarnarins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17) Staðan Björnin 2 SR 0

Stuttu eftir það minnkaði SR muninn niður í eitt mark þegar Arna Friðjónsdóttir (10) skoraði fyrir SR með stoðsendingu frá Brynhildi Hjaltested (9). Björninn 2- SR 1

Bjarnarstelpur léku á alls oddi og skoruðu 5 mörk í viðbót í öðrum leikhluta, mörkin skoruðu:

Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24) Björninn 3- SR 1

Kristín Ingadóttir (17) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7)

Björninn 4- SR 1

Maríanna Birgisdóttir (99) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17)

Björninn 5-SR 1

Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Karen Þórisdóttur (22)

Björninn 6- SR 1

Og Steinunn Sigurgeirsdóttir (10)

Björninn var mikið í sókn og spiluðu af mikilli leiksgleði.

Í þriðja leikhluta var ekkert gefið eftir, SR vörðust sem aldrei fyrr en Björninn náði þó að bæta tveim mörkum við.

Fyrra markið kom á 44 min og 54 sek en markið skoraði Sigrún Árnadóttir (7) og þá búin að skora 3 mörk, Björninn 8- SR 1

Síðasta markið skoraði einnig Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24)

Eftir 57 min og 26 sek fék Sigrún Árnadóttir (7) leikmaður Bjarnarinns 2 min brottvísun fyrir Slashing og Björninn því einum færri þar til 34 sek voru eftir af leiknum. Það breytti ekki stöðunni.

Lokastaða Björninn 9- SR 1

Bæði lið gáfu allt í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Eitt er víst að gaman verður að fylgjast áfram með þessum liðum í vetur.

 

Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Kristján V. Þórmarsson

 

Myndir hér að ofan eru skjáskot tekin úr streymi af leiknum.
Fyrir áhugasama sem misstu af leiknum þá má horfa á leikinn hér