Þjálfarar 2023-2024

Borche Ilievski Sansa
Þjálfari MB 11 ára kk og 9. fl. kk og meistaraflokk karla
Netfang: ilievskib@yahoo.com



Lewis Diankulu
Þjálfari 10. fl. kk og 9-10 fl. kvk

Magnús Freyr
Þjálfari MB 6-7 ára

Ólafur Jónas Sigurðsson
Þjálfari 11-12 fl. kk
Netfang: olafur.j.sigurdsson@gmail.com

Raquel Laniero
Þjálfari MB 10-11 ára kvk
Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur haft gæfu til að hafa hæfa og góða þjálfara í hverjum flokki. Þjálfarar sem gefa sig að yngri flokka starfi eru því miður ekki á hverju strái og því getur oft myndast erfið staða við mönnun þjálfunar yngri flokka en stjórn deildarinnar er stolt af því þjálfarateymi sem er við stjórnvölinn á komandi tímabili.
Þjálfarar deildarinnar eru margir búnir að vera hjá deildinni í mörg ár. Þeir eru ýmist með réttindi sem íþróttakennarar, íþróttafræðingar eða með þjálfararéttindi og/eða með margra ára reynslu sem leikmenn í körfubolta. All flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa þjálfað körfubolta í mörg ár við góðan orðstýr.
Körfuknattleiksdeildin leitast við að styðja þjálfara til náms í þjálfarafræðum í takt við menntakerfi Körfuknattleikssambands Íslands.
Þjálfarar fjölmennra flokka hafa yngri þjálfara sér til aðstoðar á æfingum. Oftast eru aðstoðarþjálfarar leikmenn meistaraflokkanna sem hafa áhuga á þjálfun. Lagt er upp með að aðstoðarþjálfarar ljúki a.m.k. fyrsta þjálfaranámskeiði Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ).