Þjálfarar knattspyrnudeildar Fjölnis 2022-2023


Yfirþjálfarateymi yngri flokka


Björn Breiðfjörð Valdimarsson

Björn hefur starfað hjá félaginu frá haustinu 2021. Hann er uppalinn leikmaður hjá Gróttu og spilaði sjálfur upp alla flokka í því félagi. Björn er með A þjálfaragráðu UEFA og þrátt fyrir fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars starfað sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu og þjálfað alla flokka í því félagi að meistaraflokki undanskildum.

Björn er þjálfari 3. og 4. flokks karla.

Netfang: bjorn@fjolnir.is

Símanúmer: 846-7545

Luka Kostic

Luka kom nýr inn í Fjölni sumarið 2022 en hann býr að áratuga reynslu úr knattspyrnuheiminum. Sem atvinnumaður hefur hann spilað 112 leiki i meistaraflokki og unnið fjölda titla með ÍA. Luka hefur þjálfað U-16, U-17 og U-21 landslið karla , meistaraflokka Grindavíkur, Hauka, Þórs A., KR og Víkings og yngri flokka KR og Hauka auk þess að hafa boðið upp á einstaklingsþjálfun sem fjöldi núverandi og fyrrverandi atvinnumanna og -kvenna hafa nýtt sér. Hann hefur þróað metnaðarfull tól til knattspyrnuþjálfunar einstaklinga sem og liða og sótt sér menntun og þekkingu m.a. til KSÍ og UEFA. Luka er aðalþjálfari hjá, 4. flokk karla og kvenna og 5. flokk karla og kvenna.

Netfang: asklukatraining@gmail.com

Símanúmer: 6947025

Þjálfarar Knattspyrnudeildar Fjölnis


Andri Freyr Björnsson

Andri Freyr Björnsson er aðstoðarþjálfari hjá 8.flokk karla

Ágúst Haraldsson

Ágúst starfaði hjá Fjölni árin 1999-2001 og kom aftur til okkar vorið 2021. Hann þjálfar 5. og 8. flokk karla. Ágúst er með B.Sc. gráðu í íþróttafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og hefur þjálfað fótbolta í 30 ár, hann hefur einnig kennt skólaíþróttir í grunnskóla í 20 ár.

Netfang: agusthar@internet.is

Sími:

Baldvin Þór Berndssen

Baldvin er aðstoðarþjálfari hjá 5. og 6. flokk karla

Bjarney Ósk

Bjarney Ósk er aðstoðarþjálfari hjá 8. flokk kvenna

Daníel Fannar Sigurðsson

Daníel hefur starfað við deildina frá haustinu 2021. Hans helstu hlutverk eru þjálfun í 7. flokki karla, þar sér hann um að kenna krökkunum mikilvægustu atriðin í knattspyrnu og leiðbeina þeim í leikjum og á mótum. Hann hefur lokið við C hluta þjálfaranámskeiðs frá KSÍ og stefnir á B hlutann í haust. Hann er einnig að klára stúdentspróf. Daníel spilaði lengi fótbolta sjálfur og var m.a. valinn varnarmaður ársins í 6. flokki karla hjá liði Selfossar og varð hann svo Rey Cup meistari með Ægi Þorlákshöfn árið 2012.

Dofri Snorrason

Dofri kom til félagsins sem leikmaður meistaraflokks vorið 2021 og hefur starfað sem þjálfari frá vorinu 2022. Hann hefur að skipa stórt hlutverk í leikmannahópi meistaraflokks og gefið af sér gott orð sem þjálfari en hann er í þjálfarateymi 2. flokks Fjölnis, þar sem hann m.a. hjálpar efnilegum leikmönnum að stíga skrefið upp í meistaraflokk. Hann á að baki langan feril sem leikmaður og er uppalinn í KR og spilaði svo með Víkingi R. á árunum 2013-2020. Dofri varð íslandsmeistari með KR árið 2011 og þrefaldur bikarmeistari í meistaraflokki árin 2011 og 2012 með KR og 2019 með Víkingi.

Guðrún Bára Sverrisdóttir

Guðrún Bára æfði fótbolta upp alla yngri flokka í Fjölni og KR, hún er enn að keppa og æfði með Fjölni sumarið 2021. Hún þjálfaði 7. flokk kvenna hjá Fjölni sumarið 2021. Hún hefur áður þjálfað hjá KFR í 6 ár með 6. og 7. flokk karla og kvenna.

Netfang: gudrunbara87@gmail.com

Símanúmer: 697-7464

Gunnar Hauksson

Gunnar hefur starfað við deildina síðan 2016. Hann þjálfar 5. flokk kvenna og 7. og 6. flokk karla. Hann hefur þjálfararéttindi B frá UEFA og vinnur að A-stigi.

Netfang: gunnarh90@gmail.com

Símanúmer: 894-9822

Halldór Snær Georgsson

Halldór er aðstoðarþjálfari hjá 4. og 6. flokk karla

Hjörtur Harðarson

Hjörtur hefur starfað við deildina síðan haustið 2021. Hann er aðalþjálfari 7. flokks karla og sér um að vera skemmtilegur og skapa sigurvilja hjá félaginu. Hann hefur lokið 3. stigi þjálfaramenntunar hjá KSÍ og stefnir að því að halda áfram með menntunina. Hann hefur B.A. gráðu í félagsfræði og er í meistaranámi í menntunarfræði leikskóla. Hann starfar einnig sem deildarstjóri á leikskóla. Hjörtur hefur áður þjálfað yngri flokka hjá ÍR og Breiðabliki. Hann hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta bæði sem leikmaður og þjálfari.

Netfang: fansick@gmail.com

Símanúmer:

Júlíus Mar Júlíusson

Júlíus er aðstoðarþjálfari hjá 4. og 5. flokk karla

Kristinn Jóhann Laxdal

Kristinn hóf störf hjá Fjölni haustið 2021 og er hann aðstoðarþjálfari 2. flokks karla og sér um markmannsþjálfun yngstu flokka. Kristinn stefnir að því að sækja þjálfaramenntun á næstunni. Hann spilaði í UEFA Champions League í Futsal árin 2018 og 2019 með Vængjum Júpíters.

Netfang: kiddijoi86@gmail.com

Símanúmer:

Magnús Haukur Harðarson

Magnús Haukur kom aftur til Fjölnis sumarið 2022 þegar hann tók við sem aðalþjálfari meistaraflokks Fjölnis. Fyrir það var hann þjálfari hjá Val ásamt því að vera einn af tveimur þjálfurum meistaraflokksliðs KH. Magnús er vel kunnugur starfi innan Fjölnis, hann byrjaði sinn þjálfaraferil þar sem barna- og unglingaþjálfari og hefur áður komið að meistaraflokk kvenna hjá félaginu sem einn af aðstoðarþjálfurum.

Netfang: magnusinn86@gmail.com

Símanúmer: 786-1892

María Sól Magnúsdóttir

María er aðstoðarþjálfari hjá 8. flokk kvenna

Oddbergur Eiríksson

Oddbergur er aðstoðarþjálfari hjá 7. flokk karla

Richard Ólafur Hilmarsson

Richard er þjálfari hjá 5 flokk kvenna., 6. flokk karla og 7. flokk kvenna

Netfang: richardolafur@gmail.com

Símanúmer: 784-3577

Sigurður Gunnar Sævarsson

Sigurður hefur starfað við deildina síðan 2013. Hann vill skapa gott umhverfi fyrir börn til þess að vera í og hafa æfingar fjölbreyttar, skemmtilegar og við hæfi fyrir alla iðkendur. Hann er með B.Sc. í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands og starfar sem íþróttakennari. Sigurður æfði sjálfur knattspyrnu í 20 ár og varð m.a. Íslandsmeistari í futsal með Keflavík.

Netfang: sigurdur.gunnar.saevarsson@rvkskolar.is

Símanúmer: 897-8349