Reglur
Við mætum tímanlega á allar æfingar. Með því að mæta tímanlega er átt við:
- Hafa tíma til að hita upp líkamlega og andlega með það að markmiði að ná árangri
- Koma í réttum klæðnaði – aðsniðin peysa, æfingabuxur, engar hettupeysur eða húfur, fingravettlingar og hár skal sett upp í snúð eða fléttu
- Vera vel nærður og búinn að drekka nóg yfir daginn
- Vera með allan búnað með sér, það er á ábyrgð skautara að vita hvað skal taka með á æfingar
- Mætingarskylda er á allar afís æfinga
Skauturum er ekki heimilt að fara af ísnum á meðan æfingu stendur, án leyfis frá þjálfara.
Skautarar og foreldrar bera virðingu fyrir:
- Æfingaaðstöðunni okkar, s.s. skautasvellinu, búningsklefum, félagsheimili, íþróttasal og öðrum svæðum Egilshallarinnar
- Liðsfélögum
- Þjálfurum og leiðbeinendum
- Foreldrum
Við komum með jákvætt hugarfar á æfingar og æfa með því viðhorfi að það að ná framförum er ferli.
- Hafa þann sjálfsaga sem þarf til að vinna sig í gegnum erfiðar æfingar og taka á móti leiðbeiningum og gagnrýni. Að ná framförum er ferli.
Við tjáum okkur ef eitthvað er að.
Foreldrar skulu ekki trufla skautara á meðan æfingu stendur.
Eftirfarandi atriði krefjast ekki sérstakra hæfileika:
- Að mæta tímanlega
- Vinnusemi
- Að leggja á sig
- Líkamstjánig
- Kraftur
- Framkoma
- Ástríða
- Að taka leiðbeiningum
- Gera auka
- Vera undirbúinn