Einkatímar


Einkatímar eru í boði allt árið. Í einkatíma getur þjálfari einbeitt sér alfarið að einum skautara sem getur þannig náð miklum framförum á stuttum tíma. Einkatímar eru einnig notaðir til að læra og æfa ný prógröm. Iðkendur geta bókað einkatíma allan veturinn hjá þjálfara að eigin vali.

Einkatími er ýmist 30 mínútur eða 60 mínútur.

Einkatímar eru bókaðir í gegnum bókunarkerfið okkar eða í gegnum tölvupóst. Hver þjálfari er með hlekk til að bóka sem má finna undir myndum þeirra hér fyrir neðan, þar má sjá hvaða tíma þjálfarinn á lausa. Vinsamlegast athugið að þjálfarinn getur aflýst eða fundið annan tíma. Þú munt þá fá tilkynningu beint frá þjálfaranum um að finna annan tíma sjálfur.

Vinsamlegast lesið skilmálana varðandi aflýsingar og greiðslumáta þegar bókun er staðfest:

  • Greiðsla fer fram í gegnum skráningarsíðu Fjölnis og á að greiða um leið og tími er bókaður.

GREIÐA HÉR 

  • Einkatíma getur verið aflýst eða tímanum breytt allt að 24 klst. fyrir tímann, eftir það er tíminn ekki endurgreiddur.
  • Ef skautari kemst ekki í tímann vegna óviðráðanlegra aðstæðna innan 24 klst., vinsamlegast hafið samband beint við þjálfarann og látið vita sem fyrst. Hafið samband við listet@fjolnir.is fyrir frekari fyrirspurnir.

Benjamin Naggiar

Benjamin sérhæfir sig í stökktækni í einföldum, tvöföldum, þreföldum og fjórföldum stökkum, öllum gerðum pírúetta, grunnskautun, prógramagerð og choreography.

Hafið samband við Benjamin í gegnum listyfirthjalfari@fjolnir.is til þess að bóka einkatíma.

Sólbrún Erna Víkingsdóttir

Sólbrún sérhæfir sig í nælunum (Skautum Regnbogann), grunnskautun, grunnprófsmynstrum, einföldum stökkum, snúningum og prógramagerð.

Hafið samband við Sólbrún í gegnum listskautaskoli@fjolnir.is til þess að bóka einkatíma.

Viktória Šabová

Viktória býður upp á kennslu í grunnskautun, snúningum, tækni fyrir tvöföld stökk sem og prógramagerð.

Hafið samband við Viktóriu í gegnum viktoriasabova@gmail.com til þess að bóka einkatíma.