Markmið


 • Að auka áhuga iðkenda á handknattleik og heilbrigðum lífsstíl.
 • Að iðkendur læri undirstöðuatriði handknattleiks.
 • Að skapa börnum og unglingum aðstæður til að stunda handknattleik undir stjórn hæfs þjálfara.
 • Að yngri flokkastarfið sé samfellt frá yngstu flokkum til þeirra elstu.
 • Að iðkendur læri að taka tillit til annarra og fari eftir þeim reglum sem deildin og félagið setja.
 • Að þátttaka í félagsstarfi deildarinnar sé skemmtileg og gefandi.
 • Að allir sem æfi handknattleik hjá Fjölni fái verkefni við sitt hæfi.
 • Að starfa með skólum hverfisins þannig að hagsmunir beggja fari saman.
 • Að skapa velvild í garð Fjölnis hjá iðkendum og foreldrum iðkenda án tillits til
  handknattleiks-hæfileika.
 • Ala upp öfluga stuðningsmenn félagsins, dómara og stjórnarmenn.
 • Að gefa áhugasömum og efnilegum þjálfurum tækifæri, ala þá upp og efla í starfi.
 • Að þjálfunin skili leikmönnum upp í meistaraflokka félagsins.
 • Stefnt skal að því að eldri flokkar félagsins séu í efstu deild og spili þar af leiðandireglulega við sterkustu leikmenn landsins.