Einkatímar eru í boði allan veturinn. Í einkatíma getur þjálfari einbeitt sér alfarið að einum skautara sem getur þannig náð miklum framförum á stuttum tíma. Einkatímar eru einnig notaðir til að læra og æfa ný prógröm.

Hver einkatími er 30 mínútur.

Iðkendur geta bókað einkatíma allan veturinn hjá þjálfara að eigin vali. Ef mikil ásókn er í einkatíma í vikunni fyrir mót og grunnpróf mun hver iðkandi aðeins geta bókað 1 einkatíma en það er gert til að sem flestir eigi möguleika á að fá einkatíma í þeirri viku.

Ef áhugi er á að bóka einkatíma skal senda póst á listet@fjolnir.is. Gjaldskrá má sjá hér. Greiða þarf fyrir tímann með því að millifæra á reikning deildarinnar 0114-26-7013 kt. 631288-7589 og mikilvægt er að senda kvittun á netfangið listet@fjolnir.is. Athugið að tíminn telst ekki greiddur fyrr en sú kvittun hefur borist en þá er send staðfesting á móttöku greiðslu á þann aðila sem bókaði einkatímann.

Benjamin Naggiar

Hægt er að bóka tíma hjá Benjamin á eftirfarandi tímum:

Mánudagar: 13:15, 13:45, 14:15

Þriðjudagar: 7:30, 8:00

Miðvikudagar: 21:00-21:30

Föstudagar: 7:30, 8:00, 8:30, 13:15, 13:45, 14:15

30 mínútna tími kostar 4.500 kr. og 60 mínútna tími kostar 8.000 kr.

Sólbrún Erna Víkingsdóttir

Sólbrún sérhæfir sig í nælunum (Skautum Regnbogann), grunnskautun, grunnprófsmynstrum, einföldum stökkum, snúningum og prógramagerð.

Hægt er að bóka tíma hjá Sólbrúnu á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagar: 7:30, 8:00

Föstudagar: 7:30, 8:00, 8:30, 13:15 13:45, 14:15

30 mínútna tími kostar 3.500 kr. og 60 mínútna tími kostar 6.500 kr.

Helga Karen Pedersen

Helga sérhæfir sig í nælunum (Skautum Regnbogann), grunnskautun, grunnprófsmynstrum og prógramagerð.

Hægt er að bóka tíma hjá Helgu á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagar: 7:30, 8:00

30 mínútna tími kostar 3.500 kr. og 60 mínútna tími kostar 6.500 kr.

Kamila Melo

Kamila sérhæfir sig í framkomu/framkvæmd, tengingu og túlkun við tónlist, listrænum hreyfingum í prógrömmum (handahreyfingar, líkamsstöður og karakter). Kamila tekur einnig einkatíma af ís.

Hægt er að bóka tíma hjá Kamilu á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagar: 13:15, 13:45, 14:15 – Afís
Miðvikudagar: 14:45 – Afís
Fimmtudagar: 15:00, 15:30 – Afís
Föstudagar: 13:15 13:45, 14:15

30 mínútna tími kostar 4.500 kr. og 60 mínútna tími kostar 8.000 kr.

Eva Björg Bjarnadóttir

Eva sérhæfir sig í grunnskautun, stökktækni í einföldum stökkum og snúningum, grunnprófsmynstrum.

Hægt er að bóka tíma hjá Evu á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagar: 7:30, 8:00
Föstudagar: 7:30, 8:00, 14:15

30 mínútna tími kostar 3.500 kr. og 60 mínútna tími kostar 6.500 kr.