Búnaður


Það er öruggt að spila

Þótt mörgum sem sjá myndir af íshokkí í fréttum, þyki fullmikil snerting leyfð, þá er hún með öllu bönnuð í yngri flokkum. Varnarbúnaður er góður og meiðsli eru sjaldgæf.

Búnaður

Ekki þarf mikinn búnað til að hægt sé að byrja í íshokkí og deildin veitir hjálp varðandi val á búnaði. Ennfremur getur deildin lánað eða leigt notaðan búnað. Skautar og hjálmur er nóg í fyrstu skiptin og það má fá lánað á staðnum. Eftir reynslu tímabil er nauðsynlegt að kaupa skauta, hjálm og kylfu, annað er hægt að leigja af deildinni.