Andrea Björt Ólafsdóttir

Andrea hefur starfað við körfuknattleiksdeild Fjölnis síðan 2018. Hennar hlutverk eru að skipuleggja og undirbúa æfingar, þjálfa á æfingum og fara á mót, skipuleggja fyrirlestra og viðburði ásamt því að vera í samskiptum við foreldra/umönnunaraðila þegar á við. Hún hefur þjálfað frá árinu 2016 og er einnig í þjálfarateymi U15 kvenna. Hún hefur lokið 1., 2., og 3. stigi þjálfaranáms frá ÍSÍ og 1., 2.a, 2.b, og 3.b hjá KKÍ. Einnig er hún með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfunarfræði og vinnur nú að viðbótardiplóma á meistarastigi í iðjuþjálfun til að öðlast starfsréttindi sem iðjuþjálfi. Hún hefur sjálf æft körfubolta til margra ára með félagsliðum og yngri landsliðum. Andrea varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari í nokkrum yngri flokkum með Grindavík, Keflavík og Njarðvík ásamt því að vinna titla í meistaraflokki með Njarðvík og Snæfell.

Netfang: andrea.island@gmail.com

Símanúmer: 774-7949

Ariel Hearn

Ariel hefur starfað við deildina síðan haustið 2020 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún vill fyrst og fremst vera góð fyrirmynd fyrir sína iðkendur, ásamt því að kenna þeim helstu tök og tækni í körfubolta og ná fram því besta sem í þeim býr. Hún hefur lokið B.Sc. gráðu í Samskiptafræði (e. Communication) við Háskólann í Memphis og er nú að læra íslensku. Hún hefur mikla reynslu af því að spila körfubolta og er á sínu fjórða ári í atvinnumennsku, en hún spilar með meistaraflokki Fjölnis og hennar markmið er að ná sem lengst í íþróttinni og verða meðal bestu leikmanna.

Netfang: arielhearn@icloud.com

Baldur Már Stefánsson

Baldur hefur starfað við körfuknattleiksdeildina síðan haustið 2020. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og aðalþjálfari unglingaflokks og drengjaflokks. Hann hefur mikla reynslu af íþróttinni sem og þjálfun og hefur þjálfað í 17 ár og spilað með meistaraflokki í 20 ár.

Netfang: ballirisi@gmail.com

Símanúmer: 865-5991

Benedikt Rúnar Guðmundsson

Benedikt var þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni ásamt því að þjálfa yngri flokka árin 2003-2006 og kom svo aftur til okkar vorið 2020. Nú sinnir hann þjálfun byrjendahópa stráka og stelpna, 7 – 8 ára stelpna, 11 ára stráka og 9. – 10. flokk stráka. Hann hefur lokið öllum stigum þjálfaramenntunar hér á Íslandi og hefur undanfarin ár verið að kenna fyrir Körfuknattleikssambandið. Benedikt hefur einnig lokið fjölmörgum námskeiðum í þjálfun erlendis.

Netfang: benediktrunar@hotmail.com

Símanúmer: 897-8311

Einar Hansberg Árnason

Einar hefur starfað við deildina í 10 ár. Hann leggur áherslu á að hrósa, kenna og mæta mismunandi þörfum hvers og eins með bros á vör. Hann hefur B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur verið í körfuboltaumhverfinu í um 30 ár og hefur því mikla reynslu af því að spila og keppa í körfubolta. Einar réri einu sinni 500 km samfellt á róðravél.

Netfang: einarhansberg@gmail.com

Símanúmer: 898-5900

Hákon Hjartarson

Hákon hefur starfað við deildina síðan haustið 2020. Hann er aðstoðaþjálfari meistaraflokks kvenna og þjálfari 10. flokks og stúlknaflokks. Hann hefur mikla reynslu úr körfuboltaheiminum og starfaði m.a. sem körfuboltadómari árin 2003-2017, þjálfari hjá Þór í Þorlákshöfn 1998-2003 og aftur 2014-2019, aðstoðarþjálfari U16 kvenna sumarið 2019 og U18 sumarið 2020, ýmsar körfuboltabúðir t.d. hjá Hrunamönnum, Vestrabúðunum og Gatoradebúðunum 2020. Yfirþjálfari hjá Þór í Þorlákshöfn 2019-2020. Var líka aðeins að þjálfa fótbolta og handbolta hér á árum áður.

Netfang: hakon@cargo.fo

Símanúmer: 773-1861

Halldór Karl Þórsson

Halldór hefur starfað við deildina síðan vorið 2018. Hann þjálfar bæði meistaraflokk karla og kvenna ásamt því að vera yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar hjá Fjölni. Hann hefur 13 ára reynslu af þjálfun en hann byrjaði að þjálfa 14 ára gamall hjá körfuknattleiksdeild Sindra. Ásamt því að þjálfa hjá Fjölni er Halldór aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna og hefur þjálfað mörg yngri landslið Íslands.

Netfang: halldorkarl@hotmail.com

Símanúmer: 866-8426

Ísak Örn Baldursson

Ísak þjálfar minnibolta (7-8 ára drengi). Hann leggur áherslu á að kenna grunnatriðin í körfubolta, samhliða leikjum og því að hafa gaman. Ísak kemur frá Stykkishólmi þar sem hann æfði og spilaði körfubolta upp alla yngri flokkana, auk tveggja tímabila í meistaraflokki. Með Snæfelli varð Ísak Scania Cup meistari og var valinn í lið mótsins. Hann spilar nú fyrir drengja-, unglinga- og meistaraflokk Fjölnis. Hann á að baki leiki fyrir U15 og U16 yngri landslið Íslands og er ásamt 6 öðrum drengjum frá Fjölni í úrtaki fyrir U18 liðið sem mun spila í sumar.

Margrét Ósk Einarsdóttir

Margrét hefur starfað við deildina síðan 2017. Hún vill stuðla að því að fjölga iðkendum í deildinni, vera fyrirmynd innan sem utan vallar og þjálfa krakkana í samræmi við markmið félagsins og KKÍ. Hún hefur lokið 1. og 2. hluta þjálfaranáms frá ÍSÍ námskeið, KKÍ 1 og klárar KKÍ 2 á þessu tímabili og á einn hluta eftir af KKÍ 3. Hún Var sjálf í yngri landsliðum Íslands sem leikmaður og var aðstoðarþjálfari u16 kvenna sumarið 2019 og verður einnig 2021.

Netfang: margret.osk.96@gmail.com

Símanúmer: 860-5753

Matthew Carr Jr.

Matthew, sem er alltaf kallaður CJ hóf störf við deildina haustið 2020. Hann kemur frá Bandaríkjunum og hefur mikla reynslu af því að spila og keppa í körfubolta en hann hefur m.a. spilað í Þýskalandi, NBA deildinni með Iowa Wolves og spilar nú með meistaraflokki Fjölni. Hann hefur þjálfað körfubolta í 4 ár.

Sófus Máni Bender

Sófus hefur starfað við deildina síðan 2018. Hann vill kenna krökkunum grunnatriði körfuboltans og sýna þeim hvað Körfubolti er skemmtileg íþrótt. Hann stundar nám við Menntaskólann við Sund og með dómararéttindi í körfubolta. Hann er einnig búinn að fara á nokkur þjálfaranámskeið. Sófus var valinn í U16 landsliðið sumarið 2019, varð Íslandsmeistari með 9 flokki Fjölnis árið 2018. Fór líka með Reykjavíkurúrvalinu í fótbolta til Ósló og unnum það árið 2017.

Netfang: sofus.b26@gmail.com

Símanúmer: 844-5542

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur haft gæfu til að hafa hæfa og góða þjálfara í hverjum flokki. Þjálfarar sem gefa sig að yngri flokka starfi eru því miður ekki á hverju strái og því getur oft myndast erfið staða við mönnun þjálfunar yngri flokka en stjórn deildarinnar er stolt af því þjálfarateymi sem er við stjórnvölinn á komandi tímabili.

Þjálfarar deildarinnar eru margir búnir að vera hjá deildinni í mörg ár. Þeir eru ýmist með réttindi sem íþróttakennarar, íþróttafræðingar eða með þjálfararéttindi og/eða með margra ára reynslu sem leikmenn í körfubolta. All flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa þjálfað körfubolta í mörg ár við góðan orðstýr.

Körfuknattleiksdeildin leitast við að styðja þjálfara til náms í þjálfarafræðum í takt við menntakerfi Körfuknattleikssambands Íslands.

Þjálfarar fjölmennra flokka hafa yngri þjálfara sér til aðstoðar á æfingum. Oftast eru aðstoðarþjálfarar leikmenn meistaraflokkanna sem hafa áhuga á þjálfun. Lagt er upp með að aðstoðarþjálfarar ljúki a.m.k. fyrsta þjálfaranámskeiði Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ).