Arngrímur Jóhann Ingimundarson

Arngrímur hefur starfað við deildina síðan haustið 2020 og er yfirþjálfari yngri flokka kvenna. Hann sér um að móta og halda utan um þróun yngri flokka kvenna í knattspyrnu hjá Fjölni, ásamt því að þjálfa 3. og 4. flokk kvenna. Hann er með UEFA-A og UEFA-A Youth Elite þjálfaragráður. Addi hefur viðamikla reynslu sem þjálfari í knattspyrnu og varð lið hans m.a. Íslandsmeistarar 2013 ásamt því að vinna Rey-Cup sama ár. Hann hefur farið með íþróttahópa á hin ýmsu mót erlendis t.d. Norway Cup, Gothia Cup, Costa Blanca Cup og Vinabæjarmót í Hjörring í Danmörku og Kerrava í Finnlandi.

Netfang: addi@fjolnir.is

Símanúmer: 696-3846

Anton

Ágúst Haraldsson

Ágúst starfaði hjá Fjölni árin 1999-2001 og kom aftur til okkar vorið 2021. Hann þjálfar 5. og 8. flokk karla. Ágúst er með B.Sc. gráðu í íþróttafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og hefur þjálfað fótbolta í 30 ár, hann hefur einnig kennt skólaíþróttir í grunnskóla í 20 ár.

Björn Breiðfjörð Valdimarsson

Björn hefur starfað hjá félaginu frá haustinu 2021. Hann er aðalþjálfari 3. flokks karla og aðstoðarþjálfari 4. og 6. flokks karla. Hann hefur A þjálfaragráðu frá UEFA.

Netfang: valdimarsson.3@gmail.com

Símanúmer:

Einar Jóhannes Finnbogason

hefur starfað við deildina síðan 2017 og þjálfar hann 2. flokk karla. Hann hefur lokið 1. stigi þjálfaramenntunar frá KSÍ og hefur mikla reynslu af þjálfun í knattspyrnu.

Netfang: einarj@gonorth.is

Símanúmer: 697-3689

Guðrún Helga Guðfinnsdóttir

Guðrún hefur starfað við deildina síðan 2016. Hún er aðstoðarþjálfari 5. og 8. flokks kvenna. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiði 1 frá KSÍ og er á lokaári í Verzlunarskóla Íslands. Guðrún hefur mikla reynslu af því að spila fótbolta og varð meðal annars Íslandsmeistari í B-riðli 2017, var í úrvalshóp Reykjavíkur 2017 og Reykjavíkurmeistari 2018. Hún hefur spilað 25 leiki í meistaraflokki.

Netfang: gudrunhelga2002@gmail.com

Símanúmer: 691-0385

Gunnar Hauksson

Gunnar hefur starfað við deildina síðan 2016. Hann þjálfar 6. og 5. flokk kvenna og 7. og 3. flokk karla. Hann hefur þjálfararéttindi B frá UEFA og vinnur að A-stigi.

Netfang: gunnarh90@gmail.com

Símanúmer: 894-9822

Gunnar Már Guðmundsson

Gunnar starfaði við deildina árin 2004-2008 og hóf störf aftur 2013 og starfar í dag sem aðalþjálfari 4. flokks karla, en hann hefur áður sinnt starfi yfirþjálfara yngri flokka karla og um afreksstarf knattspyrnudeildarinnar. Hann er með UEFA Elite Youth A og UEFA A þjálfaragráður, einnig er hann með B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Gunnar var hluti af liðum Fjölnis sem unnu fyrstu Íslandsmeistaratitla félagsins í knattspyrnu í 5. flokki árið 1994. Hann á langan leikmannaferil að baki frá árunum 2001-2017 þar sem Gunnar spilaði með Fjölni, FH, Þór og ÍBV. Hann varð Bikarmeistari með FH 2010.

Netfang: gunnar@fjolnir.is

Sími: 696-0186

Gunnar Sigurðsson

Gunnar hefur starfað við deildina síðan 2012 og er hann markmannsþjálfari hjá meistaraflokki karla, ásamt elstu yngri flokkanna. Hann hefur UEFA-A  markmannsþjálfaragráðu og UEFA-B þjálfaragráðu. Hann starfaði sem markmannsþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands, U-17, U-19 og U-21 á árunum 2014-2018. Gunnar á að baki langan leikmannaferil sem spannar 17 ár á hæsta getustigi, þar af tvö ár sem atvinnumaður í Svíþjóð, og vann hann með liðum sínum fjóra Íslandsmeistaratitla og 2 bikarmeistaratitla á ferlinum.

Netfang: gunnimark@gmail.com

Símanúmer: 869-5475

Helgi Snær Agnarsson

Helgi Snær hefur starfað hjá Fjölni síðan árið 2019 en hann er þjálfari 5. og 7. flokks drengja. Hann hefur lokið UEFA B þjálfaraprófi. Helgi varð Íslandsmeistari í futsal árið 2019 með Vængjum Júpíters og Bikarmeistari með 2. flokki Fjölnis árið 2018.

Hjörtur Harðarson

Hjörtur hefur starfað við deildina síðan haustið 2021. Hann er aðalþjálfari 7. flokks karla og sér um að vera skemmtilegur og skapa sigurvilja hjá félaginu. Hann hefur lokið 3. stigi þjálfaramenntunar hjá KSÍ og stefnir að því að halda áfram með menntunina. Hann hefur B.A. gráðu í félagsfræði og er í meistaranámi í menntunarfræði leikskóla. Hann starfar einnig sem deildarstjóri á leikskóla. Hjörtur hefur áður þjálfað yngri flokka hjá ÍR og Breiðabliki. Hann hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta bæði sem leikmaður og þjálfari.

Netfang: fansick@gmail.com

Símanúmer:

Júlíus Ármann Júlíusson

Júlíus er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til kvennaboltans en hann hefur gegnt starfi aðalþjálfara meistaraflokks kvenna Aftureldingar frá árinu 2015 þar sem hann stýrði liðinu meðal annars upp úr 2. deild árið 2017. Að auki hefur hann sinnt þjálfun hjá Gróttu í tæp 20 ár við góðan orðstír þar sem hann stýrði meðal annars meistaraflokki karla en hann var einnig sigursæll þjálfari þau 10 ár sem hann var við störf hjá Breiðablik. Júlíus hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu.

Netfang: juliusar@internet.is

Símanúmer: 895-6000

Kristinn Jóhann Laxdal

Kristinn hóf störf hjá Fjölni haustið 2021 og er hann aðstoðarþjálfari 3. flokks karla. Kristinn stefnir að því að sækja þjálfaramenntun á næstunni. Hann spilaði í UEFA Champions League í Futsal árin 2018 og 2019 með Vængjum Júpíters.

Netfang: kiddijoi86@gmail.com

Símanúmer:

Lee Amber

Lee hefur starfað við deildina síðan árið 2020 en hann starfar sem aðstoðarþjálfari 3. flokks karla og kvenna. Hann hefur þjálfararéttindi B frá UEFA.

Sigurður Gunnar Sævarsson

Sigurður hefur starfað við deildina síðan 2013. Hann vill skapa gott umhverfi fyrir börn til þess að vera í og hafa æfingar fjölbreyttar, skemmtilegar og við hæfi fyrir alla iðkendur. Hann er með B.Sc. í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands og starfar sem íþróttakennari. Sigurður æfði sjálfur knattspyrnu í 20 ár og varð m.a. Íslandsmeistari í futsal með Keflavík.

Netfang: sigurdur.gunnar.saevarsson@rvkskolar.is

Símanúmer: 897-8349

Theódór Sveinjónsson

Theódór þekkjum við Fjölnismenn vel þar sem hann stýrði nokkrum yngri flokkum félagsins hér á árum áður og meistaraflokki kvenna í Landsbankadeildinni árið 2008. Síðustu ár hefur Theódór þjálfað yngri flokka Víkings með góðum árangri og jafnframt verið í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna Víkings. Áður var hann þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, Þrótti og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals sem varð Íslandsmeistari á árunum 2006 og 2007. Theódór hefur einnig lokið UEFA-A þjálfaragráðu.

Netfang: theodor.sveinjonsson@rvkskolar.is

Símanúmer: 824-7724

Úlfur Arnar Jökulsson

Úlfur var þjálfari hjá okkur árin 2008-2011 og kom svo aftur 2017. Hann þjálfar 2. flokk karla og hans hlutverk eru að undirbúa leikmenn fyrir meistaraflokk. Hans hlutverk eru að búa til krefjandi og skemmtilegt umhverfi fyrir leikmenn 2. flokks og kenna og tengja ákveðin gildi í íþróttum við lífið. Hann hefur UEFA Elite Youth A og UEFA A þjálfaragráður, hann hefur einnig lokið B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur Einkaþjálfararéttindi. Úlfur hefur mikla reynslu af því að spila fótbolta og einnig körfubolta og var hluti af ’83 árgangi Fjölnis sem var mjög sigursælt og vann Afreksmaður Fjölnis 1999.

Netfang: ulfurarnarjokulsson@gmail.com

Sími: 868-9378

Veigar Örn Rúnarsson

Veigar hefur þjálfað hjá Fjölni síðan 2018. Hann er leikmaður í 2. flokki karla og aðstoðarþjálfari í 5. flokki og 7. flokki karla, hann hefur farið á KSÍ 1 þjálfaranámskeið og stefnir á að fara á KSÍ 2 við næsta tækifæri. Veigar stundar nú nám á náttúruvísindabraut í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Þórir Karlsson

Þórir hefur starfað við deildina síðan 2015 og þjálfar 6., 5. og 2. flokk karla. Hann hefur þjálfararéttindi B frá UEFA og vinnur að A-stigi. Hann útskrifaðist með B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Hann hefur mikla reynslu af því að spila og keppa í fótbolta og setti einnig íslandsmet í 6 km sundi árið 2009.

Netfang: thorirkarls@outlook.com

Símanúmer: 844-9609