Þorrablót 2023

Nú styttist í Þorrablótið, aðeins 51 dagur í þessa veislu!

Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.

Enn er nokkur laus borð og því um að gera að fara panta sér borð.

Svona fara borðapantanir fram:

Þú sendir tölvupóst á vidburdir@fjolnir.is með eftirfarandi upplýsingum;

 • Fullt nafn og símanúmer þess sem pantar
 • Fjölda gesta á borði
 • Númerið á borðinu sem þið óskið eftir
 • Ef þið eruð fleiri eða færri en 12 þá látið þið okkur vita og við finnum út úr því.

Hér við hliðina má sjá þau borð sem eru laus (Uppfært 1. desember 2022)


Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!

Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️

Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️

Gleðileg Fjölnisjól!


Þorrablót Grafarvogs 2023

Hið margrómaða Þorrablót Grafarvogs 2023 verður haldið hátíðlegt þann 21. janúar næstkomandi!

Hér við hliðina má sjá borðaskipanina. Til þess að panta borð þarf að senda email á vidburdir@fjolnir.is

Miðasala á ballið sjálft fer í gegnum tix.is

Hlökkum til að sjá ykkur í partýi aldarinnar!

Uppfært 1. desember 2022

FJÖLNIR X PUMA

Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!

Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir

Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.

Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.

Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!

#FélagiðOkkar

Myndir: Gunnar Jónatansson


Opnað hefur verið fyrir skráningar á haustönn

Sæll öll
Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeiðin hjá okkur. Allir sem voru að æfa í byrjendahóp fyrir sumarið, þ.e.a.s. á mánudögum/miðvikudögum, og vilja halda áfram eiga að skrá sig nú í framhald.
Aldursskipting í framhaldshópa verður gróflega eftirfarandi :
Hópur 1 - börn yngri : 5 - 7 ára
Hópur 2 - börn eldri : 8 - 11 ára
Hópur 3 - unglinga : 12 - 15 ára
Hópur 4 - fullorðnir : 16 ára+
Hjá þeim sem eru búnir að vera í framhaldi í meira en eina önn fer skipting líka eftir þroska, líkamlegri og tæknilegri getu.
Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 5.september og framhald daginn eftir, þriðjudaginn 6.september.
Meðfylgjandi er æfingatafla okkar fyrir haust/vetur 2022.
Sjáumst í september 🙂
Skráning fer fram á slóðinni: https://fjolnir.felog.is/

Æfingar hefjast að nýju 2022 - upplýsingar um skráningu

Allir sem voru að æfa í byrjendahóp haustið 2021 munu æfa áfram á byrjendanámskeiði á mánudögum/miðvikudögum á vorönn 2022.
 • Framhaldsnámskeið hefjast þriðjudaginn 4.janúar.
 • Byrjendanámskeið hefst miðvikudaginn 5.janúar.
Munum að gæta að hreinlæti, þvo og spritta okkur fyrir og eftir æfingar.
Skráning fer fram á: https://fjolnir.felog.is/
Hlökkum til að sjá ykkur.
Æfingaskrá karatedeildar

Æfingabúðir og beltapróf 30. október

Laugardaginn 30. október höldum við æfingabúðir með Sensei Steven Morris sem kemur til okkar frá Skotlandi fyrir ALLA karateiðkendur hjá Fjölni og Aftureldingu.

Æfingabúðirnar fara fram að Varmá í Mosfellsbæ.

Dagskráin er sem hér segir:

 • 10:00- 11:00 Æfingarbúðir og gráðun gult belti og neðar
 • 11:00-11:15 Viðurkenningar fyrir gráðun
 • 12:00-13:30 Æfingabúðir og gráðun hjá framhaldsiðkendum (appelsínugult belti og ofar)
 • 13:30-14:00 Viðurkenningar fyrir gráðun
 • 14:00-16:00 Staðfesting gráðunar hjá Dan gráðuhöfum.

Það er skyldumæting fyrir alla iðkendur.

Mætingalistum með tímasetningum verður deilt í vikunni.


Uppfærð æfingatafla

Við höfum gert smávægilegar breytingar á stundatöflu deildarinnar.

 • Æfingar byrjenda standa yfir frá 1. september til 6. desember 2021
 • Æfingar framhaldsiðkenda frá  2. september til 11. desember 2021

Íslandsmeistaramót unglinga

Í dag fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata og átti Fjölnir tvo þátttakendur. Þau Gabríel Sigurð Pálmason og Eydís Magnea Friðrikssdóttir.Gabríel endaði með silfur i flokki 14 ára pilta og Eydís með brons í flokki 16-17 ára stúlkna. Eins og stundum verður á svona mótum þá var heimildamaður Fjölnis ekki við völlinn sem Gabríel var á og á því ekki myndir frá viðureignum hans. En þeim mun fleiri myndir frá viðureign Eydísar.

Til hamingju með krakkar!

 

Eydís með brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

 

 

Eydís með brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

 

 

 

 

 


Mikilvægar dagsetningar næstu vikurnar

Athugið neðangreindar dagsetningar og hvernig þær hafa áhrif á þínar æfingar, eða æfingar þinna iðkenda.

Þetta er sett fram með fyrirvara um að óbreyttar sóttvarnaraðstæður í samfélaginu.

 • Fimmtudaginn 22.apríl, Sumardagurinn fyrsti – frí
 • Mánudaginn 3.maí, beltapróf byrjenda í æfingatíma. Þetta eru þau sem æfa á mánudögum og miðvikudögum.
 • Laugardaginn 8.maí, beltapróf fyrir brún beltara – hefðbundin kennsla fellur niður
 • Sunnudaginn 9.maí, beltapróf fyrir svart beltara
 • Fimmtudaginn 13.maí, Uppstigningardagur – frí
 • Laugardaginn 15.maí, íslandsmeistaramót unglinga í Kata
 • Sunnudaginn 16.maí, íslandsmeistaramót barna í Kata
 • Mánudaginn 24.maí, annar í hvítasunnu – frí
 • Miðvikudaginn 26.maí, síðasta kennslustund byrjenda
 • Laugardaginn 29.maí, beltapróf framhalds iðkenda og síðasti tími annarinnar
 • Laugardaginn 29.maí, íslandsmeistaramót fullorðinna í Kata
 • Sunnudaginn 30.maí : sumarfrí til 30.ágúst