Einkatímar eru í boði allan veturinn. Í einkatíma getur þjálfari einbeitt sér alfarið að einum skautara sem getur þannig náð miklum framförum á stuttum tíma. Einkatímar eru einnig notaðir til að læra og æfa ný prógröm.

Einkatímar eru í boði:

  • Mánudaga kl. 13:00, 13:30, 14:00 og 14:30
  • Þriðjudaga kl. 7:30 og 8:00
  • Föstudaga kl. 7.30, 8.00, 8:30, 13:00, 13:30, 14:00 og 14:30

Hver einkatími er 30 mínútur.

Iðkendur geta bókað einkatíma allan veturinn hjá Lorelei, Kamilu, Sólbrúnu, Helgu Karen, Herdísi Birnu og Evu Björgu. Ef mikil ásókn er í einkatíma í vikunni fyrir mót og grunnpróf mun hver iðkandi aðeins geta bókað 1 einkatíma en það er gert til að sem flestir eigi möguleika á að fá einkatíma í þeirri viku.

Ef áhugi er á að bóka einkatíma skal senda póst á listet@fjolnir.is. Gjaldskrá má sjá hér. Greiða þarf fyrir tímann með því að millifæra á reikning deildarinnar 0114-26-7013 kt. 631288-7589 og mikilvægt er að senda kvittun á netfangið listet@fjolnir.is. Athugið að tíminn telst ekki greiddur fyrr en sú kvittun hefur borist en þá er send staðfesting á móttöku greiðslu á þann aðila sem bókaði einkatímann.