stefnur


Ungmennafélagið Fjölnir hefur unnið að ýmsum málum í tengslum við forvarnarstarf og hefur átti í samstarfi við fjölmarga aðila tengda barna og unglingastarfi. En hér má finna upplýsingingar um þær stefnur sem hafa verið gefnar út síðastliðin ár. Allar nánari upplýsingar um forvarnarstarf veitir íþrótta og félagsmálastjóri.

Jafnréttisstefna


Einstaklingum líður betur í umhverfi þar sem jafnrétti ríkir. Þar sem kynjamisrétti fær að skjóta rótum eru oft ríkjandi aðrir fordómar sem t.d. tengjast uppruna eða aldri. Hugmyndir um það hvað sé við hæfi að stelpur geri annars vegar og strákar hins vegar eru hamlandi. Þar sem raunverulegt jafnrétti ríkir fá allir einstaklingar að njóta sín og blómstra.

Íþróttafélagið stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kyns, uppruna, kynhneigðar, kynvitund, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Íþróttafélagið leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.

Reykjavíkurborg leggur áherslu á, í mannréttindastefnu sinni, að allt uppeldis- og tómstundastarf, menntun og fræðsla skuli hafa jafna stöðu kynjanna að leiðarljósi. Styrkja skuli jákvæð samskipti og gagnkvæma virðingu kynjanna í öllu starfi með börnum og unglingum og þau hvött til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda.

Reykjavíkurborg hefur sett inn í þjónustusamninga við íþróttafélög að þau skuli að hafa virka jafnréttisstefnu og gæta þess í öllu starfi að taka tillit til beggja kynja.

Jafnframt segir í 23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008 að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun þar á meðal í íþrótta- og tómstundastarfi.

Íþróttafélagið vinnur jafnréttisstefnu og fylgir henni eftir samanber þjónustusamning við Reykjavíkurborg og ÍBR. ÍBR kallar eftir jafnréttisstefnu og framkvæmd hennar frá íþróttafélaginu samtímis skilum ársreikninga.

Jafnréttisstefnan nær til iðkenda, þjálfara, stjórna og starfsfólks. Stefnan gildir í allri starfsemi félagsins. Stefnan er endurskoðuð og lagfærð er þurfa þykir í kjölfar skila á greinargerð um framkvæmd hennar.

Hér má nálgast stefnuna.

Heilsufarsstefna


Tilgangur heilsustefnu Grafarvogs og Kjalarness er að hvetja börn og ungmenni til að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl. Til að svo geti orðið er mikilvægt að umhverfi, aðbúnaður, viðhorf og samskipti séu með þeim hætti að það efli sjálfstraust þeirra og styrkleika.  Megináherslur heilsustefnu Grafarvogs og Kjalarness: Heilsustefnan tekur til barna og ungmenna frá fæðingu til 20 ára aldurs. Þá er lagður grunnur að sjálfsmynd og sjálfsvirðingu einstaklingsins og heilbrigðum lífsháttum. Forsenda þess að byggja upp jákvæða og sterka sjálfsmynd hjá börnum og ungmennum, styrkja félagsfærni og stuðla að heilsusamlegum lífsstíl er að skapa umhverfi sem styður við eftirfarandi þætti.

Hér má nálgast stefnuna.

Sjálfbærnistefna


Hér má nálgast stefnuna