Um deildina


Starfsemi Listskautadeildar býður upp á skautakennslu sem er afþreying annars vegar og hins vegar fyrir keppendur. Einnig er boðið upp á æfingar fyrir fullorðna, en þær henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Starfsemi deildarinnar er skipt í tvo flokka

  • Skautaskóla
  • Framhaldshópa

Skautarar byrja æfingar í Skautaskólanum. Skautaskólanum er skipt upp í sex hópa, bæði eru hópar fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri, unglinga og fullorðna. Hér læra iðkendur undirstöðuatriði íþróttarinnar. Iðkendur Skautaskólans taka ekki þátt á mótum. Unglinga- og fullorðinshópar henta einnig iðkendum sem hafa æft skauta áður en vilja æfa tvisvar í viku til að viðhalda skautakunnáttu sinni.

Þegar ákveðinni hæfni er náð er iðkendum boðið að færa sig yfir í framhaldshópana. Þar eru fleiri æfingar í viku og æfingar eru meira krefjandi. Áhersla er lögð á grunnskautun ásamt því að læra grunn snúningsstöður og einföld stökk. Iðkendum í framhaldshópunum er raðað upp í 5 hópa sem ræðst af getu hvers skautara. Þannig æfa iðkendur sem eru með svipaða getu saman, en það eru ekki endilega iðkendur sem keppa í sama flokki.

Æfingar fara fram bæði á svelli og í íþróttasal (afís) og verða iðkendur að mæta bæði á svell og afís. Á afísæfingum er unnið að m.a. að styrk, tækni, liðleika og þoli en einnig fer fram danskennsla.

Listskautadeild Fjölnis á Instagram
Listskautadeild Fjölnis á Facebook