Fjölnir átt eitt lið á 3v3 móti í Rocket League hjá Rocket League Ísland (RLÍS) sem fór fram sunnudaginn 31. maí síðastliðinn. Mótið er hluti af sumarmótaröð RLÍS.

Þetta höfðu okkar menn að segja eftir mótið:

“Við kláruðum riðilinn okkar í öðru sæti með fjóra sigra og eitt tap, og vorum svo naumlega slegnir út í fyrsta leik útsláttarkeppninnar. Sú leikjasería var sýnd í beinni með lýsendum. Að ná í útsláttarkeppnina var lágmark sem við vildum fyrir mót, þó við virkilega vildum ná í undanúrslit”.

Hér má sjá Facebook síðu Rocket League Ísland: https://www.facebook.com/RocketLeagueIceland

Hér má sjá stöðuna eftir riðlakeppnina. 

Liðið skipuðu þeir Smívar, Scooby og HemmiGumm.

#FélagiðOkkar

Mynd fengin frá Facebook síðu Rocket League Ísland.