ÞJÁLFARAR


Óskar Hlynsson

Óskar hefur þjálfað hjá Fjölni frá 2005. Hann er yfirþjálfari frjálsíþróttadeildarinnar og aðalþjálfari í flokki 15 ára og eldri. Einnig þjálfar hann fullorðinsflokk deildarinnar, svokallaða Gullmola. Óskar lærði til þjóns en er nú í fullu starfi í tölvudeildinni hjá Toyota á Íslandi. Hann hefur lokið IAAFII námskeiði á vegum alþjóðlega frjálsíþróttasambandsins og einnig tekið fjölmörg þjálfaranámskeið hérlendis og erlendis. Hann varð Evrópumeistari í 200m hlaupi innanhúss árið 2013 í 50-54 ára flokki.

Netfang: oskarhlyns@simnet.is

Símanúmer: 693-3026

Daði Arnarson

Daði hefur starfað við frjálsíþróttadeildina síðan 2019. Hann er aðalþjálfari 6 -9 ára hópa og leggur áherslu á að iðkendur fái góðan grunn í íþróttinni og um leið að alla hlakki til að mæta á æfingar. Hann hefur margoft keppt og unnið til verðlauna á Meistaramótum Íslands. Hann er nemi á öðru ári í Íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands.

Netfang: dadiarnarson@gmail.com

Símanúmer: 618-2715

Matthías Már Heiðarsson

Matthías hefur starfað við deildina síðan 2015. Hann er þjálfari hjá 13-15 ára. Hann er einnig aðstoðar- og styrktarþjálfari í flokki 16 ára og eldri. Matthías er meistaranemi í Íþróttafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur margoft keppt á mótum í frjálsum og hefur fengið alls 10 medalíur á Meistaramótum Íslands.

Netfang: mattimar95@gmail.com

Símanúmer: 845-0542

Jón Oddur

Jón Oddur þjálfar skokkhóp Fjölnis

Netfang: jonoddur@jonoddur.is

Theodór Karlsson

Theodór hefur þjálfað hjá Fjölni frá 2017. Hann er tækniþjálfari aðallega hjá stökkvurum en hefur mjög gaman af að þjálfa köst og grind. Hann hefur þjálfað hjá afrekshópi FRÍ, meistaraflokk USAH, FH, félagslið í UMSS og fleiri. Útskrifaðist sem þroskaþjálfi 2000, heilsunuddari 2004, sérkennari 2005 og diplómu í fötlunarfræðum 2012. Hann var bæði í unglinga- og karlalandsliðinu í frjálsum. Keppti m.a. á Evrópubikar í tugþraut árin 1995, 1996 og 1997, Norðurlandamóti 1996 og Smáþjóðaleikunum 1997. Varð annar á Meistaramóti Íslands í tugþraut árin; 1995, 2000, 2001 og 2002. Hans uppáhalds greinar voru hástökk, langstökk, þrístökk og stöng. Theodór hefur verið á kafi í frjálsum íþróttum frá því að hann man eftir sér.

Netfang: teddi1976@gmail.com

Símanúmer: 663-0876

Helga Þóra Sigurjónsdóttir

Helga Þóra hefur starfað við deildina síðan 2015. Hún er aðstoðarþjálfari í yngri flokkum. Hún útskrifaðist af afreksbraut og náttúrufræðibraut við Borgarholtsskóla og er í Umhverfis- og Byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur þjálfararéttindi 1 og 2. Hún keppti með U20 landsliðinu árin 2016 og 2018 og hefur átta sinnum orðið Íslandsmeistari í sínum aldursflokki í hástökki.

Netfang: helgathorasigurjonsdottir@gmail.com

Símanúmer: 698-9462

Bjarni Anton Theódórsson

Bjarni hefur starfað við deildina síðan haustið 2020. Hann er þjálfari hjá 10 – 12 ára hóp. Hann stundar nú nám í Íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Bjarni hefur unnið til margra verðlauna á Meistaramótum Íslands og keppt fyrir Íslands hönd í boðhlaupi á Norðurlandamóti U20 og Reykjavík International Games.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir

Minna hefur starfað við deildina síðan sumarið 2020. Hún er þjálfari hjá 10 – 12 ára hóp. Hún er að læra Íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og stefnir á að útskrifast þaðan 2023. Hún hefur keppt á fjölmörgum mótum og meðal annars keppt með boðhlaupssveit Íslands í 4x400m á Norðurlandamóti U20 árið 2016, og í 4x200m á Reykjavík International Games árin 2019 og 2020.

Signý Hjartardóttir

Signý hefur starfað hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis síðan 2017. Hún er aðstoðarþjálfari í hópum 6 – 9 ára og leggur áherslu á að iðkendur hafi gaman á æfingum. Hún hefur sjálf æft frjálsar í 10 ár og keppt á fjölmörgum mótum. Signý hefur lokið stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík.

Netfang: signyhjartardottir@gmail.com

Símanúmer 612-8664

AÐSTOÐARÞJÁLFARAR


Christina Alba

Grétar Björn

Guðný Lára

Hildur Hrönn

Ísabella Sif